Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Að lenda í hjólastól

Sumir eru í þannig námi að það krefst þess að þeir sitji allan daginn fyrir framan kennara, í sinni kennslustofu, með tölvuna sína og þeir hlusta og glósa allan daginn. Þeir mæta í skólann og geta verið algjörlega heilalausir allan daginn. Þurfa ekkert að leggja af mörkum til námsins eða taka þátt í kennslustundum að neinu leyti. Ég er EKKI í þannig námi. Í skólanum hjá mér þurfum við að svara spurningum kennara á hverjum degi og almennt vera á tánum varðandi námsefni og annað og fylgjast vel með nýjungum og vera vel lesin í fræðigreinum um námsefnið. Tímarnir geta oft orðið líflegir og umræður orðið heitar. Sem er auðvitað ekkert nema gaman. Enda uni ég mér líka oftast illa þegar ég lendi í tímum þar sem kennari mætir og ætlast ekki til að við leggjum neitt af mörkum til kennslunnar. Ég man mest eftir þeim tímum þar sem ég hef verið að tjá mig um það sem ég hef lesið. Enda geri ég það oft og mikið. Við mismikla ánægju bekkjarfélaga minna. Ég trúi því að nám þar sem þú þarft ekkert að gera annað en að vera þarna og jafnvel ekki það einu sinni sé nám sem þegar þú skilur ekki mikið eftir sig. Hvað muna menn sem þeir hafa bara lært í bókum en aldrei beitt??

En í aðra sálma. Þá er ég svo heppin að í náminu mínu erum við oft í verklegum tímum og brjóta þeir svo skemmtilega upp dagana hjá manni eins og t.d. í dag. Í starfi mínu og námi sem sjúkraþjálfara þarf ég oft að meðhöndla fólk sem þarf að fara ferða sinna í hjólastól. Þess vegna er talið sjálfsagt að við í skólanum lærum hvernig á að nota þessi tæki. Í dag t.d. vorum við í þriggja tíma prógrammi til að læra á þessi tæki. Ótrúlega gaman.... þegar maður þarf ekki að vera í honum lengur en einmitt þrjá tíma í einu!!! En hversu ótrúlega erfitt líka. Ég hefði aldrei trúað því að t.d. einfaldir hlutir eins og að komast upp á gangstétt í hjólastól væru svona erfiðir.... og hvað þá að fara upp stiga eða annað. Ég er nú almennt talin mjög sterk... en ég komst upp eina tröppu. Kraftarnir dugðu ekki í meira. Ótrúlegt alveg, og þá hafði ég handrið sem ég gat notað aðra hendina til að hífa mig upp á. Við æfðum okkur fyrst í að fara upp á planka. Fyrsti plankinn var c.a 5 cm hár. Fólk var bara á hausnum meira og minna, bara við það að reyna að koma sér upp á þennan litla planka, og við vorum öll heilbrigðir einstaklingar með góðan kraft. Hvernig ætli við hefðum staðið okkur ef við værum öll nýkomin af spítala eftir e-ð áfall??? Ég t.d. tók þarna góða byltu. Lenti beint á bakinu og er öll hálf krambúleruð á eftir. Stólinn þeyttist 10m áfram og lenti á næsta manni. Ég hló mig í gegnum sársaukann. Ég hlæ ekki núna........    

Næsti planki var ca 10 cm hár - flestir náðu upp hann á endanum þó það hefði þurft margar tilraunir til og margir duttu illa. Mar og sár staðfesta það. Á endanum var reynt við gagnstéttar hæðina - ca. 15 cm. Ég komst eftir 3 tilraunir en datt alltaf þegar ég þurfti að fara niður. Held að um helmingurinn hafi komist upp á endanum. ... og ég minni á að við erum öll fullfrískt fólk!!!

Ég vona að ég þurfi aldrei að lenda í hjólastól. En ef svo verður e-ð tímann vona ég að fólk átti sig á því að það er nógu mikil fötlun að vera í hjólastól og að fólk í þeirri stöðu þarf ekki á því að halda að umhverfið beinlínis ýti undir fötlun þeirra og geri færniskerðinguna miklu meiri heldur hún þarf að vera. Ímyndið ykkur t.d. að geta ekki:

  • farið út að borða með vinum sínum af því að inn á veitingastaðinn eru svo margar tröppur, það er svo þröngt á milli borða og þú kemst t.d. ekki á klósettið þar ef náttúran kallar.
  • farið í bíó af því það er svo mikið vesen að koma þér upp tröppurnar og svo blokkarðu gangveginn ef e-r þarf að fara fram auk þess að klósettin þar eru oft ekki fyrir fatlaða.
  • þegar þig langar til útlanda þarftu að kaupa tvö sæti auk alls vesenisins við að komast á milli staða.
  • geta ekki unnið þá vinnu sem þig langar kannski að vinna við.
  • geta ekki séð um eigið hreinlæti og kannski ekki klætt sig.
  • getur ekki farið að skemmta þér um helgar.
  • átt erfitt með að fara t.d. út í einfaldan góðviðristúr... af því gangstéttarkantarnir eru svo háir.
  • getur ekki farið neitt út sjálfur á veturna ef það er snjór út af hættunni á að detta.
  • geta ekki keyrt bíl
  • getur ekki farið út ef þig langar fyrir utan þá tíma sem að þjónusta fatlaðra keyrir af því þú færð ekki bíl heim.
  • getur ekki farið í útilegu
  • það eru ekki margir sem vilja verða kærustur eða kærastar fólks í hjólastól
  • þú getur kannski ekki heimsótt vini þína af því þeir búa í blokk eða aðstæðum þar sem hjólastólaaðgengi er ómögulegt.

og þetta er nú bara e-ð fátt sem þarna er talið. Þurfum við að gera þeim þetta erfiðara fyrir heldur en það er nú þegar?? Fólk sem er í hjólastól er fólk sem hefur alveg jafn miklar væntingar um framtíðina og lífið eins og hver annar. Þeim langar til að gera nákvæmlega sömu hluti og þig langar til að gera. Eiga þeir ekki rétt á því líka?? Þeir völdu þetta ekki sjálfir... Fötlunin er ákvörðuð af umhverfinu og þjóðfélaginu en ekki af hjólastólnum sjálfum og manneskjunni í honum.


Hugmyndasamkeppni

Í dag fékk ég mjög svo óvænta og mjög svo veglega peningjagjöf frá eldra fólki sem stendur mér nærri. Skilyrði fyrir peningjagjöfinni var sú að ég ætti að gera e-ð ¨gaga¨ við við peningana, e-ð sem væri fyrir mig sjálfa. Ég reyndi að leggja hausinn í bleyti í dag og hugsa hvað ég ætti að gera við þá en ekki komist að neinni skynsamlegri niðurstöðu. Ég legg því til lesandi góður að þú komir með uppástungur fyrir mig hvernig ég ætti að eyða þessari ótrúlega rausnarlegu gjöf á sem skemmtilegastan og eftirminnilegastan hátt.

 


