Leita í fréttum mbl.is

Þessi yndislegu börn

Þau eru svo yndisleg krakkarnir sem eru að æfa hjá mér að ég verð bara að segja ykkur frá þessu. Þegar ég var að koma á æfingu áðan segir einn strákurinn við mig:

S: Varstu í útlöndum?..

Ég: Nei! Af hverju heldurðu það? 

S: Æ, þú ert bara eitthvað svo brún í framan?... (og ég er b.t.w. eins og eggjahvíta í framan ég er svo glær).

Stuttu seinna segir hann þegar ég var e-ð að sýna honum til verka,

S: Nei, ég sé það núna, þú hefur ekki verið útlöndum, þér er svo kalt á höndunum!!!!!

Oh, þau eru svo mikil yndi stundum. Sérstaklega er líka gaman þegar þau eru að reyna að lýsa einhverjum verkjum sem þau hafa. Einn sagði t.d. áðan: Ég skil þetta ekki bara, mér er svo ótrúlega illt í fætinum, þetta kom bara allt í einu þegar ég var að hlaupa, ég held að ég hafi sprengt æð eða eitthvað!!!! Annar sagði líka um daginn: Mér er svo illt í æðinni í lærinu að ég get bara ekki hlaupið... og haltraði svo í burtu alveg þangað til hann byrjaði að hlaupa alveg óvænt eðlilega :) Ég fæ líka reglulega frá þessum yngstu: Mér er svo illt í puttanum að ég get ekki hlaupið... eða: Ég er með sár á hendinni og þá er svo vont að hlaupa.

Ég fékk ágætis áminningu um það núna í vikunni að maður á samt ekki alltaf að hundsa það þegar krakkarnir eru að kvarta undan verkjum. Einn strákur sem er að æfa hjá mér, svolítið í þéttari krantinum, er alltaf að kvarta undan verkjum í fótunum, en þeir eru aldrei á sama stað og bróðir hans er krónískur nöldrari, þannig að ég hélt að hann væri kannski bara að aumingjast og ekki að nenna að gera það sem ég setti honum fyrir. Svo ákvað ég að skoða á honum fæturna á seinustu æfingu til að skoða hvort það væri í raun og veru e-ð að og þá kom í ljós að drengurinn er með mjög slæma plattfætur á báðum sem veldur honum bólgum og verkjum í hnéliðnum og mögulega alla leið upp í mjaðmir. Sinar og liðbönd öll frekar trosnuð og laus. Ég skrifaði strax bréf með honum heim þar sem ég sagði þeim að fara með hann til læknis. Hann þarf greinilega annað hvort að fara í talsverða sjúkraþjálfun eða skipta um íþrótt. Heppilegt að við erum einmitt núna að læra um sjúkdómafræði stoðkerfis í skólanum þannig að ég náði að kveikja á einkennunum. Hefði ég bara verið e-r annar, asni sem kann ekki neitt eða e-r 16 ára stelpa þá hugsa ég að strákurinn hefði haldið áfram að hlaupa á þessu og mögulega eyðilagt á sér hnéliðinn fyrir lífstíð. En núna veit hann allavegna af þessu.

Ég hugsa aldrei út í það að hvort fólki finnist kannski ekki gaman að hlusta á rausið í mér um hin og þessi meiðslin og hvað eigi að forðast og so on. Ég ætla að vona að fólk finnist ég ekki vera mikla mig fyrir vikið. Ég hugsa bara alltaf, ef e-r hefði sagt mér þá hluti sem ég veit í dag fyrir kannski  nokkrum árum þá hefði ég getað sparað mér mikinn tíma í að vera meidd og ef ég get hjálpað e-m með þessu rausi og kannski komið í veg fyrir allavegna ein slæm meiðsli þá finnst mér það réttlæta rausið.

oh.. og ég sem ætlaði bara að skrifa um strákinn efst Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe þessir krakkar eru svo krúttlegir, það er náttla ekki fræðilegur möguleiki að þú hafir verið í útlöndum fyrst þér var svona kalt á höndunum

En það er fínt að lesa allt "rausið" í þér - no worries

Inga Rós (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 14:42

2 identicon

Guð hvað ég er sammála þér...það var aldrei lögð áhersla á að teygja þegar ég var að æfa sund...s.s. ég er spítukall í dag!! 

Harpa (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband