Færsluflokkur: Matur og drykkur
13.1.2007 | 12:36
Uppskrift að bananabrauði
Jæja stelpur hérna kemur uppskriftin að bananabrauðinu sem ég gerði í gær. Ég fann uppskriftina einhvers staðar hjá mömmu en er búin að laga hana að mínum smekk og er alltaf að breyta uppskriftinni. Ef þið viljið get ég líka látið ykkur fá uppskrift að rosa góðu kryddbrauði sem ég bjó mikið til fyrir nokkrum árum.
Innihald:
1 egg
50-100 gr sykur
2 bananar (helst vel þroskaðir)
smá rúsínur, ca. lófafylli (minni sykur, meiri rúsínur)
250 gr hveiti ( ca. 4 dl) (má setja spelt, heilhveiti eða hvað sem er)
1 tsk. salt
1/2 tsk. matarsódi
ca. 1/2 tsk. kanill (má líka vera negull eða annað gott)
Byrjið á að þeyta saman egginu og sykrinum. Það þarf ekki að stífþeyta, má gera í höndunum. Bætið svo út í stöppuðum banönum, kryddum og rúsínum og að lokum hveitinu. Setjið í ílangt form og hitið í 175° heitum ofni í ca. 45-50 mínútur. Sérlega hentugt að henda í eitt svona brauð þegar maður á von á fólki í heimsókn. Tekur ekki meira en 5 mín.
Takk annars fyrir gærkvöldið stelpur. Það var MJÖG gaman. Ég held að það sé langt síðan ég hló svona mikið. Munið svo að taka næstu helgi frá fyrir afmælið hennar Hrefnu... Ég skal lofa ykkur því að ég verð í stuði og stefni á stífan dans Annars ef e-m langar að kíkja með mér í badminton eða skvass um helgina er ég meira en til.
Vá var annars að fatta hvað ég er ótrúlega súr að vera að setja uppskrift inn á bloggið mitt eins og e-r úber húsmóðir!
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Af mbl.is
Erlent
- Ríkisstjórn Ísraels samþykkir vopnahlé
- Breytingar bera árangur: París verður hjólaborg
- Byggja geymslu fyrir kjarnorkueldsneyti
- Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið
- Verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna
- Sonja í fullu fjöri með gangráðinn
- Hæstiréttur staðfestir TikTok-bann
- Öryggisráð Ísraels samþykkir vopnahlé
- Fasísk öfl bak við innbrot í sendiráð
- Kennari stunginn í Svíþjóð
Fólk
- Þessi lög taka þátt í Söngvakeppninni
- Justin Bieber skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
- Hávær orðrómur um framhjáhald og skilnað
- Þurfti ekki að nota kælihettu
- David Lynch vottuð virðing í erlendum fjölmiðlum
- Fylgjendur Katie Price með áhyggjur
- Adam Sandler kíkti til okkar með fjölskyldunni sinni
- Kona lagði út 121 milljón króna fyrir svindlara sem sagðist vera Brad Pitt
- Cardi B sakar Offset og móður hans um stuld
- Gekk rauða dregilinn eftir langt hlé