Íslenskir radíóamatörar

Í vikunni skelltum við Gunni okkur í nokkurra daga ferðalag á Vestfirði. Þangað hef ég ekki farið síðan ég var sex ára þó ég eigi ættir mínar að rekja þaðan. Gunni var að fara í fyrsta skipti. Mjög fínt ferðalag fyrir utan veikindi sem settu strik í reikningin. Strax á fyrsta degi fékk ég e-a kvefdrullu sem er ekki enn farin úr mér. Heldur leiðinlegt og óhentugt þar sem ég stefndi á bætingar í Reykjavíkurmaraþoni á morgun. Leiðinlegt það. En fyrir vestan er margt flott og hýrlegt að sjá. Við gistum fyrstu nóttina á Reykhólum á ágætasta gistihúsi, næstu nótt á Kirkjubóli í Korpudal, Önundarfirði en þaðan á ég ættir mínar að rekja og þar rekur Páll bróðir hans afa gistiheimili. Við gistum þar í góðu yfirlæti Þar sem mamma og amma voru búnar að panta slatta af aðalbláberjum að vestan (því þar eru þau víst best..) skellti mín bara slatta af paratabs og öllu þessu í sig og skellti sér í berjamó. Þar höfum við Gunni sennilega týnt e-r 30kg af aðalbláberjum. Svona líka stórum og flottum að frystikistur eru orðnar fullar. Seinustu nóttina gistum við svo á Tálknafirði. Fínasta pláss. Fengum okkur þar pizzu síðla kvölds, hún átti að vera með pepperoni, gráðosti og e-u fleiru... Eitt er víst og það er að þetta var hvorki gráðostur né pepperoni á pizzunni þó e-ð annað hafi verið á henni. Eigandi staðarins sat við borðið með okkur, þannig að það var ekkert annað að gera en að svolgra þessu í sig og vona það besta um nóttina... Ætluðum svo að taka Baldur til Stykkishólms  á fimmtudaginn en hann var víst bilaður!%&## Þannig að við neyddumst til að keyra alla leiðina í Stykkis. Það er óhætt að segja að þegar við vorum hálfnuð langaði okkur mest að hætta við og synda bara yfir Breiðafjörðinn. Heilhveitis ananas malarvegirnir endalaust þarna. Það stórsér líka á bílnum eftir þessa vegi þarna á sunnanverðum kjálkanum. Svo mikið að við þurfum hugsanlega að láta sprauta alla vinstri hliðina á bílnum Crying En þrátt fyrir það ákaflega hugguleg og góð ferð.

Á leiðinni í bæinn á fimmtudaginn vorum við svo að hlusta á Rás 2 í bílnum. Þar var e-r menningartengdur þáttur á dagskrá. Ég legg við hlustir. Þar er viðtal við mann sem sjálfviljugur kallar sjálfan sig radíóamatör. Í fyrstu held ég að þarna sé í gangi létt glens hjá Tvíhöfða. Ég hefði trúað þeim einum til að finna upp orð eins og radíóamatör. Allavegna.. Ég hlusta og reyni að komast til botns í þessu. Þá kemur upp úr krafsinu að um er að ræða hóp einstaklinga sem er saman í félagi Radíóamatöra á Íslandi og telur fjöldinn um 50 stykki í þessu félagi. Að vera radíóamatör er sem sagt að vera maður (meirihluti karlmenn, ótrúlegt!!) sem hefur gaman af að búa til útvarpssendi og senda skilaboð til annarra radíóamatöra víðsvegar um heiminn. Menn geta svo átt radíóamatöra vini erlendis og hérlendis sem senda skilaboð sín á milli reglulega líkt og pennavinir. Þessir menn hittast reglulega og ræða sitt áhugamál og halda jafnvel alheimsþing og keppnir.  Til þess að verða radíóamatör þarf maður víst að fara á námskeið hjá smgönguráðuneytinu til að geta stundað þetta. Við að heyra þetta viðtal sem b.t.w. ég var nokkuð lengi að átta mig á að var ekki djók... setti þetta nýjan standard hjá mér hvað varðar að skilgreina nörd. Svo þið haldið að ég sé ekki að djóka þá er hérna linkur á heimasíðu radíóamatöra á Íslandi :  http://www.ira.is/islensk.html Þeir sem misstu af þessu stórskemmtilega viðtali á fimmtudaginn bendi ég á að fara á vef rásar 2 og hlusta, það er jafnvel e-r þarna úti sem hefur leynilegan áhuga á að verða radíóamatör... hver veit?

Skilgreining radíóamatöra á sjálfum sér, fengið á vef þeirra:

  • Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það.

  • Margir halda að amatörradíó gangi einungis út á að hafa samband við Jóa í Ástralíu eða Sigga á Hornafirði. Þó að það sé einn hluti áhugamálsins þá fer því fjærri að það sé það eina sem radíóamatörar gera.

  • Frá upphafi og þó sérstaklega fyrr á árum þá smíðuðu radíóamatörar flest sinna tækja sjálfir og er þá átt við senda, móttakara, loftnet og önnur þau tæki sem til þurfti til að komast í loftið. Og þó að smíðar á stærri tækjum hafi minnkað á seinni árum þá eru menn ennþá að. Það er ákveðið sport að smíða sendi sem passar inn í eldspýtustokk með sendiafli u.þ.b. ½ watt og sjá síðan hvað hann dregur langt. Á slíkan sendi hefur verið haft samband frá Íslandi til Nýja Sjálands sem er u.þ.b. 17.000 km. vegalengd. Einnig er nokkuð um að menn kaupi sér íhlutasett og setji síða saman sjálfir. Þar má m.a. telja senda, móttakara, morselykla og fleira.

  • Smíði eigin loftneta hefur alltaf verið stór hluti af áhugamálinu.

  • Margir hafa áhuga fyrir því að hafa samband við sem flest lönd og því sjaldgæfari því betra. Veit t.d. einhver hvar Bouvet eyja, sem hefur forskeytið 3Y, er og hver ræður yfir henni?

  • Sambönd af þessu tagi eru oft notuð til að sækja um ýmiskonar Diplómur eða Awörd sem gefin er út af radíóamatörum og félögum þeirra í þúsundatali vítt og breytt um heiminn.

  • Félagslegihlutinn af þessu áhugamáli er oft vanmetinn. Félagslíf er oft blómlegt og skiptir aldursmunur þar oftast litlu máli. Sextán ára og sjötugur geta rætt um þetta áhugamál sitt af sama áhuga.

  • Radíóamatörar hafa smíðað fjölda fjarskiptagervitungla, sem svífa um himingeiminn og eru notuð til samskipta milli þeirra. Gervitungl þessi, sem nefnd eru OSCAR (Obiting Satellite Carrying Amateur Radio) fá gjarnan að fljóta með, sem aukahlutur þegar verið er að skjóta einhverju öðru upp.

  • Keppnir af ýmsu tagi eru stór hluti af áhugamálinu en þær byggjast venjulega á því að hafa sem flest sambönd við aðra amatöra á ákveðnu tíma bili.

  • Ýmsir frægir menn og þjóðhöfðingjar eru og hafa verið radíóamatörar og sá þekktasti er líklega Hússein heitinn Jórdaníukonungur en hann var nokkuð virkur sem radíóamatör.

  • Fjöldi radíóamatöra í heiminum skiptir milljónum en á Íslandi eru í dag um 150 til 200 manns með radíóamatörleyfi.

  • Til að öðlast slíkt leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst og Fjarskiptastofnun.



já út á gólfið,ekkert stress... því nú er kominn tími til að dansa!

Ég átti mín slökustu móment í djammlífinu síðan ég varð klúbbfær um seinustu helgi þegar við Gunni skelltum okkur í Skaftafell með litlu systur og vinkonu hennar á sjálfa verslunarmannahelgina. Ég skil ekki alveg hvað mér gekk til að fara á þennan annars ágæta stað um verslunarmannahelgi.. Þrátt fyrir það var bara nokkuð gaman. Fyrir utan annars nokkuð kaldar og hávaðasamar nætur. Þetta er einhver ládeyða sem ég þarf að rífa mig upp úr sem fyrst. Til þess að blása smá lífi í tuskurnar er ég að spá í að skella mér á dansnámskeið hjá ,,So you think you can dance,, kallinum (Karaty e-ð...)í WC eftir tvær vikur. Ég læri þá kannski e-r ný spor sem yrði gaman að sýna í bænum við vonandi góðar undirtektir. Finn að ég þarf að rifja upp gamla neistann sem hefur verið hálfslökktur síðan Hverfisbarinn fór að verða staður fyrir kjötbollur og gríska gæja sem heita Helios. Ég er að vona að hún vinkona mín hún Sísí sýni kannski áhuga á að koma með mér?.... Aðrir eru einnig velkomnir. Kostar held ég bara e-n 6000 kall fyrir heila helgi. Þrátt fyrir gífurlega sannfæringu um eigin getu á danssviðinu er ég samt að spá í að fara á byrjendanámskeið... Það er betra að vera stjarna innan um meðalljón heldur en kjáni innan um atvinnumenn.

Þessar eru nokkuð góðar...

 

Skemmtið ykkur rólega um helgina :)


Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband