Leita í fréttum mbl.is

Uppskrift að bananabrauði

Jæja stelpur hérna kemur uppskriftin að bananabrauðinu sem ég gerði í gær. Ég fann uppskriftina einhvers staðar hjá mömmu en er búin að laga hana að mínum smekk og er alltaf að breyta uppskriftinni. Ef þið viljið get ég líka látið ykkur fá uppskrift að rosa góðu kryddbrauði sem ég bjó mikið til fyrir nokkrum árum.

Innihald:

1 egg

50-100 gr sykur

2 bananar (helst vel þroskaðir)

smá rúsínur, ca. lófafylli (minni sykur, meiri rúsínur)

250 gr hveiti ( ca. 4 dl) (má setja spelt, heilhveiti eða hvað sem er)

1 tsk. salt

1/2 tsk. matarsódi

ca. 1/2 tsk. kanill (má líka vera negull eða annað gott)

 

Byrjið á að þeyta saman egginu og sykrinum. Það þarf ekki að stífþeyta, má gera í höndunum. Bætið svo út í stöppuðum banönum, kryddum og rúsínum og að lokum hveitinu. Setjið í ílangt form og hitið í 175° heitum ofni í ca. 45-50 mínútur. Sérlega hentugt að henda í eitt svona brauð þegar maður á von á fólki í heimsókn. Tekur ekki meira en 5 mín.

Takk annars fyrir gærkvöldið stelpur. Það var MJÖG gaman. Ég held að það sé langt síðan ég hló svona mikið. Munið svo að taka næstu helgi frá fyrir afmælið hennar Hrefnu... Ég skal lofa ykkur því að ég verð í stuði og stefni á stífan dans W00t Annars ef e-m langar að kíkja með mér í badminton eða skvass um helgina er ég meira en til.

 

Vá var annars að fatta hvað ég er ótrúlega súr að vera að setja uppskrift inn á bloggið mitt eins og e-r úber húsmóðir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki alveg hvert þú ert að stefna með þessu kona góð.. en gagni þér bara vel!

kolbrún (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 09:40

2 identicon

hahaha snilld :) ég þakka bara kærlega fyrir!

Inga Rós (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 20:33

3 identicon

Inga Rós, búin að baka bananabrauð???

Kolbrún (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband