Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Max?.... Max hvað?.... Max verð?.... Max tax?...... Max okur?

Með hækkandi aldri finn ég mig meir meir í hlutverki ábyrgu húsmóðurinnar. Eftir því sem verslunarferðum í matvöruverslanir hefur fjölgað hef ég lent oftar en ég kæri mig um í því að vera ofrukkuð um vörur sem ég var kannski ekki að kaupa eða þá að ég er rukkuð um fleiri vörur en ég var með eða þá að vörur á kassa samræmast ekki verði á hillu. Er ég þá vön að láta í mér heyra og krefjast leiðréttinga, oft við lítinn fögnuð starfsfólks og annarra í röðum og slíkt. Verra er þó þegar maður fattar ekki fyrr en heim er komið að ekki var rétt rukkað.

Það sem ofbauð mér hinsvegar í dag var af aðeins öðrum toga. Fyrir réttum mánuði síðan fór ég í Max raftæki og keypti mér eitt stykki Indesit 1600 snúninga þvottatryllitæki. Verðið á stykkinu þá voru heilar ca. 75 þús krónur (afrúnnað..). Þótti mér það heldur mikið fyrir tækið en lét mig þó hafa það (óþvegið....) Nú í dag lagði ég leið mína aftur í þessa sömu verslun.  Bara af forvitnis sökum tékkaði ég á því hvað vélin kostaði í dag....... viti menn, nákvæmlega sama vél kostaði nú í dag 124 þús krónur heilar!!!!!!!!!!!

Ég lagði það nú á mig að skamma verslunarmanninn og sagði honum að þegar ég hafi keypt mína vél hafi evran verið í kringum 135 kr. Þó að evran hefði hækkað upp í 156 kr þá væri það ca 15 % hækkun á gjaldmiðlinum en að varan hefði hækkað um e-ð í kringum 75%.......... Hvaða glóra er í því? Einu svörin sem ég fékk frá afgreiðslumanninum voru þau að nýja sendingin væri dýrari en sú gamla. Komm onnnnnn !!!!!!!!!!!! 

P.s. Ég ætti kannski að fá að skila tækinu og fá endurgreitt. Það væri ansi góðir vextir á einu mánuði, að fá 50 þús kr ávöxtun af 75 þús kr.....


Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband