Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Lyfjabruðl

Það er skemmtilegt að segja frá því að ég var búin að skrifa skemmtilegan pistil um óþarfa lyfjaát - sem  datt svo bara út. Helvíti leiðinlegt. Hef ekki lent í þessu áður. Hef þó ekki nennu í mér til að skrifa hann aftur

Mergur málsins : ekki taka verkjalyf, bólgueyðandi, pensillín, hormón og vítamín og slíkt að óþörfu.

Það er í óþökk líkamans og gerir ekkert annað en að trufla innra jafnvægi hans (homestasis) og upplifun á t.d. sársauka. Sársauki eru skilaboð líkamans um misþyrmingu og skemmdir. Það er eðlilegt og ef við deyfum þá tilfinningu þá erum við um leið að blekkja sjálf okkur um að ástandið sé í raun betra en það er.

Ástæðan fyrir því að ég skrifaði upphaflega þennan pistil er sú manngerð sem tekur bara þau lyf sem eru þeim næst og taka sénsinn á að það sé í lagi að borða þau. Mamma á þetta til - þekkir ekki nafnið á lyfinu en heldur að þetta eins og íbúfen - þá er það í raun kannski vökvalosandi eða e-ð álíka. Tekur bara sénsinn. - Gunni átti svipað móment áðan. Við ætluðum upp í skóla og læra massívt í kvöld. Taka þéttan læridag á þetta. Hann sér eitthverjar töflur í hanskahólfinu sem eru merktar koffínatín. Hann heldur eðlilega að þetta séu koffíntöflur. Spyr engan - bara borðar nokkrar - hugsar sér að nú verði sko tekið á því. Hann sýnir mér svo hylkið og segist hafa tekið nokkrar koffín töflur til að halda sér vel vakandi. Hann skildi svo ekkert í því að hann var e-ð svo þreyttur og slappur. Ég náttúrulega spring bara úr hlátri þegar hann sýnir mér þetta af því að ég átti þessar töflur og koffínatín eru sjóveikitöflur og valda syfju og sljóleika. - til að gera langa sögu styttri - þá liggur Gunni núna á e-m stólum hérna uppi í skóla, steinsofandi og hrjótandi og búinn að vera það í góða 2 tíma....... Sumir læra bara aldrei!


Að lenda í hjólastól

Sumir eru í þannig námi að það krefst þess að þeir sitji allan daginn fyrir framan kennara, í sinni kennslustofu, með tölvuna sína og þeir hlusta og glósa allan daginn. Þeir mæta í skólann og geta verið algjörlega heilalausir allan daginn. Þurfa ekkert að leggja af mörkum til námsins eða taka þátt í kennslustundum að neinu leyti. Ég er EKKI í þannig námi. Í skólanum hjá mér þurfum við að svara spurningum kennara á hverjum degi og almennt vera á tánum varðandi námsefni og annað og fylgjast vel með nýjungum og vera vel lesin í fræðigreinum um námsefnið. Tímarnir geta oft orðið líflegir og umræður orðið heitar. Sem er auðvitað ekkert nema gaman. Enda uni ég mér líka oftast illa þegar ég lendi í tímum þar sem kennari mætir og ætlast ekki til að við leggjum neitt af mörkum til kennslunnar. Ég man mest eftir þeim tímum þar sem ég hef verið að tjá mig um það sem ég hef lesið. Enda geri ég það oft og mikið. Við mismikla ánægju bekkjarfélaga minna. Ég trúi því að nám þar sem þú þarft ekkert að gera annað en að vera þarna og jafnvel ekki það einu sinni sé nám sem þegar þú skilur ekki mikið eftir sig. Hvað muna menn sem þeir hafa bara lært í bókum en aldrei beitt??

En í aðra sálma. Þá er ég svo heppin að í náminu mínu erum við oft í verklegum tímum og brjóta þeir svo skemmtilega upp dagana hjá manni eins og t.d. í dag. Í starfi mínu og námi sem sjúkraþjálfara þarf ég oft að meðhöndla fólk sem þarf að fara ferða sinna í hjólastól. Þess vegna er talið sjálfsagt að við í skólanum lærum hvernig á að nota þessi tæki. Í dag t.d. vorum við í þriggja tíma prógrammi til að læra á þessi tæki. Ótrúlega gaman.... þegar maður þarf ekki að vera í honum lengur en einmitt þrjá tíma í einu!!! En hversu ótrúlega erfitt líka. Ég hefði aldrei trúað því að t.d. einfaldir hlutir eins og að komast upp á gangstétt í hjólastól væru svona erfiðir.... og hvað þá að fara upp stiga eða annað. Ég er nú almennt talin mjög sterk... en ég komst upp eina tröppu. Kraftarnir dugðu ekki í meira. Ótrúlegt alveg, og þá hafði ég handrið sem ég gat notað aðra hendina til að hífa mig upp á. Við æfðum okkur fyrst í að fara upp á planka. Fyrsti plankinn var c.a 5 cm hár. Fólk var bara á hausnum meira og minna, bara við það að reyna að koma sér upp á þennan litla planka, og við vorum öll heilbrigðir einstaklingar með góðan kraft. Hvernig ætli við hefðum staðið okkur ef við værum öll nýkomin af spítala eftir e-ð áfall??? Ég t.d. tók þarna góða byltu. Lenti beint á bakinu og er öll hálf krambúleruð á eftir. Stólinn þeyttist 10m áfram og lenti á næsta manni. Ég hló mig í gegnum sársaukann. Ég hlæ ekki núna........    

Næsti planki var ca 10 cm hár - flestir náðu upp hann á endanum þó það hefði þurft margar tilraunir til og margir duttu illa. Mar og sár staðfesta það. Á endanum var reynt við gagnstéttar hæðina - ca. 15 cm. Ég komst eftir 3 tilraunir en datt alltaf þegar ég þurfti að fara niður. Held að um helmingurinn hafi komist upp á endanum. ... og ég minni á að við erum öll fullfrískt fólk!!!

Ég vona að ég þurfi aldrei að lenda í hjólastól. En ef svo verður e-ð tímann vona ég að fólk átti sig á því að það er nógu mikil fötlun að vera í hjólastól og að fólk í þeirri stöðu þarf ekki á því að halda að umhverfið beinlínis ýti undir fötlun þeirra og geri færniskerðinguna miklu meiri heldur hún þarf að vera. Ímyndið ykkur t.d. að geta ekki:

  • farið út að borða með vinum sínum af því að inn á veitingastaðinn eru svo margar tröppur, það er svo þröngt á milli borða og þú kemst t.d. ekki á klósettið þar ef náttúran kallar.
  • farið í bíó af því það er svo mikið vesen að koma þér upp tröppurnar og svo blokkarðu gangveginn ef e-r þarf að fara fram auk þess að klósettin þar eru oft ekki fyrir fatlaða.
  • þegar þig langar til útlanda þarftu að kaupa tvö sæti auk alls vesenisins við að komast á milli staða.
  • geta ekki unnið þá vinnu sem þig langar kannski að vinna við.
  • geta ekki séð um eigið hreinlæti og kannski ekki klætt sig.
  • getur ekki farið að skemmta þér um helgar.
  • átt erfitt með að fara t.d. út í einfaldan góðviðristúr... af því gangstéttarkantarnir eru svo háir.
  • getur ekki farið neitt út sjálfur á veturna ef það er snjór út af hættunni á að detta.
  • geta ekki keyrt bíl
  • getur ekki farið út ef þig langar fyrir utan þá tíma sem að þjónusta fatlaðra keyrir af því þú færð ekki bíl heim.
  • getur ekki farið í útilegu
  • það eru ekki margir sem vilja verða kærustur eða kærastar fólks í hjólastól
  • þú getur kannski ekki heimsótt vini þína af því þeir búa í blokk eða aðstæðum þar sem hjólastólaaðgengi er ómögulegt.

og þetta er nú bara e-ð fátt sem þarna er talið. Þurfum við að gera þeim þetta erfiðara fyrir heldur en það er nú þegar?? Fólk sem er í hjólastól er fólk sem hefur alveg jafn miklar væntingar um framtíðina og lífið eins og hver annar. Þeim langar til að gera nákvæmlega sömu hluti og þig langar til að gera. Eiga þeir ekki rétt á því líka?? Þeir völdu þetta ekki sjálfir... Fötlunin er ákvörðuð af umhverfinu og þjóðfélaginu en ekki af hjólastólnum sjálfum og manneskjunni í honum.


Hvernig á að falla á prófi:

1. Taktu með þér kodda. Leggðu þig þangað til svona 5mín eru eftir af prófinu, öskraðu þá.."ahhhllllveg rétt, prófið var í dag!!"

2. Fáðu eintak af prófinu, hlauptu svo út úr stofuni öskrandi "loksins!! loksins!!"

3. Ef þetta er stærðfræðipróf, svaraðu i löngum setningum... ef þetta er ritgerðarpróf, svaraðu í tölum

4. Gerðu pappírsskutlu úr prófinu og miðaðu á kennarann

5. Talaðu alla leið í gegnum prófið! Lestu spurningarnar upphátt og farðu svo að rífast við sjálfan þig hvert rétta svarið skyldi vera. Ef þú ert beðin um að hætta, segðu "jújú, og þú getur bara heyrt mig hugsa" .....talaðu svo um hvað kennarinn er mikið fíbbl.

6. Taktu með klappstýrur með þér.

7. Eftir svona 5mín af prófinu... kallaðu þá á kennarann "hvað er þetta?? ég hef mætt í tíma alla önnina og ég skil ekkert í þessu!!! og hver ert þú eiginlega?!?!

8. Taktu með þér GameBoy tölvu.... spilaðu með volume-ið í botni

9. Neitaðu að svara spurningum... t.d. ég neita að svara þessari spurningu því hún skarðast á við trúarbrögð mín!!

10. Taktu með gæludýr!

11. Hlauptu inní stofuna þegar prófið er rétt byrjað... segðu við kennarann "þeir fundu mig... ég verð að flyja land!" og hlauptu út aftur!

12. Eftir svona 5mín af prófinu, stattu upp, rífðu það niður í pínulitla búta og hentu uppí loftið og öskraðu GLEÐILEG JÓL!! ....biddu kennarann um annað próf og segðu að þú hafir tynt hinu...

13. Skrifaðu svörin með vaxlitum eða vatnsmálningu

14. Mættu í prófið í sandölum, baðslopp og handklæði á hausnum. (Personal favourite!!!!!)

15. Fáðu alltíeinu kast af Tourette's Syndrome í miðju prófi...

16. Svaraðu prófinu á einhverju öðru tungumáli! ... ef þú kannt ekki annað tungumál, gerðu þitt eigið tungumál!!

17. Hentu drasli í kennarann þegar hann er ekki að horfa... bentu svo á sessunaut þinn!

18. Strax og kennarinn lætur þig fá prófið... éttu það!

19. Komdu með heilt kvikmyndatökulið með þér og segðu að þú viljir taka prófið upp!

20. Á 5 mínútna fresti, taktu saman allt draslið þitt, sestu annarstaðar og heldur áfram að taka prófið

21. Strikaðu yfir bæði spurningarnar og svörin með svörtum túss!

22. Fáðu prófið, eftir tíu mínútur, dúndraðu prófinu í borðið þitt, öskraðu "til andskotans með þetta próf!!" og labbaðu hetjulega út!

23. Fáðu fólk til að mótmæla prófinu... (með spjöldum og alles)

24. Mættu algjörlega haugafullur!!! (haugafullur: sumsé miklar líkur að þú ælir)

25. Vertu endalaust að segja hversu sexí kennarinn er þennan daginn!

26. Taktu með þér vatnsbyssu

27. Mættu klæddur í riddarabúning! ....með sverð og skjöld!

28. Þegar þú labbar inn... kvartaðu yfir hitanum... strippaðu

29. Reyndu að fá sessunautana til að gera "bylgju"

30. Mættu með hljóðfæri! segðu að það hjálpi þér að hugsa!

Þáttaka öryrkja á vinnumarkaði + skemmtilegur fróðleikur dagsins:)

Endalaust gaman hvað við lærum margt skemmtilegt í Háskólanum. Í gær vorum við í tíma um sjúkdómafræði taugakerfis. Hún var að fræða okkur um ¨sexual headache¨. Sem er fyrirbrigði sem fólk getur fengið þegar skynörvun frá taugaendum til heilans verður of mikil við fullnægingu, heilinn fær of skyndilega of mikið af boðum frá líkamanum og afleiðingin verður skerandi hausverkur. Nánast óbærilegur. Er víst talsvert algengt. Setningin: ¨Nei ekki í kvöld ástin, ég er með hausverk¨ fær nýja merkingu!! Ekki fylgdi samt sögunni hvort þetta væri algengara hjá körlum en konum.

Það er eitt sem að ég sem verðandi fagaðili í heilbrigðisþjónustu fæ ekki skilið er: AF HVERJU Í ÖSKÖPUNUM ER ÖRYRKJUM OG ELDRIBORGURUM EKKI GERT KLEIFT AÐ FÁ AÐ VINNA MEÐFRAM BÓTUM EÐA ÞÁ GEGN VÆGRI SKERÐINGU????

Ég veit að öryrkjar mega vinna sér inn e-n 300 þús. kall á ári áður en það verður skerðing. En staðreyndin er að það er bara ekki nándar nærri nóg. Öryrkjar eru í flestum tilvikum fólk sem að hefur skerta starfsorku. Það er ekkert sem segir að þetta fólk geti alls ekki unnið. Það varð talsverð umræða um þetta hérna í skólanum um daginn. Staðreyndin er að það eru engvir ókostir við að leyfa öryrkjum að reyna að vinna sér aukapening með hlutastarfi án þess að þeir eigi það á hættu að missa bæturnar ef e-ð kæmi upp á. Auðvitað yrði þetta persónubundið val hjá hverjum og einum. Staðreyndin er að flestir verða öryrkjar vegna vandamála í stoðkerfinu og eiga sennilega erfitt með erfiðis vinnu vegna þess. Það versta samt sem fólk með þess háttar örorku gera er að leggjast í kör og gerir það ástandið bara verra.

- Í fyrsta lagi myndi kostnaður við heilbrigðisþjónustu þessa fólks lækka þar sem að það yrði meira á hreyfingu, hreyfing myndar endorfín sem gerir fólk glatt, ef fólk er glatt þá finnur fólk minni sársauka og er síður líklegra til að þurfa á geðlyfjum eða verkjalyfjum að halda. Hreyfing viðheldur líka vöðvastyrk og heilbrigði hjarta og taugakerfis.

- Hægt væri að minnka talsvert hlutfall fátækra barna þar sem að aukatekjur foreldra myndu stuðla að meiri jöfnuði.

- Snjóboltaáhrif á heilsufar þessa fólks yrði í flestum tilfellum minni, þar sem að fólk yrði aktíft í samfélaginu og innivera og rúmlega þessa fólks yrði sennilega minni.

- Tíðrætt er um að offramboð er á störfum í þjónustugeiranum sem að öryrkjar og aldraðir gætu að stórum hluta mannað.

- Kostnaður við aukna vinnuþáttöku öryrkja myndi ekki falla á ríkisstjórnina. Heldur frekar til að minnka útgjöld hennar.

Það er nokkuð ljóst að þetta er win-win situation. Það græða allir á því að öryrkjum verði gert kleift að fara á vinnumarkaðinn. Kostnaður ríkisins yrði minni af þessu fólki á móti því að þeirra efnahagur gæti skánað. Þeir yrðu virkari í þjóðfélaginu og mögulegur kostnaður ríkisins vegna heilbrigðisþjónustu við hópinn myndi að öllum líkindum lækka stórlega. Þörf á erlendu vinnuafli myndi minnka og meiri jöfnuður gæti skapast. Ég veit ekki hvort að það er barnslegt af mér að hugsa svona og fleiri hlutir komi að máli en þeir mega þá endilega kommenta á það. Ég held að þessi kjarabót myndi gagnast öllum betur heldur en hækkun á örorkubótum. Hún yrði líka hvatning til þáttöku á almennum vinnumarkaði. Mér þætti nær lagi að öryrkjar mættu vinna sér inn milljón aukalega fyrir utan bætur án þess að skerðing verði.

En þetta er náttúrulega bara mín skoðun og endurspeglar ekki skoðun ríkisstjórnarinnar.


Annáll 2006

Ég ætla að nota tækifærið og "glogga" um árið eins og eldri kona sem ég þekki sagði um daginn. Helst ber að nefna í annáli 2006:

Snemma í janúar þessa árs fór ég á afdrifaríka æfingu, hélt ég hefði tognað heiftarlega í rassvöðva við spretthlaup, reyndist síðar hafa sprengt á mér liðþófa í bakinu. Búinn að vera strembinn bati.

Missti báða afana mína með stuttu millibili snemma þessa árs. Þetta tók á fjölskylduna og var erfiður tími. Jón afi, föðurafi minn varð bráðkvaddur í janúar á meðan pabbi var í fríi út á Kanarí.  Kjartan afi, móðurafi minn lést í maí eftir margra ára baráttu við krabbamein. Þeir voru báðir einstakir á sinn hátt og er sárt saknað.

Fór í áætlaða æfingaferð til Spánar í apríl, hún eins og margt annað byrjaði ekki vel á þessu ári, veiktist heiftarlega á öðrum degi, fór á spítala tíunda daginn, hélt að ég væri að fara að kafna úr öndunarvegsstíflu. Ég skelli skuldinni alfarið á húsakynnin, sem lýsa sér best í 3 fm plastkofa uppi í sveit með örliltlum rafmagnsofni í "stofunni". Við vorum 3 stúlkurnar í húsinu, en það var samt ætlað fyrir 4. Ég missti algjörlega alla löngun til utanlandsferða eftir þessa ferð. En ef maður lítur á jákvæðu hliðarnar þá gat leiðin aðeins legið upp á við eftir þessa ferð. Við Sísí vinkona hétum hvorri annarri að svona ferðalag myndi ekki endurtaka sig.

 

_seatour_users_kristin_my_documents_my_pictures_anna_h

Í endaðan maí vatt ég kvæði mínu í kross, skipti um vinnu og flutti með Gunna og Ottó hundinum mínum á Stykkishólm í sumar. Frábær tími. Ótrúlega gaman að skipta aðeins um umhverfi og geta farið í fjallgöngu hvenær sem ég vildi, kynnast nýju fólki, rifja upp tungumálakunnáttuna. Fór að vinna hjá Sæferðum sem er stærsta fyrirtækið í Stykkishólmi og var að sjá um samskipti við ferðaskrifstofur, taka á móti kúnnum og vinna bæði á skrifstofunni og stundum út á sjó. Fórum í margar skemmtilegar ferðir í sumar, bæði í fjallgöngur um Snæfellsnesið og veiðiferðir. Tókum okkur eina viku í að keyra hringinn í kringum landið um Verslunarmannahelgina. Gistum á Seyðisfirði eina nótt hjá mömmu hans Gunna og vorum svo á Unglingalandsmótinu á Laugum í frábæru veðri.

Systir hans Gunna, Heiða, átti svo þann 6.júlí strák sem hefur verið nefndur Egill Airi.

Ég hélt upp á afmælið mitt þann 19.júlí í bænum. Hrefna var svo yndisleg að skjóta yfir okkur húsi þar sem íbúðin var í útleigu. Fórum út að borða á Austur-Indíafjelaginu og fengum besta mat sem ég held að ég hafi á ævi minni smakkað. Það er ennþá verið að tala um matinn :) Fórum svo í dúndur partý til Hrefnu og það var auðvitað geðveikt fjör... ég var allavegna í það miklu fjöri að ég svaf sitjandi í sófanum inni í stofu hjá mömmu....

Svo tók loksins skólinn við aftur. Var orðin ansi fegin að setjast aftur á skólabekk eftir ársleyfi. Er núna á öðru ári í sjúkraþjálfun fyrir þá sem ekki vita. Skólinn gengur annars rosa vel og lítur allt út fyrir að jólaprófin hafi bara gengið glimrandi.

Fór svo í nokkurra daga ferð til Köben með mömmu og Betu systur í tilefni afmæli mömmu í október. Mamma var raunsæ og gerði sér grein fyrir því að nr.1 á forgangslistanum væri að versla. Það gekk með ágætum.Grin

Svo er ég búin að vera að þjálfa krakka á aldrinum 6-11 ára í frjálsum í allt haust. Alls e-r hundrað stykki. Rosa fjör.. getur samt verið andlega mergsjúgandi... það lítur allt út fyrir það að  við fáum þriðja hópinn núna eftir áramót þannig að fjöldinn geti farið upp í 150. Sem er auðvitað frábært ef við náum að halda þeim í sportinu þangað til þau verða eldri.

Svo núna um jólin er búið að vera nóg að gera, fullt af boðum, góðum mat og góðum stundum með fjölskyldunni. Erum núna á Selfossi í húsinu sem pabbi Gunna á og gerum vel við okkur á meðan þau eru á Kanarí í óvæntri brúðkaupsveislu eftir óvænt brúðkaup.

 Annars er árið bara búið að vera stigvaxandi frábært... Er rosalega hamingjusöm, ástfangin og glöð og vona að þið séuð það líka. Sendi öllum vinum nær og fjær áramótakveðju og vonast til að hitta ykkur sem oftast á nýju ári. Vona líka að þið upplifið mikið af hamingju og ást og góðum stundum á nýju ári og munið að vera góð við ástvini ykkar og taka þeim aldrei sem gefnumKissing

Kveðja

Anna Heiða

 


Klósettfréttir

VIÐ ERUM KOMIN MEÐ KLÓSETT...... Þannig að núna geta allir komið í heimsókn.  Jafnvel að ykkur verði öllum boðið í partý í tilefni af því við tækifæri. Hérna er annars linkur á skemmtilega síðu þar sem hægt er að sjá nafnið sitt á rússnesku Bresnef.... Mitt er eiginlega nákvæmlega eins!!


Rapp skóla rapp...

Jæja þá er allt komið á fullt. Skólinn byrjaður aftur eftir ársleyfi.. það verður skrítið að eiga ekki almennilegan pening síðveturs. Hugsa að ég vinni mér þó inn eitthvern aur með aukavinnu. Annars eru þetta allt hinir ágætustu kennarar hjá mér. Skrítið samt hvað fólk er oft með hinu ólíkustu kæki. Einn kennarinn hjá mér núna er með svona kæk þannig að hann er alltaf eins og hann sé að klóra sér í gómnum reglulega með tungunni.. frekar skrítið! Man svo eftir stærðfræðikennara í MR sem gaf alltaf frá sér svona fnuss hljóð... sérlega óþægilegt þegar maður var í prófi. Annar kennarinn hafði svona kæk að horfa alltaf í hornið fjær vinstra meginn á kennslustofunni. Man eftir því að mér var sagt að strákar úr skólanum stríddu honum svo með því að setja mynd af e-i klámstjörnu í hornið svo hann kafroðnaði greyið. Það gengu líka sögusagnir um það að greyið maðurinn byggi ennþá hjá móður sinni kominn vel á fimmtugsaldur.

Annars líst mér held ég bara ágætlega á bekkinn minn nýja í sjúkraþjálfuninni. Maður er alltaf svo heimakær að ég gat varla hugsað mér að fara í nýjan bekk en þetta hefur allt reynst hið ágætasta fólk. Héldum kaffiboð fyrir fyrsta árið í dag og ber ekki á öðru en að krakkarnir séru dobbulítið feimnir. Við ætluðum að spjalla aðeins við þau en þau bara fengu sér köku og hlupu svo aftur í stofuna sína. Mikið er ég nú líka glöð að hann Jenni vinur minn hafi ákveðið að massa þetta og taka inntökuprófið aftur. Glansa svona á því og kominn bara á annað árið.

Við Gunni erum annars í remodelling á íbúðinni í vesturbænum núna. Neyðumst til að mála allt pleisið en það virðist ætla að vera e-ð erfiðara en við héldum. Komumst að því að veggirnir eru allir bara að molna í sundur og bara fúkkalykt og hroðbjóður. Annars er ítalskur maður í litla herberginu. Hann hefur þann leiðinlega vana að þurfa að blokkera alla glugga.... fyrsta daginn setti hann dagblöð fyrir gluggana... núna er hann farinn að setja handklæði.... veit ekki alveg hvað ég á að gera við hann! Held að hann sé á barmi þess að vera þroskaheftur.... Ákvað svo í gær að ég yrði bara að hjálpa honum að finna sér herbergi svo ég losni við hann... sagði við hann í gær að ég myndi kíkja á þetta fyrir hann eftir vinnu.. klukkan er ennþá bara þrjú en hann er nú þegar búinn að hringja nokkrum sinnumÖskrandi

Er búinn að vera að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að reyna að vera æfa frjálsar í vetur... er á báðum áttum. Veit ekki hvað ég má alveg og hvort það sé raunsætt. Ætla að ræða það við sjúkraþjálfarann minn í næstu viku. Held að á meðan mér finnst vont að sitja í skólanum þá sé það hæpið...Saklaus

Fór í frábært partý hjá Árna og Kolbrúnu um seinustu helgi. Þau voru að halda uppá 25 (uhuhm...) og 30 ára afmæli sín, systkinin í Vesturberginu. Gaf þeim seríu eitt og tvö af Little Britain... Sé mikið eftir því að hafa ekki náð að sjá fyrstu seríu... dýrka þessa þætti. Endaði svo í bænum með Björgu vinkonu. Fór svo heim þar sem minn heittelskaði kom í óvænta heimsókn til mín.... laug að mér að hann væri í Ólafsvík þegar hann var í rauninni í Borgarnesi. Hann er svo frábær Koss

 


Frábærir vitleysingar

Smá stuldur í gangi hérna. Sá þetta á síðu hjá öðrum bloggara... stórskemmtileg lesning! 

  • "Drop your pants here for best results."
    -skilti við fatahreinsun í Tokyo
  • "We take your bags and send them in all directions."
    -skilti á flugvelli einhvers staðar í Skandinavíu
  • "Ladies may have a fit upstairs."
    -frá fatahreinsun í Bangkok
  • "Please leave your values at the front desk."
    -leiðbeiningar á hóteli í París.
  • "Here speeching American."
    -í verslun í Marokkó.
  • "No smoothen the lion."
    -úr dýragarði í Tékklandi.
  • "The lift is being fixed. During that time we regret that you will be unbearable."
    -á hóteli í Búkarest 
  • "Teeth extracted by latest methodists."
    -á tannlæknastofu í Hong Kong.
  • "STOP! Drive Sideways."
    -vegaskilti við afrein í Japan.
  • "Ladies, leave your clothes here and spend the afternoon having a good time."
    -stuð á þvottahúsi í Róm.
  • "If you consider our help impolite, you should see the manager."
    -á hóteli í Aþenu.
  • "Our wines leave you nothing to hope for."
    -á vínseðli svissnesks veitingastaðar 
  • "It is forbidden to enter a woman even a foreigner if dressed as a man."
    -í bænahúsi í Bangkok 
  • "Fur coats made for ladies from their own skin."
    -í búðarglugga feldskera í Svíþjóð
  • "Specialist in women and other diseases."
    -á læknastofu í Róm 
  • "When passenger of foot heave in sight, tootle the horn. Trumpet him melodiously at first, but if he still obstacles your passage then tootle him with vigor."
    -bæklingur bílaleigu í Tokyo


Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband