Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ládeyða íslensku þjóðarinnar

Það er aðdáunarvert að fylgjast með Ómari Ragnarssyni og baráttu hans fyrir náttúru Íslands. Ég vildi að ég hefði sömu þrautseigju og hugsjón til að fylgja eftir málefnum sem eru mér hjartans mál líkt og hann gerir. Ég hugsa oft hvað það væri gaman að mótmæla öllu því ranglæti sem er þröngvað upp á okkur. Skrifa í blöðin ef ég væri ekki sátt við hátterni og framkomu þingmanna, mótmæla með látum hækkun á matvöru, sniðganga þá banka eða verslanir sem okra á mér og svo framvegis. En einhvern veginn þá virðist það ekki vera ¨COOL¨ að vera á móti slíku. Ég er svolítið rebel í mér en mér finnst e-n veginn eins og það sé hvorki áhugi eða vilji í fólkinu til að breyta hlutunum frá núverandi ástandi. Ég held að þjóðin skilji ekki máttinn í því að margir taki sig til saman. Það er létt að knésetja e-ð fyrirtæki með því að sniðganga það. Ef allir á Íslandi myndu mótmæla hækkun á t.d. mjólkurverði með því að kaupa ekki neinar mjólkurvörur í kannski tvær vikur... hvað myndi gerast?.. jú mjólkursamsalan myndi draga hækkunina til baka því hún ætti hættu á verða fyrir stórum skaða viðskiptalega með þessu uppátæki. Alveg eins á sama hátt er hægt að mótmæla gjaldskrárhækkunum í bönkum með því að hóta því að fara með viðskipti sín e-ð annað. Ef ekkert er gert í því þá stendur maður bara við stóru orðin. Öll þessi fyrirtæki eru upp á náð og miskunn kominn fólksins í landinu. Það eru ekki fyrirtækin sem stjórna landinu heldur fólkið. Þó að það virðist sem því hafi verið snúið við upp á síðkastið.  

Mér er sérlega minnistætt þegar ég var í menntaskóla á Ítalíu árið 1999. Þar sótti ég nám í almennan skóla en ekki sérskóla eins og svo margir. E-ð gramdist samnemendum mínum í almennu skólunum að fjárveiting sem ætluð var ríkiskólunum í landinu var svo gefin þessum einkaskólum. Ekkert rosalegt... annað eins hefur nú gerst. En það varð allt brjálað. Nemendur fluttu barátturæður og hópsöngva í íþróttasalnum, létu heyra í sér, töluðu við fjölmiðla og allt skólastarf í menntaskólum á Ítalíu lamaðist í heila viku. Ég var frekar nýlega flutt út og skildi því lítið í málinu og fannst erfitt að fylgjast með atburðarrásinni. En mér skildist á þeim að þessari fjárveitingu hafi verið skilað aftur á réttann stað í kjölfar þessara mótmæla. Í millitíðinni tókst mér reyndar að láta plata mig í e-a pínlegustu athöfn sem ég hef á ævi minni framkvæmt... ég flutti sérlega lélegt söng og dansatriði fyrir framan allan skólann... og beið mannorð mitt varanlegan skaða eftir þá athöfn. Sérstaklega vegna þess að strákur sem ég var nokkuð skotin í á þessum tíma var í salnum til að sjá herlegheitin. En á þessum tíma hefði mér aldrei dottið í hug sá möguleiki væri til að nemendur gætu tekið málin í sínar eigin hendur og kveikti það í mér neista sem ekki hefur enn slokknað.

Annars þá er ansi spennandi að fylgjast með Silfri Egils núna upp á síðkastið. Heitar umræður og fullt af æsingi og spennu. Ég hef lúmskt gaman af þessum þáttum þó ég sé nú ekki fræg fyrir annálaðan stjórnmálaáhuga. Greinilegt er að kosningaár er í uppsiglingu. Ég ætla að leyfa mér að spá því að hrun samfylkingarinnar haldi áfram, sjálfstæðisflokkurinn tapi einnig talsverðu fylgi, vinstri grænir bæti við sig á kostnað samfylkingarinnar og frjálslyndir og framsókn floppi. Jón Baldvin kom með ansi hressilega punkta í sinni umræðu og Þráinn Bertelson setti hlutina fram með skemmtilegum og alþýðlegum blæ. Í þessum þætti fékk ég sterka trú á mögulegu framboði Framtíðarlandsins sem myndi þá boða e-s konar miðjustefnu með náttúruverndar sjónarmiðum. Ef svo færi að þetta framboð yrði sett saman af menntuðu og vitsmunalegu fólki þá er nokkuð ljóst hvert mitt atkvæði færi í vor. Ég er nokkuð viss um að þetta framboð yrði vinsælt hjá unga fólkinu sérstaklega ef eitt af þeirra stefnumálum yrði að hætta við fyrirhugaða hækkun á skólagjöldum í HÍ. Það yrði vonandi til að hrista aðeins upp í ríkistjórninni og vonandi að mátturinn færist til fólksins en ekki enn lengra frá þeim eins og útlit er fyrir með áframhaldandi setu núverandi ríkisstjórnar.


Þáttaka öryrkja á vinnumarkaði + skemmtilegur fróðleikur dagsins:)

Endalaust gaman hvað við lærum margt skemmtilegt í Háskólanum. Í gær vorum við í tíma um sjúkdómafræði taugakerfis. Hún var að fræða okkur um ¨sexual headache¨. Sem er fyrirbrigði sem fólk getur fengið þegar skynörvun frá taugaendum til heilans verður of mikil við fullnægingu, heilinn fær of skyndilega of mikið af boðum frá líkamanum og afleiðingin verður skerandi hausverkur. Nánast óbærilegur. Er víst talsvert algengt. Setningin: ¨Nei ekki í kvöld ástin, ég er með hausverk¨ fær nýja merkingu!! Ekki fylgdi samt sögunni hvort þetta væri algengara hjá körlum en konum.

Það er eitt sem að ég sem verðandi fagaðili í heilbrigðisþjónustu fæ ekki skilið er: AF HVERJU Í ÖSKÖPUNUM ER ÖRYRKJUM OG ELDRIBORGURUM EKKI GERT KLEIFT AÐ FÁ AÐ VINNA MEÐFRAM BÓTUM EÐA ÞÁ GEGN VÆGRI SKERÐINGU????

Ég veit að öryrkjar mega vinna sér inn e-n 300 þús. kall á ári áður en það verður skerðing. En staðreyndin er að það er bara ekki nándar nærri nóg. Öryrkjar eru í flestum tilvikum fólk sem að hefur skerta starfsorku. Það er ekkert sem segir að þetta fólk geti alls ekki unnið. Það varð talsverð umræða um þetta hérna í skólanum um daginn. Staðreyndin er að það eru engvir ókostir við að leyfa öryrkjum að reyna að vinna sér aukapening með hlutastarfi án þess að þeir eigi það á hættu að missa bæturnar ef e-ð kæmi upp á. Auðvitað yrði þetta persónubundið val hjá hverjum og einum. Staðreyndin er að flestir verða öryrkjar vegna vandamála í stoðkerfinu og eiga sennilega erfitt með erfiðis vinnu vegna þess. Það versta samt sem fólk með þess háttar örorku gera er að leggjast í kör og gerir það ástandið bara verra.

- Í fyrsta lagi myndi kostnaður við heilbrigðisþjónustu þessa fólks lækka þar sem að það yrði meira á hreyfingu, hreyfing myndar endorfín sem gerir fólk glatt, ef fólk er glatt þá finnur fólk minni sársauka og er síður líklegra til að þurfa á geðlyfjum eða verkjalyfjum að halda. Hreyfing viðheldur líka vöðvastyrk og heilbrigði hjarta og taugakerfis.

- Hægt væri að minnka talsvert hlutfall fátækra barna þar sem að aukatekjur foreldra myndu stuðla að meiri jöfnuði.

- Snjóboltaáhrif á heilsufar þessa fólks yrði í flestum tilfellum minni, þar sem að fólk yrði aktíft í samfélaginu og innivera og rúmlega þessa fólks yrði sennilega minni.

- Tíðrætt er um að offramboð er á störfum í þjónustugeiranum sem að öryrkjar og aldraðir gætu að stórum hluta mannað.

- Kostnaður við aukna vinnuþáttöku öryrkja myndi ekki falla á ríkisstjórnina. Heldur frekar til að minnka útgjöld hennar.

Það er nokkuð ljóst að þetta er win-win situation. Það græða allir á því að öryrkjum verði gert kleift að fara á vinnumarkaðinn. Kostnaður ríkisins yrði minni af þessu fólki á móti því að þeirra efnahagur gæti skánað. Þeir yrðu virkari í þjóðfélaginu og mögulegur kostnaður ríkisins vegna heilbrigðisþjónustu við hópinn myndi að öllum líkindum lækka stórlega. Þörf á erlendu vinnuafli myndi minnka og meiri jöfnuður gæti skapast. Ég veit ekki hvort að það er barnslegt af mér að hugsa svona og fleiri hlutir komi að máli en þeir mega þá endilega kommenta á það. Ég held að þessi kjarabót myndi gagnast öllum betur heldur en hækkun á örorkubótum. Hún yrði líka hvatning til þáttöku á almennum vinnumarkaði. Mér þætti nær lagi að öryrkjar mættu vinna sér inn milljón aukalega fyrir utan bætur án þess að skerðing verði.

En þetta er náttúrulega bara mín skoðun og endurspeglar ekki skoðun ríkisstjórnarinnar.


Hvernig Ísland vilja Íslendingar hafa?

Það var ansi skemmtilegt innslag í sjónvarpinu áðan þar sem bandarískur prófessor, sennilega í hagfræði, sat undir fyrirspurnum Ólafs Ragnars og fleiri sem ég náði ekki nöfnunum á. Þátturinn hefur sennilega verið tekinn upp fyrir hartnær 20 árum. Þar sem ég hef ekki menntun í hagfræði fannst mér þetta ansi skemmtileg umræða og þrátt fyrir menntunarskort minn sýnist mér að margar af þeim róttæku hugmyndum þessa manns séu við lýði hér á landi í dag. Eins og t.d. hvað varðar skattlagningu á hátekjufólki. Meginefni þessa viðtals var það að maðurinn vildi koma á svipuðu fyrirkomulagi og við var haft í BNA. Íslensku prófessorarnir voru reiðir, það var gaman, þeir voru að verja það fyrirkomulag sem átti sér stað á Íslandi þar sem að möguleika allra væru jafnir frá fæðingu til góðrar menntunar og lífskilyrða og gaman að sjá hvað þeir voru harðákveðnir í því að hvergi væri til betra hagkerfi en á Íslandi. Útlenski maðurinn hélt því fram að á Íslandi væri bananalýðveldi og líkti okkur við kommúnisma Stalíns. Honum fannst alveg ótækt að öll börn fengju ókeypis menntun. Það sem sló mig hvað mest var að þrátt fyrir að mér þætti hugmyndir þessa manns alveg fráleitar og ættu ekki að fá hljómgrunn á Íslandi, þá áttaði ég mig á því að Ísland er algjörlega að verða eins og BNA, og þá verð ég reið. Hvað eru Íslendingar að spá??? Við höfum alla möguleika á að útrýma fátækt á Íslandi, enginn þyrfti að lifa undir fátæktarmörkum. Hægt væri í raun að búa til einhvers konar útópíu hagfræðingsins á Íslandi. Það eru allar aðstæður til þess. Okkar sérstæða sem þjóðar felst í því að hér er gríðarlegur hagvöxtur, hér er mikið af gríðarlega vinnuglöðu fólki og það er rík hefð fyrir jöfnuði á Íslandi. Ég harma það innilega ef stjórnmálamenn ætla sér að fylgja því velferðarkerfi sem hefur verið við lýði í BNA í langan tíma þar sem að ójöfnuður er gríðarlegur og fólk fæðist inn í ákveðna stéttarskiptingu sem erfitt er að brjótast úr. Á Íslandi ætti ekki að vera til stéttaskipting en þrátt fyrir það er til fólk á Íslandi sem telur sig vera af æðri stétt en aðrir og er það lýsandi fyrir hégómakenndir sem eru að brjótast út hérna. Ég held að við eigum okkur ennþá viðreisnarvon sem þjóð. Ég held að fyrsta skrefið  í því væri að koma sjálfstæðisflokknum úr ríkisstjórn. Þar sem það hefur sýnt sig með tímanum og mýmörgum dæmum að allt sem hann stendur fyrir er endurspeglun kapítalismans í BNA.

Þessi þáttur vakti mig því svo innilega til umhugsunar um hvers konar Ísland ég myndi vilja hafa. Ég vona að fleiri hafi séð þennan þátt og lært vel af.


Vingrannir menn í sjálfstæðisflokknum... hvert eiga þeir að leita?

Eru einhverjir fleiri en ég sem pirruðu sig óendanlega á því að vera skráð í sjálfstæðisflokkinn gegn sinni vitund????...... og símann hringjandi dag og kvöld í seinustu viku... allt flæðandi í kosningaáróðri í bréfboxinu?????  Algjörlega óþolandi!!!!!  Hefði ég ætlað mér að kjósa í þessu prófkjöri hefði ég viljandi einungis kosið þá sem hringdu ekki, sendu ekki sms, né bréfpóst né voru með auglýsingar í sjónvarpinu eða blöðunum heldur vildu á einlægan hátt uppfræða mig um baráttu mál sín. Finnst að sjálfstæðismenn ættu að taka sér til fyrirmyndar frambjóðendur í norð-vestur kjördæmi að mig minnir og senda bara einn bækling með upplýsingar um alla frambjóðendur. Þegar kosningar snúast ekki lengur um málefni heldur hvað maður á marga vini sem eiga marga vini sem hringja í alla sína vini og biðja þá um að koma að kjósa e-n tiltekinn frambjóðanda án ástæðu þá er orðið e-ð mikið að....... Ég hef gert það að leik mínum í svona seinustu 2-3 kosningum sem hafa verið hjá sjálfstæðisflokknum að spyrja þann sem hringir: Já, en fyrir hvaða málefnum er þessi frambjóðandi að berjast fyrir??? þá hefur undantekningalaust verið skellt á mig eða verið fátt um svör, jafnvel að menn fari í fýlu..... maður bara spyr sig.. hvernig kosningabarátta er það????? Ef frambjóðandinn hefur ekki einu sinni fyrir því að láta úthringjendur sína vita hver stefnumál sín eru þá get ég ekki ímyndað mér að hann leggi mikið púður í að framfylgja hverju sem hann þykist ætla að áorka á Alþingi. Veit ekki hvort sami háttur er viðhafður í öðrum flokkum landsins og hjá Sjálfstæðisflokknum??

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband