Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Næstum farin til Ítalíu....

Þegar þetta er skrifað eru 4 tímar þangað til ég þarf að fara að skella mér upp á völl. Ég er ekki búin að pakka, né klára allt sem ég þarf að gera áður en ég fer út eins og að finna ferðatöskur í geymslu sem er svo full að ég gæti drukknað í dóti ef ég dirfist að opna hana. Gunni er ennþá úti að keyra út pakka og jólakort sem gleymdist að senda. Ég er búin að vera að fatta hitt og þetta sem hefur gleymst í dag... en það verður bara að hafa það. Ég er að vona að ég nái kannski dúr í einn eða tvo tíma áður en við leggjum í hann. Flug kl.7:30 til 12:00 og svo aftur kl.16:00 til 18:00 og þá erum við loks komin á áfangastað, til Italíu. Þannig að þetta verður frekar langur dagur á morgun.

Ég ætla bara að segja við ykkur vini nær og fjær:

Það var ekki tími til að senda eða skrifa jólakort í ösinni seinustu daga. Þið sem hefðuð fengið jólakort þið vitið hver þið eruð. Ég lofa í staðinn að senda ykkur jólakort á næsta ári :) Þá verð ég ekki í jólaprófum alveg á seinasta snúningi. Mig langar bara að þakka ykkur vinum mínum sem eruð algjört æði og ógó skemmtileg fyrir seinasta ár sem var mjög skemmtilegt. Hefði ekki verið jafn skemmtilegt án ykkar. Margt skemmtilegt sem var brallað og vonandi verður næsta ár ennþá skemmtilegra. Vona að allir hafi það gott yfir jólin og áramótin. Hafið sem mest af ást og kærleik og yndisemdum í lífum ykkar á næsta ári.

Buon anno e buon natale. Auguri da Italia...

P.s. Þið stelpur sem eruð á leið aftur af landi brott í byrjun janúar (sem by the way eru allt of margar!!!!) Hvað segiði um að hafa þrettándapartý laugardaginn 5.jan? Ég er game ef þið eruð game???


Skrumskæling á vísindum

Mér finnst oft ansi áhugavert að sjá auglýsingar frá hinum og þessum sjálfskipuðum brautryðjendum í hreyfingu og heilbrigði. Oft æði stórtækar yfirlýsingar á krafti æfinganna og útkomunni. Oft svo gapandi yfirlýsingagleði að maður bara skilur ekki miðað við fögur fyrirheit af hverju það hafi ekki bara allir stokkið til og keypt sér kortið eða tækið. Oft brennur það við að áhrifin ná svo langt út fyrir svið æfinganna að halda mætti að um eitthvers konar undralyf væri að ræða. Það bókstaflega bara lagar allt og bætir allt, hvort sem það eru sjúkdómar, vanlíðan eða annað. Skiptir ekki máli hvort um er að ræða þá andlega hluti eða líkamlega. Oftast fylgir svo ekki sögunni að áhrif hreyfingarinnar, meðhöndlunarinnar eða hvað það er sem er verið að auglýsa hefur aldrei verið rannsakað með vísindalegum hætti heldur er einungis um að ræða skáldlegan texta skrifaðan af manni sem hefur bara "persónulega reynslu" af áhrifamætti umtalins fyrirbrigðis.

Eitt af því fyrsta sem ég lærði sem nemi í sjúkraþjálfun var gagnrýnin hugsun. "Evidenced based" hugsun. Það felur í sér að taka ekki öllu sem sagt er sem gefnu. Kanna bakferilinn. Skoða rannsóknir. Hvað er það sem styður það að þetta sé að virka. Svona fyrir utan bara almenna líðan. Er þetta að breyta e-u lífeðlisfræðilega. Oftast er það þannig að þegar ég hef spurt einstaklinga sem mér þykir vera að alhæfa einum of mikið um ágæti e-s tækis eða meðhöndlunar eða hvað það nú er, um hver lífeðlisfræðilegu áhrifin séu, hvort það séu rannsóknir sem styðja það, eða bið bara um einhverja röksemdarfærslu fyrir áhrifunum...... þá er það nú yfirleitt þannig að maður kemur að tómum kofanum eða þá að rökin sem færð eru til sönnunar standast ekki vísindalegan grunn. Einkennandi fyrir meðferð sem ekki er byggð á vísindum er að hún segist geta lagað allt. Slíkt fólk grípur oft til stórra orða, orða sem það þekkir kannski ekki nógu vel og skilur ekki meiningu þess en notar þau af því þau hljóma svo vel, svona eins og: efnafræðileg orkuframleiðsla, bættur blóðrásarhringur og fl.

Í flestum eru þetta illa þenkjandi fólk sem hefur gripið e-a vísindalega staðreynd og skrumskælt hana sjálfum sér til bóta.

Ég ætla ekki að fara að nefna dæmi hérna. Enda kannski ekki rétti staðurinn til þess. Oft hef ég þó lent í rökræðum við ýmsa aðila bæði fagaðila sem og bara almenna leikmenn um ágæti hinnar og þessarar meðferðar eða hvað það nú er. Ítrekað hef ég lent í því að fólk sem hefur ekki skilning eða grunnþekkingu á hvorki starfsemi líkamans né almennri lífeðlisfræði skilur bara ekki röksemdarfærsluna. Það er fólkið sem tautar fram í rauðan dauðann um hvað hitt og þetta "virki nú svo svakalega vel á sig" og neitar að taka sönsum. Það bara vill ekki hlusta og vill ekki skilja. Ég er hætt að eyða orkunni í að reyna að rökræða við slíkt fólk. Það má eyða peningunum sínum í þessa hluti fyrir mér.....

