22.1.2007 | 14:41
Já svona er þetta bara...
Ágætis helgi liðin. Gunni kom í bæinn á föstudaginn og í tilefni bóndadagsins bauð hann okkur út að borða á Ítalíu, fengum ágætis mat og vín. Ég bauð honum hinsvegar í bíó. Fórum á The Prestige. Ágætis ræma. Var samt búin að uppgötva fléttuna eftir svona klukkutíma. Það var gengið ansi langt í því að tryggja að fólk næði örugglega twistinu. Laugardagurinn fór svo mestur í að vera með krökkunum á Stórmóti ÍR sem var í Höllinni. Vorum með stóran hóp af krökkum að keppa. Erfiðast fyrir þessar elskur var að keppa í 600m hlaupunum, þau voru sum farin að gráta eftir fyrsta hringinn enda mörg að hlaupa svona langt í fyrsta sinn. Það lá við að ég færi að gráta með þeim, það fékk svo mikið á mig að horfa á þau. Stoltið líka svakalegt þegar vel gekk, sérstaklega hjá þessum yngri.
Er búin að vera að uppgötva sjálfa mig sem e-a fyrirmynd fyrir þessa krakka. Það hvernig ég bregst við árangri þeirra og getu getur haft rosa áhrif á sjálftraust þeirra. Ég reyni að hrósa hverjum og einum fyrir a.m.k. einhvern einn hlut á hverri æfingu. Reyni líka að passa mig að hrósa öllum jafnt og gefa mig jafnt að þeim. Líka þeim sem eru erfiðþ Gaman samt að þessum 6-9 ára aldri. Þau eru svo einlæg og skemmtileg. Koma alltaf og faðma mann þegar þau koma á æfingu. Stelpurnar litlu héldu að ég væri 16 ára. Það er svo gaman að þau gera engan greinarmun á 15 og 25. Fyrir þeim er maður bara fullorðin.
Á laugardagskvöldið hélt Hrefna svo upp á 23 ára afmælið. Gott teiti. Fullt af fólki. Ég var ein af þeim fáu sem þekkti flesta þarna annars var það svona frekar hópaskipt. Ég ætlaði að hjálpa til við að hrista mannskapinn saman og hafa e-n samkvæmisleik. Stoppdans varð fyrir valinu. Það voru ekki allir jafn spenntir fyrir þessu uppátæki mínu og ég. Nokkrar tilraunir voru gerða til að hefja leikinn en jafnóðum biluðu græjurnar. Ég er ennþá með verðlaunin í töskunni sem ég hét sigurvegaranum. Held annars að það mætti hafa meira af leikjum í partýjum.. og þá er ég að meina e-ð annað en drykkjuleikjum. Fórum svo niður í bæ rétt fyrir 3. Ansi troðið og litlir möguleikar fyrir stóran hóp stúlkna að reyna að komast e-s staðar inn. Ég var svo farin að finna fyrir því að ég væri að verða veik svo ég bauð ekki í það að bíða e-s staðar í röð, illa klædd í e-a klukkutíma þannig að ég fór bara heim.
Sunnudagurinn var svo bara rólegur. Ætlaði á skíði en þar sem ég var eiginlega orðin bara veik var það ekki í myndinni. Horfði annars á Dreamgirls tölvunni í gær. Verð að segja að hún stóð ekki alveg undir væntingum. Endirinn var e-ð snubbóttur og sagan ekki nógu trúverðug. Hefðu mátt minnka sönginn alveg um nokkur lög. Þessi mynd snart ekki neina strengi í mínu hjarta.
En er annars bara lögð í bælið... komin með hálsbólgu, nefrennsli og eyrnarverk Einkennilegt að ég gríp sjaldan svona umgangspestir. En þegar ég verð veik þá verð ég yfirleitt MJÖG veik. En það gerist líka bara svona á 2 ára fresti. Þá fæ ég e-a skæða víruspest. Eins og þeim sem voru með mér á Spáni um páskana seinustu urðu vitni að.
Hvað segið þið annars frjálsíþróttastelpur gömlu um að hafa saumaklúbb um næstu helgi? Finnst bara of langt síðan við höfum allar komist í saumaklúbb saman.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Athugasemdir
Það væri glettilega gaman. Er samt að vinna eitthvað um helgina en það má reyna...
Björg og Gunnar (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 20:54
Dísús!! þetta var bara björg en ekki gunnar.. eitthvað default flipp í gangi hér
Björg (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 20:55
ég er til, kemst samt bara á sunnudeginum
Lilja (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 23:02
Ég kemst örugglega á sunnudaginn:)
Kveðja Oddný og Sammi, hehehhe djók bara Oddný (smá að djóka í Björgu) híhí
Oddný (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 23:24
Já eigum við ekki bara að segja á sunnudaginn stelpur! Er það ekki bara ákveðið? Hver getur haldið? Í neyð þá gæti ég það örugglega en ég er auðvitað með haug af leigjendum heima. Mér lýst vel á að Laufey haldi????!!!! og slái saman innflutningspartýi???!!!
Anna Heiða (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 09:57
Hressandi færsla! Gaman að heyra hvað þú ert að fíla það vel að þjálfa, ég sakna þess mikið, sniff sniff...
Kemst því miður ekki í saumó en býst við að þið planið hitting í páskafríinu! Ég kem 29.mars!
Og ég er game í fleiri leiki líka í partýjum það er svo gaman að leika sér :)
Berglind Gunnarsdóttir, 24.1.2007 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.