Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
22.1.2007 | 14:41
Já svona er þetta bara...
Ágætis helgi liðin. Gunni kom í bæinn á föstudaginn og í tilefni bóndadagsins bauð hann okkur út að borða á Ítalíu, fengum ágætis mat og vín. Ég bauð honum hinsvegar í bíó. Fórum á The Prestige. Ágætis ræma. Var samt búin að uppgötva fléttuna eftir svona klukkutíma. Það var gengið ansi langt í því að tryggja að fólk næði örugglega twistinu. Laugardagurinn fór svo mestur í að vera með krökkunum á Stórmóti ÍR sem var í Höllinni. Vorum með stóran hóp af krökkum að keppa. Erfiðast fyrir þessar elskur var að keppa í 600m hlaupunum, þau voru sum farin að gráta eftir fyrsta hringinn enda mörg að hlaupa svona langt í fyrsta sinn. Það lá við að ég færi að gráta með þeim, það fékk svo mikið á mig að horfa á þau. Stoltið líka svakalegt þegar vel gekk, sérstaklega hjá þessum yngri.
Er búin að vera að uppgötva sjálfa mig sem e-a fyrirmynd fyrir þessa krakka. Það hvernig ég bregst við árangri þeirra og getu getur haft rosa áhrif á sjálftraust þeirra. Ég reyni að hrósa hverjum og einum fyrir a.m.k. einhvern einn hlut á hverri æfingu. Reyni líka að passa mig að hrósa öllum jafnt og gefa mig jafnt að þeim. Líka þeim sem eru erfiðþ Gaman samt að þessum 6-9 ára aldri. Þau eru svo einlæg og skemmtileg. Koma alltaf og faðma mann þegar þau koma á æfingu. Stelpurnar litlu héldu að ég væri 16 ára. Það er svo gaman að þau gera engan greinarmun á 15 og 25. Fyrir þeim er maður bara fullorðin.
Á laugardagskvöldið hélt Hrefna svo upp á 23 ára afmælið. Gott teiti. Fullt af fólki. Ég var ein af þeim fáu sem þekkti flesta þarna annars var það svona frekar hópaskipt. Ég ætlaði að hjálpa til við að hrista mannskapinn saman og hafa e-n samkvæmisleik. Stoppdans varð fyrir valinu. Það voru ekki allir jafn spenntir fyrir þessu uppátæki mínu og ég. Nokkrar tilraunir voru gerða til að hefja leikinn en jafnóðum biluðu græjurnar. Ég er ennþá með verðlaunin í töskunni sem ég hét sigurvegaranum. Held annars að það mætti hafa meira af leikjum í partýjum.. og þá er ég að meina e-ð annað en drykkjuleikjum. Fórum svo niður í bæ rétt fyrir 3. Ansi troðið og litlir möguleikar fyrir stóran hóp stúlkna að reyna að komast e-s staðar inn. Ég var svo farin að finna fyrir því að ég væri að verða veik svo ég bauð ekki í það að bíða e-s staðar í röð, illa klædd í e-a klukkutíma þannig að ég fór bara heim.
Sunnudagurinn var svo bara rólegur. Ætlaði á skíði en þar sem ég var eiginlega orðin bara veik var það ekki í myndinni. Horfði annars á Dreamgirls tölvunni í gær. Verð að segja að hún stóð ekki alveg undir væntingum. Endirinn var e-ð snubbóttur og sagan ekki nógu trúverðug. Hefðu mátt minnka sönginn alveg um nokkur lög. Þessi mynd snart ekki neina strengi í mínu hjarta.
En er annars bara lögð í bælið... komin með hálsbólgu, nefrennsli og eyrnarverk Einkennilegt að ég gríp sjaldan svona umgangspestir. En þegar ég verð veik þá verð ég yfirleitt MJÖG veik. En það gerist líka bara svona á 2 ára fresti. Þá fæ ég e-a skæða víruspest. Eins og þeim sem voru með mér á Spáni um páskana seinustu urðu vitni að.
Hvað segið þið annars frjálsíþróttastelpur gömlu um að hafa saumaklúbb um næstu helgi? Finnst bara of langt síðan við höfum allar komist í saumaklúbb saman.
7.1.2007 | 00:47
Góð saga
Jæja jólin endanlega búin. Fór í mat til múttu áðan og svo var farið út til að klára flugeldana sem voru ekki sprengdir á gamlárs. Mamma var þar fremst á meðal jafningja... hún var alveg óð kerlingin. Setti heilan pakka af rakettum í standinn, kveikti á einni og hélt að þá myndi kvikna á hinum... við áttum fótum okkar fjör að launa í kjölfarið þar sem að rakettan flaug ekki nema um 1 meter upp í loftið. Þetta hélt svo áfram.... hún vildi helst bara að sprengja allt í einu. Mátti þakka fyrir að hún hafi ekki bara tekið kassann og kveikt í honum í heilu lagi. Hundurinn fékk að fara með... hann vildi bara borða stjörnuljósin. Var frekar stressaður greyið.
Skólinn byrjar annars á mánudaginn. Fáránleg stundataflan, flestir tímarnir eru eftir hádegi og aldrei sama stundataflan viku eftir viku þar sem að við erum að fá nýja kennara í hverri viku. Það gerir það að verkum að það er ansi erfitt að skipuleggja frjálsarnar hjá krökkunum. Ef það eru e-ir sem voru í frjálsum ¨in the old days¨ og langar að fá gott tímakaup við að hjálpa mér af og til þá mega þeir endilega bjalla í mig.
Ég lenti annars í skemmtilegu símtali í gær. Fyrir þá sem ekki vita þá er Lettnesk kona að leigja eitt herbergið í íbúðinni hjá mér og ég veit ekki hvað hún heitir.
Ring ring..
Ég: Halló?
Kona með pólskum hreim: Hæ, Þetta er Agnieska.
Ég: Já, hæ! (og hélt að þetta væri leigjandinn)
Kona: Ég er í þvottahúsinu og get ekki kveikt ljósið!
Ég: Já, ok, heyrðu ekkert mál, ég er heima og kem bara niður (samt hissa hvað hún talaði góða íslensku þar sem hún segir yfirleitt ekki orð hérna)
Ég mæti niður í þvottahús og það er enginn þar nema e-r strákur sem var að tengja þvottavél. Ég stend þarna í smá stund og var að velta þessu fyrir mér... hann horfir frekar undarlega á mig eftir að ég er búin að standa þarna í nokkrar mínútur þangað til að ég átta mig á þessu.
Á leiðinni upp fæ ég svo SMS frá sama númeri sem á stóð: Steinunn, ég er búin að tengja ljósið. Á ég að fara?....
Váááá hvað mér leið eins og fávita á eftir!!!!!
Ég ætla annars að sofa hressilega út á morgun þannig að ekki hringja í mig fyrr en í fyrsta lagi kl.15 ef þið voruð að spá í því.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006