Nú er ég hinsvegar svo heppin að þekkja mikið af kláru og almennt vel þenkjandi liði sem skilur hvað ég er að segja. Ég ætla að leyfa textanum sem hér fylgir á eftir að dæma sig sjálfan og hvern þann sem skrifaði hann án þess að ég komi með sleggjudóma um ágæti ropeyoga. Þetta er fengið á www.ropeyoga.is 

ROPE YOGA EYKUR BLÓÐSTREYMI TIL MELTINGARFÆRANNA
Þegar blóðstreymi eykst í meltingarfærunum þá eykst brennslan í sama hlutfalli.

ROPE YOGA EYKUR SÚREFNISTÖKU Í KVIÐARHOLI
Meðvituð öndun í Ropeyoga kerfinu flytur aukið súrefni um kviðarholið, sem síðan eykur og bætir flesta starfsemi líkamans.

ROPE YOGA BÆTIR MELTINGU NÆRINGAREFNA
Súrefni og aukið blóðstreymi bætir úrvinnslu nauðsynlegra næringarefna. Blóðið flytur öll helstu næringarefni til líkamsfrumana á meðan súrefnið heldur frumunum gangandi. Ropeyoga hvetur upptöku næringarefna og eykur meltingu/brennslu.

ROPE YOGA MINNKAR EITURÁHRIF
Aukin blóðhringrás, meira súrefni og Ropeyoga, sem í raun "nuddar innri líffæri," valda því að líkaminn á auðveldara með að losa sig við og brjóta upp eiturefni.

ROPE YOGA BÆTIR BRENNSLU
Ropeyoga eykur fitubrennslu og uppbyggingu vöðva, ekki aðeins í kviðarholinu heldur um allan líkamann. Þetta verður til við samvirkni blóðrásarinnar, öndunnar, hormónastöðu og efnarfræðilegrar orkuframleiðslu.

ROPE YOGA EYKUR VÖÐVASKIPAN INNRI LÍFFÆRA
Maginn, jafnt sem stór og smá innri líffæri, eru gerð úr vöðvum sem þurfa reglubundna hreyfingu og vöðvasamdrátt til að geta starfað. Ropeyoga styrkir þessa vöðva sem svo bæta upplausn fæðunnar og hreyfingu meltingarveggjanna, sem er besta leið fæðunnar um meltinga kerfið.

Þess má geta að ekki fundust neinar upplýsingar um rannsóknir eða annað á síðunni sem staðfestu þessar kenningar...... 


Nörd

A.pancreaticaduodenale er greinilega ekki það sama og a.hepaticaduodenale.............. Ég var í prófi í morgun í iðraanatómíu.... ég átti að skrifa niður greinar a. mesenterica sup. Ég vissi nákvæmlega hvaða æðar ég átti að skrifa en alltaf kom þetta helvítis nafn upp í hugann á mér og jafnóðum skrifaði ég það niður.... þó ég hafi strokað það út skrifaði ég það alltaf aftur. Þetta er búið að vera að pirra mig í allan dag. Meira en ég get lýst.

Hver segir svo að maður verði ekki bara hreint geðveikur af svona miklum lærdóm?

Ég tók all-nighter á þetta í nótt svaf ekkert fyrir prófið. Hef ekki beinlínis gert það áður en oft verið ansi nálægt því. Ég reyndi að leggja mig í smá stund en ég fór þá bara að svitna ennþá meira af stressi. Ákvað þá að ég gæti alveg eins eytt orkunni í það að reyna að læra e-ð eins og að rembast við að sofna með púlsinn í 160. Ég er alveg búin með allar neglur... þær eru komnar upp í kviku. Það er bara ekkert sældarlíf að vera námsmaður, ég get alveg kvittað fyrir það.


Konfekt

VIð stelpurnar héldum stórskemmtilegan jóladag á sunnudaginn. Hittumst allar og gerðum konfekt saman. Að gefinni reynslu var mætt snemma. Rétt rúmlega 10 um morguninn. Við vorum svo að alveg til tæplega 10 um kvöldið. Þá vorum við allar orðnar vel klyfjaðar af súkkulaði af öllum tegundum með mismunandi fyllingum og góðgæti. Ég hugsa að ég hafi búið til e-r 3-4 kíló af dýrindisfallegu og ljúffengu konfekti. Það var svo ótrúlega glansandi flott og fullkomið alveg hreint. Þar sem ég ætlaði að baka meira um kvöldið var ég klyfjuð af fleiri innkaupapokum og dóti þegar ég kom heim......

Svo að ég missti dallinn með allt fína og flotta súkkulaðið mitt hérna fyrir utan á bílastæðinu heima!!!

Súkkulaðið brotnaði og beyglaðist allt saman meira og minna. Ég varð svo brjáluð að ég öskraði geðveikt hátt og stappaði niður fætinum! Þá kemur e-r maður hlaupandi út úr blokkinni og hélt að ég hefði slasað mig e-ð svakalega víst ég öskraði svona....... en það var víst ekki. Bara aumingja molarnir mínir sem ég ætlaði að gefa öllum í jólagjöf.


Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband