17.1.2007 | 09:55
Þáttaka öryrkja á vinnumarkaði + skemmtilegur fróðleikur dagsins:)
Endalaust gaman hvað við lærum margt skemmtilegt í Háskólanum. Í gær vorum við í tíma um sjúkdómafræði taugakerfis. Hún var að fræða okkur um ¨sexual headache¨. Sem er fyrirbrigði sem fólk getur fengið þegar skynörvun frá taugaendum til heilans verður of mikil við fullnægingu, heilinn fær of skyndilega of mikið af boðum frá líkamanum og afleiðingin verður skerandi hausverkur. Nánast óbærilegur. Er víst talsvert algengt. Setningin: ¨Nei ekki í kvöld ástin, ég er með hausverk¨ fær nýja merkingu!! Ekki fylgdi samt sögunni hvort þetta væri algengara hjá körlum en konum.
Það er eitt sem að ég sem verðandi fagaðili í heilbrigðisþjónustu fæ ekki skilið er: AF HVERJU Í ÖSKÖPUNUM ER ÖRYRKJUM OG ELDRIBORGURUM EKKI GERT KLEIFT AÐ FÁ AÐ VINNA MEÐFRAM BÓTUM EÐA ÞÁ GEGN VÆGRI SKERÐINGU????
Ég veit að öryrkjar mega vinna sér inn e-n 300 þús. kall á ári áður en það verður skerðing. En staðreyndin er að það er bara ekki nándar nærri nóg. Öryrkjar eru í flestum tilvikum fólk sem að hefur skerta starfsorku. Það er ekkert sem segir að þetta fólk geti alls ekki unnið. Það varð talsverð umræða um þetta hérna í skólanum um daginn. Staðreyndin er að það eru engvir ókostir við að leyfa öryrkjum að reyna að vinna sér aukapening með hlutastarfi án þess að þeir eigi það á hættu að missa bæturnar ef e-ð kæmi upp á. Auðvitað yrði þetta persónubundið val hjá hverjum og einum. Staðreyndin er að flestir verða öryrkjar vegna vandamála í stoðkerfinu og eiga sennilega erfitt með erfiðis vinnu vegna þess. Það versta samt sem fólk með þess háttar örorku gera er að leggjast í kör og gerir það ástandið bara verra.
- Í fyrsta lagi myndi kostnaður við heilbrigðisþjónustu þessa fólks lækka þar sem að það yrði meira á hreyfingu, hreyfing myndar endorfín sem gerir fólk glatt, ef fólk er glatt þá finnur fólk minni sársauka og er síður líklegra til að þurfa á geðlyfjum eða verkjalyfjum að halda. Hreyfing viðheldur líka vöðvastyrk og heilbrigði hjarta og taugakerfis.
- Hægt væri að minnka talsvert hlutfall fátækra barna þar sem að aukatekjur foreldra myndu stuðla að meiri jöfnuði.
- Snjóboltaáhrif á heilsufar þessa fólks yrði í flestum tilfellum minni, þar sem að fólk yrði aktíft í samfélaginu og innivera og rúmlega þessa fólks yrði sennilega minni.
- Tíðrætt er um að offramboð er á störfum í þjónustugeiranum sem að öryrkjar og aldraðir gætu að stórum hluta mannað.
- Kostnaður við aukna vinnuþáttöku öryrkja myndi ekki falla á ríkisstjórnina. Heldur frekar til að minnka útgjöld hennar.
Það er nokkuð ljóst að þetta er win-win situation. Það græða allir á því að öryrkjum verði gert kleift að fara á vinnumarkaðinn. Kostnaður ríkisins yrði minni af þessu fólki á móti því að þeirra efnahagur gæti skánað. Þeir yrðu virkari í þjóðfélaginu og mögulegur kostnaður ríkisins vegna heilbrigðisþjónustu við hópinn myndi að öllum líkindum lækka stórlega. Þörf á erlendu vinnuafli myndi minnka og meiri jöfnuður gæti skapast. Ég veit ekki hvort að það er barnslegt af mér að hugsa svona og fleiri hlutir komi að máli en þeir mega þá endilega kommenta á það. Ég held að þessi kjarabót myndi gagnast öllum betur heldur en hækkun á örorkubótum. Hún yrði líka hvatning til þáttöku á almennum vinnumarkaði. Mér þætti nær lagi að öryrkjar mættu vinna sér inn milljón aukalega fyrir utan bætur án þess að skerðing verði.
En þetta er náttúrulega bara mín skoðun og endurspeglar ekki skoðun ríkisstjórnarinnar.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Athugasemdir
Fullkomlega sammála þér í stórum dráttum. Það er a.m.k. nokkuð ljóst að það er mikil þörf á þessari umræðu. Ég hugsa að það langi engan til að lifa á örorkubótum. Flestir sem geta mögulega vettlingi valdið er ég viss um að reyni að koma sér út á vinnumarkaðinn, þó ekki sé nema til að hafa visst félagslíf og halda andlegri heilsu, en einnig til að fá aukatekjur. Við viljum að sjálfsögðu reyna að virkja alla til þess þar sem það er gott bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Hvernig hafðirðu samt hugsað þér varðandi öryrkja sem ekki hafa getu til að vinna (eru það mikið hreyfihamlaðir, vitrænt skertir eða illa haldnir af annars konar sjúkdómum)? Fá þeir þá sömu bætur og allir hinir, sem geta síðan unnið sér allt að milljón aukalega? Er það sanngjarnt? Verður ekki að vera eitthvað ákveðið "þak" sem svo lækkar eftir því sem tekjurnar verða meiri, er það skerðing? Spurning hvort þetta þak sé ekki bara allt of lágt til að byrja með.
Bara pæling sko...
Inga Rós (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 16:25
já ég er sammála þér með þakið. Það má vel vera hlutfallsleg skerðing á bótunum. Það verður samt að taka tillit til þess að heilsufarsástand þessa fólks er mismunandi kannski eftir árum og þó að þau geti unnið kannski bara helming ársins að það eigi samt ekki að hafa áhrif þannig að þau fái bara pening hluta úr árinu. Ég held líka að það mætti hækka bæturnar hjá fólki sem að eiga börn. Held að kerfið sé ekki þannig. Þetta á líka að vera hvatning fyrir fólkið til að vinna ef það mögulega getur en ekki þannig að það sé bara að möguleikar þeirra séu annað hvort að vera öryrki eða vera í fullri vinnu.
Anna Heiða (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.