24.1.2007 | 23:06
Nintendo-itis
Það er alltaf svo gaman að segja frá skemmtilegum hlutum sem maður er að læra í skólanum... Í dag t.d. vorum við að læra um sjúkdóm sem heitir.. og ég er ekki að djóka... nintendoitis. Nafngiftin kemur frá því að einstaklingar sem hafa þennan sjúkdóm hafa það allir sameiginlegt að hafa spilað of mikið af Nintendo. Þetta lýsir sér í bólgum í sinum réttivöðva þumalfingurs. Getur valdið talsverðum verkjum. Eins og gefur að skilja er þessi sjúkdómur frekar nýr af nálinni Spurning um að kunna sér ekki hóf?!
Verð annars bara að segja frá því að ég tók æfingu í Höllinni áðan. Gerði 6x60m á 90% hraða með 3 mín á milli og svo beint á eftir 100-200-300-200-100m vel hratt með 2 mín á milli og er bara verkjalaus. Þannig að þetta er allt að leiðinni í rétta átt. Ég ætla að reyna að fara að hlaupa aðeins meira interval núna og prófa að fikra mig áfram í stuttu sprettunum. Engin hopp samt áfram í að minnsta kosti nokkra mánuði. Mér gengur líka vel að skokka, get alveg skokkað upp í allt að klukkutíma án verkja. Held að það sé frekar skortur á þoli sem myndi stoppa mig þar. Sjúkraþjálfarinn minn sagði mér að ég væri í hóp með ca 3-4% fólks sem fær brjósklos og það gengur ekki til baka á 3-6 mánuðum. Líf mitt virðist allt vera á þessum nótum, allavega hvað meiðsli varðar. Ég virðist alltaf fá meiðsli sem að nær enginn fær en er geðveikt erfitt að losna við. Ég held að ég sé ekki að ýkja þegar ég segi að ég hef ekki verið meiðslalaus í heilt ár síðan ég var 15-16 ára..... Það gera sem sagt e-r 7-8 ár. Ég hef alltaf byrjað að æfa að hausti til og æft eins og brjálæðingur og svo þegar það er komið vor er ég algjörlega búin á því af ofþjálfun og líkaminn allur í hönki. Ég er búin að ákveða núna að það er ekki þess virði að vera orðin hálfgerður hjólastólamatur um fimmtugsaldur til að geta keppt í frjálsum í kannski 3-4 ár í viðbót. Ég verð líka að fara að hugsa út í það að ég get ekki unnð sem sjúkraþjálfari ef ég er alltaf að drepast í öllum líkamanum. Ég held samt að ég sé bara svona öfga-manneskja í hjarta. Allt sem ég ákveð að gera og gríp í mig, geri ég af talsverðu offorsi. Hvort sem það er vinna, íþróttir, matarræði, dans og jafnvel þrif. Ég nenni sjaldan að ryksuga en þegar ég byrja á því þá verð ég líkt og andsetin. Fólki er vissara að forða sér. Sömuleiðis þegar ég byrja að dansa. Það vekur sjaldan kátínu hjá öðrum, en vissulega mína eigin
Ótrúlegt hvað mér finnst tíminn alltaf líða hratt núna. Í mínum huga er bara mánudagur en allt í einu er bara kominn miðvikudagur og bara stutt í helgarfrí. Þetta er alltaf svona. Held að það sé líka af því að dagarnir hjá mér eru alltaf bara alveg fullpakkaðir... veit ekki alveg hvenær ég á að hafa tíma til að læra. Er ekki ennþá komin í gírinn að læra á fullu. Þarf að fara hrista þennan tímaskort af mér og demba mér í lærdóminn. Enda stutt í fyrsta próf.. 12.feb.
Annars er stutt í að ég fái Gunna til mín í bæinn. Hann byrjar í verknáminu 5.feb og verður í einn mánuð. Það verður ótrúlega huggó. Svo gaman að kærastann hjá sér á næturnar til að faðma mann og knúsa. Svona fyrir þá sem muna þá erum við ennþá í keppnis-nammibanni. Við erum bæði frekar miklar keppnismanneskjur að eðlisfari þannig að ég býst við að þetta nammibann standi e-ð fram á næsta áratug. Seinast þegar ég fór í svona keppni þá stóð hún yfir í 8 ár . Gunni er samt í meiri yfirhalningu heldur en ég.. hann ér að æfa núna tvisvar á dag. Vaknar klukka hálfsjö til að fara að skokka í 90 mín. ..... Já ég veit hann er geðveikur. Svo fer hann og lyftir eða sprettir seinni partinn.
En jæja gömlu Ármanns stelpur. Hittingur á sunnudaginn? Ég veit að Oddný, Lilja og Björg komast. Berglind kemst víst ekki En hvað með ykkur hinar? Endilega látið vita sem fyrst. Spread the word!!
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 25.1.2007 kl. 14:20 | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Athugasemdir
Greinilega ekki búin að fylgjast nógu vel með hér. Ég er að vinna á sunnudagskvöldið (!!) og föstudagskvöldið líka :-( frekar glatað að þetta hittist svona á þar sem ég vinn bara þriðju hverja helgi... Komast hinar dömurnar á sunnudaginn eða reynum við að færa þetta eitthvað?
Björg (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 13:19
Haha...þú ert svo mikið æði, en veistu...þetta með að "fara alla leið þegar maður er að þessu svona á annað borð"...kannast við þetta ;) En ég held það sé rétt ákvörðun, betra að sleppa því að keppa í 4-5 ár í viðbót heldur en að þurfa að borga fyrir það það sem eftir er.
Kv. Harpa
(annars var ég bara að læra að kommenta um daginn...svo þú kannski fyrirgefur kommentaleysið ;)
Harpa (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 20:38
Ég kemst á sunnudaginn og örugglega aðra líka. Alveg til í að breyta þessu svo að Björg komist líka:)
Oddný (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.