Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Annáll 2006

Ég ætla að nota tækifærið og "glogga" um árið eins og eldri kona sem ég þekki sagði um daginn. Helst ber að nefna í annáli 2006:

Snemma í janúar þessa árs fór ég á afdrifaríka æfingu, hélt ég hefði tognað heiftarlega í rassvöðva við spretthlaup, reyndist síðar hafa sprengt á mér liðþófa í bakinu. Búinn að vera strembinn bati.

Missti báða afana mína með stuttu millibili snemma þessa árs. Þetta tók á fjölskylduna og var erfiður tími. Jón afi, föðurafi minn varð bráðkvaddur í janúar á meðan pabbi var í fríi út á Kanarí.  Kjartan afi, móðurafi minn lést í maí eftir margra ára baráttu við krabbamein. Þeir voru báðir einstakir á sinn hátt og er sárt saknað.

Fór í áætlaða æfingaferð til Spánar í apríl, hún eins og margt annað byrjaði ekki vel á þessu ári, veiktist heiftarlega á öðrum degi, fór á spítala tíunda daginn, hélt að ég væri að fara að kafna úr öndunarvegsstíflu. Ég skelli skuldinni alfarið á húsakynnin, sem lýsa sér best í 3 fm plastkofa uppi í sveit með örliltlum rafmagnsofni í "stofunni". Við vorum 3 stúlkurnar í húsinu, en það var samt ætlað fyrir 4. Ég missti algjörlega alla löngun til utanlandsferða eftir þessa ferð. En ef maður lítur á jákvæðu hliðarnar þá gat leiðin aðeins legið upp á við eftir þessa ferð. Við Sísí vinkona hétum hvorri annarri að svona ferðalag myndi ekki endurtaka sig.

 

_seatour_users_kristin_my_documents_my_pictures_anna_h

Í endaðan maí vatt ég kvæði mínu í kross, skipti um vinnu og flutti með Gunna og Ottó hundinum mínum á Stykkishólm í sumar. Frábær tími. Ótrúlega gaman að skipta aðeins um umhverfi og geta farið í fjallgöngu hvenær sem ég vildi, kynnast nýju fólki, rifja upp tungumálakunnáttuna. Fór að vinna hjá Sæferðum sem er stærsta fyrirtækið í Stykkishólmi og var að sjá um samskipti við ferðaskrifstofur, taka á móti kúnnum og vinna bæði á skrifstofunni og stundum út á sjó. Fórum í margar skemmtilegar ferðir í sumar, bæði í fjallgöngur um Snæfellsnesið og veiðiferðir. Tókum okkur eina viku í að keyra hringinn í kringum landið um Verslunarmannahelgina. Gistum á Seyðisfirði eina nótt hjá mömmu hans Gunna og vorum svo á Unglingalandsmótinu á Laugum í frábæru veðri.

Systir hans Gunna, Heiða, átti svo þann 6.júlí strák sem hefur verið nefndur Egill Airi.

Ég hélt upp á afmælið mitt þann 19.júlí í bænum. Hrefna var svo yndisleg að skjóta yfir okkur húsi þar sem íbúðin var í útleigu. Fórum út að borða á Austur-Indíafjelaginu og fengum besta mat sem ég held að ég hafi á ævi minni smakkað. Það er ennþá verið að tala um matinn :) Fórum svo í dúndur partý til Hrefnu og það var auðvitað geðveikt fjör... ég var allavegna í það miklu fjöri að ég svaf sitjandi í sófanum inni í stofu hjá mömmu....

Svo tók loksins skólinn við aftur. Var orðin ansi fegin að setjast aftur á skólabekk eftir ársleyfi. Er núna á öðru ári í sjúkraþjálfun fyrir þá sem ekki vita. Skólinn gengur annars rosa vel og lítur allt út fyrir að jólaprófin hafi bara gengið glimrandi.

Fór svo í nokkurra daga ferð til Köben með mömmu og Betu systur í tilefni afmæli mömmu í október. Mamma var raunsæ og gerði sér grein fyrir því að nr.1 á forgangslistanum væri að versla. Það gekk með ágætum.Grin

Svo er ég búin að vera að þjálfa krakka á aldrinum 6-11 ára í frjálsum í allt haust. Alls e-r hundrað stykki. Rosa fjör.. getur samt verið andlega mergsjúgandi... það lítur allt út fyrir það að  við fáum þriðja hópinn núna eftir áramót þannig að fjöldinn geti farið upp í 150. Sem er auðvitað frábært ef við náum að halda þeim í sportinu þangað til þau verða eldri.

Svo núna um jólin er búið að vera nóg að gera, fullt af boðum, góðum mat og góðum stundum með fjölskyldunni. Erum núna á Selfossi í húsinu sem pabbi Gunna á og gerum vel við okkur á meðan þau eru á Kanarí í óvæntri brúðkaupsveislu eftir óvænt brúðkaup.

 Annars er árið bara búið að vera stigvaxandi frábært... Er rosalega hamingjusöm, ástfangin og glöð og vona að þið séuð það líka. Sendi öllum vinum nær og fjær áramótakveðju og vonast til að hitta ykkur sem oftast á nýju ári. Vona líka að þið upplifið mikið af hamingju og ást og góðum stundum á nýju ári og munið að vera góð við ástvini ykkar og taka þeim aldrei sem gefnumKissing

Kveðja

Anna Heiða

 


Stórar fréttir

Ég vil byrja á því að óska öllum vinum nær og fjær gleðilegra jóla... sumir eru á Íslandi, aðrir á Indlandi og enn aðrir í Danmörku. Ég vona að sem flestir hafi fengið jólakort frá mér. Kata, Oddný og Björg.. kortin ykkar eru ennþá hjá mér:) Annars kem ég sátt frá jólunum, fékk næstum allt sem ég óskaði mér nema hárþurrku og komst að því strax á jóladag að það hefði nú verið eiginlega eina gjöfin sem mig vantaði hvað mest þar sem ég lét klippa mig þannig að hún er orðin nauðsyn. Annars fengum við Gunni flestar gjafirnar okkar sameiginlegar... það er víst komið að því!!!! Ég fékk samt rosa flottar northface útivistarbuxur frá Gunna og enn aðrar frá mömmu, nokkrar bækur, útvarp, fullt af konfektiSick matvinnsluvél og grillsett Cool. Allt saman frábærar gjafir. Annars fengum við stórar fréttir í gær... pabbi hans Gunna og konan hans Bjarney giftu sig víst í laumi þann 16.des.... og eru þau víst í semi-brúðkaupsferð á Kanarí núna og Kári og Brynhildur eiga von á barni. Fyndið að Gunni kom seinna um kvöldið og sagði við mig: Ég hef sko stórar fréttir... þá segi ég: Nú? Hverjir voru að gifta sig og hverjir eru óléttir... rambaði bara svona beint á þetta. 

En annars þá bara vona ég að þið hafið það gott um hátíðarnarGrin og munið að ég er alltaf til í gott teiti um áramót ef e-m langar að bjóða mér!


Sauna - Nekt - Typpi = Slæmt!

Núna í dag þegar ég var í mínu fimmta jólaprófi af sex... hrundi yfir mig líka svona svakalegur prófleiði.... þetta er farið að minna á prófin í MR. Minnir reyndar að ég hafi farið mest í ca. 15 vorpróf. Annars þessi svakalegi prófleiði lýsti sér þannig að ég var í þriggja tíma prófi í rafmagnsfræði. Eftir ca. klukkutíma var ég búin að svara meira og minna flestu. Þá grípur mig einhver svona tilfinning að ég verði bara að koma mér út.... þannig að ég stóð bara upp og skilaði prófinu svo til hálfkláruðu. Ég vissi alveg að ég hefði getað setið þarna í klukkutíma í viðbót og klárað svörin sem ég var búin með en nei...Gunnarsdóttir hafði bara ekki andlegu getuna til að klára þetta. Hugsa að ég hefði alveg getað hækkað einkunnina um ca. heilan en mér var bara alveg sama. Ég er að vona að þetta versni ekki fyrir tölfræðiprófið á þriðjudaginn....Undecided Þá kannski sleppi ég því bara að mæta!...

Sísí vinkona skrifaði annars skemmtilega færslu á blogginu sínu um Berlínarferð sem hún fór á dögunum. Þar gistu þær á heilsuhóteli þar sem naktir menn í saunu komu að máli. Það minnti mig einmitt á lífsreynslu sem ég lenti í þegar ég var ca. 11 ára. Þá var ég á ferðalagi með fjölskyldunni í Þýskalandi á voða fínu hóteli, Sheraton minnir mig. Ekki nema að þegar mín ætlaði að skella sér í búningsklefann og í laugina þá mætti ég á leiðinni þýskum sköllóttum miðaldra manni, NÖKTUM. Held að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem ég sá typpi á karlmanni síðan ég man eftir mér. Ég hélt í fyrstu að maðurinn væri kannski með lélega sjón og hefði ruglast á klefa en allt kom fyrir ekki, þegar að lauginni var komið voru ekkert nema typpi og píkur út um allt. Þar sem að hafði aldrei heyrt um slíkar nýlendur sökum ungs aldurs var þetta átakanlegt. Ég held að ég hafi skemmst á sál við þessa uppákomu. Enn þann dag í dag finnst mér typpi e-ð hálf kjánaleg.Ninja


Hvernig Ísland vilja Íslendingar hafa?

Það var ansi skemmtilegt innslag í sjónvarpinu áðan þar sem bandarískur prófessor, sennilega í hagfræði, sat undir fyrirspurnum Ólafs Ragnars og fleiri sem ég náði ekki nöfnunum á. Þátturinn hefur sennilega verið tekinn upp fyrir hartnær 20 árum. Þar sem ég hef ekki menntun í hagfræði fannst mér þetta ansi skemmtileg umræða og þrátt fyrir menntunarskort minn sýnist mér að margar af þeim róttæku hugmyndum þessa manns séu við lýði hér á landi í dag. Eins og t.d. hvað varðar skattlagningu á hátekjufólki. Meginefni þessa viðtals var það að maðurinn vildi koma á svipuðu fyrirkomulagi og við var haft í BNA. Íslensku prófessorarnir voru reiðir, það var gaman, þeir voru að verja það fyrirkomulag sem átti sér stað á Íslandi þar sem að möguleika allra væru jafnir frá fæðingu til góðrar menntunar og lífskilyrða og gaman að sjá hvað þeir voru harðákveðnir í því að hvergi væri til betra hagkerfi en á Íslandi. Útlenski maðurinn hélt því fram að á Íslandi væri bananalýðveldi og líkti okkur við kommúnisma Stalíns. Honum fannst alveg ótækt að öll börn fengju ókeypis menntun. Það sem sló mig hvað mest var að þrátt fyrir að mér þætti hugmyndir þessa manns alveg fráleitar og ættu ekki að fá hljómgrunn á Íslandi, þá áttaði ég mig á því að Ísland er algjörlega að verða eins og BNA, og þá verð ég reið. Hvað eru Íslendingar að spá??? Við höfum alla möguleika á að útrýma fátækt á Íslandi, enginn þyrfti að lifa undir fátæktarmörkum. Hægt væri í raun að búa til einhvers konar útópíu hagfræðingsins á Íslandi. Það eru allar aðstæður til þess. Okkar sérstæða sem þjóðar felst í því að hér er gríðarlegur hagvöxtur, hér er mikið af gríðarlega vinnuglöðu fólki og það er rík hefð fyrir jöfnuði á Íslandi. Ég harma það innilega ef stjórnmálamenn ætla sér að fylgja því velferðarkerfi sem hefur verið við lýði í BNA í langan tíma þar sem að ójöfnuður er gríðarlegur og fólk fæðist inn í ákveðna stéttarskiptingu sem erfitt er að brjótast úr. Á Íslandi ætti ekki að vera til stéttaskipting en þrátt fyrir það er til fólk á Íslandi sem telur sig vera af æðri stétt en aðrir og er það lýsandi fyrir hégómakenndir sem eru að brjótast út hérna. Ég held að við eigum okkur ennþá viðreisnarvon sem þjóð. Ég held að fyrsta skrefið  í því væri að koma sjálfstæðisflokknum úr ríkisstjórn. Þar sem það hefur sýnt sig með tímanum og mýmörgum dæmum að allt sem hann stendur fyrir er endurspeglun kapítalismans í BNA.

Þessi þáttur vakti mig því svo innilega til umhugsunar um hvers konar Ísland ég myndi vilja hafa. Ég vona að fleiri hafi séð þennan þátt og lært vel af.


Arnar Erwin Gunnarsson Íslandsmeistari í atskák

Ég verð bara að tileinka þessa færslu stóra brósa sem var að tryggja sér Íslandsmeistara titilinn í atskák rétt áðan. Sjaldan verið jafn stolt af honum. Hann hefur auðvitað oft staðið sig stórkostlega en það er sjaldan sem maður sér það í sjónvarpinu. (Hann vill ekki hafa fjölskylduna að horfa á á mótum )Ótrúlegt alveg hvað ég gat stressað mig yfir þessu... sami fílingurinn og á nettri spennumynd. Það er einnig vert að minnast þess að hann er fyrsti alþjóðlegi meistarinn til þess að vinna mótið. Ég er þó fullviss um það að það er ekki langt í stórmeistarann. Þrefalt húrra fyrir honum... Það þarf auðvitað ekki að ítreka það hvað við systkinin erum miklar keppnismannsekjur, við tökum þetta á hörkunni.

Ég vona að ég verði einhvern tímann svona góð að dansa

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef gaman að gamanmyndum og á það jafnvel til að taka atriði úr eftirminnilegum myndum á góðum stundum.. ég fann eitt atriði sem ég er að spá í að leika eftir næst þegar ég fer í gott stuð

Hérna:


AC/DC... hver veit hvað það er ?

Vá ég er svo mikill snillingur að það eru engin takmörk fyrir visku minni..... Mín semsagt í verklegu prófi í gær... eins og margir vita sem þurfa að fara í svoleiðis þá eru þau talsvert meira stressandi heldur en bókleg próf af því spurningar geta komið úr öllujm áttum. Verkefnið mitt í prófinu var sem sagt að gera S-D kúrvu á biceps brachii.... sem ætti ekki að vera neitt sérstaklega erfitt. Tilgangurinn með S-D kúrvum er að mæla hvort að taug sé óvirk s.s. hvort að tiltekinn vöðvi sé lamaður og hvað gerir Anna Heiða??? Jújú hún byrjar á að biðja lamaða einstaklinginn að spenna vöðvann svo hún sjái betur hvar á að setja elektróðurnar!!!!! Enda fór prófdómarinn að hlæja eins og vitleysingur þegar hún sá þetta... ég var svo orðin svo stressuð og hendurnar á mér titruðu svo mikið að ég gat varla tengt elektróðurnar við tækið... svo endaði ég prófið á að bulla e-ð meira.... Þetta er auðvitað alveg týpískt fyrir mig. Það fyndna var samt að strákurinn sem var í prófinu á eftir mér gerði nákvæmlega sömu vitleysur og ég... og ég bara gat ekki annað en hlegið og aftur þá réð prófdómarinn ekki við sig og skellihló líka og Stebbi kennari fór þá líka að hlægja og greyið strákurinn stóð þarna og skyldi ekkert í því af hverju allir voru að hlægja... mjög pínlegt moment!

Ég vil annars taka það fram að ÉG veit hvað AC og DC er!


nei nei nei nei...

Smá prófskrekkur kominn í mann.. fyrsta prófið er á morgun! Verkleg rafmagnsfræði! Hljómar skemmtilega ekki satt?? Finn að það er kominn skjálfti í hendurnar og öndunin er farin að grynnast.... yndilegur árstími Shocking   Hét sjálfri mér því á seinasta ári að ég myndi negla prófin í ár og að ég yrði að berjast við toppinn í staðinn við fallið. Vona að það eigi eftir að standa. Ég er annars ekki frá því að ég hafi orðið svolítið abbó um daginn þegar stelpurnar voru að segja mer frá því hvað þær væru að fara að gera í sumar.. allar að fara til spennandi landa að vinna sem læknar! Velti því þá fyrir mér hvort ég væri ánægð í mínu námi... þó að ég sé ánægð í sjúkraþjálfuninni.. þá er alveg hugsanlegt að ég hefði orðið ánægð í læknisfræðinni! Hefði alveg getað brugðið til beggja átta. Skrítið hvað ákvarðanir sem maður tekur kannski bara á örskotstíma geta haft áhrif á allt líf manns. Mæli annars með því stelpur að við kannski skellum okkur í jólakortagerð eða e-ð dúllerí 16.des... held að það sé laugardagur... ef þið getið???? Gangi ykkur annars vel í prófum vinir nær og fjærKissing

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband