Leita í fréttum mbl.is

Hrekkjalómur..

Núna um helgina fóru ég, Gunni og Þórey með krakkana okkar í frjálsum austur á Laugarvatn í æfingabúðir. Mikið gaman og mikið fjör. Allt þar til.....

Á laugardagskvöldið voru krakkarnir með kvöldvöku. Þar var einsöngur, leikrit, dansatriði, söngvaatriði og fjöldasöngur og fleira skemmtilegt á dagskrá. Ekkert nema gott um það að segja. Í lok kvöldvökunnar voru svo ljósin slökkt og krakkarnir sögðu draugasögur upp á gamla mátann. Alveg myrkur og allir sátu í hring á gólfinu. Margar sögurnar voru ansi spúkí. Í lokin stóðst ég svo ekki mátið að gera e-ð skemmtilegt. Ég fór fyrir utan húsið, læddist að gluggunum, setti upp peysuhettuna og lamdi og öskraði á gluggana eins og óð manneskja....  Krakkarnir öskruðu eins og þau ættu lífið að leysa.

Ég hef aldrei heyrt annað eins!!!!!!!

Svo urðu þau svo hrædd að þau fóru bara að gráta.... Þau gátu sum hver ekki sofið um nóttina og voru með myrkfælni á háu stigi. Vona að ég verði ekki til þess að þau fái e-a myrkfælni phóbíur eftir þetta. En skemmtilegt var það þrátt fyrir allt. Langt síðan ég hef hrekkt einhvern. Mæli með hressandi hrekkjum af og til.

 

myrkfælni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahahahahahahahahahahahahahahaha!!!! Anna...þú ert svo mikill púki!!

Harpa (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:35

2 identicon

Hahahaha,  gaman að vera saman.  Þú kannt þetta vinkona ;)

Sísí (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:49

3 identicon

Og ég var ein af þeim sem gat ekki sofnað...... án djóks!!! hehehe

Þórey (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband