Leita í fréttum mbl.is

Ládeyða íslensku þjóðarinnar

Það er aðdáunarvert að fylgjast með Ómari Ragnarssyni og baráttu hans fyrir náttúru Íslands. Ég vildi að ég hefði sömu þrautseigju og hugsjón til að fylgja eftir málefnum sem eru mér hjartans mál líkt og hann gerir. Ég hugsa oft hvað það væri gaman að mótmæla öllu því ranglæti sem er þröngvað upp á okkur. Skrifa í blöðin ef ég væri ekki sátt við hátterni og framkomu þingmanna, mótmæla með látum hækkun á matvöru, sniðganga þá banka eða verslanir sem okra á mér og svo framvegis. En einhvern veginn þá virðist það ekki vera ¨COOL¨ að vera á móti slíku. Ég er svolítið rebel í mér en mér finnst e-n veginn eins og það sé hvorki áhugi eða vilji í fólkinu til að breyta hlutunum frá núverandi ástandi. Ég held að þjóðin skilji ekki máttinn í því að margir taki sig til saman. Það er létt að knésetja e-ð fyrirtæki með því að sniðganga það. Ef allir á Íslandi myndu mótmæla hækkun á t.d. mjólkurverði með því að kaupa ekki neinar mjólkurvörur í kannski tvær vikur... hvað myndi gerast?.. jú mjólkursamsalan myndi draga hækkunina til baka því hún ætti hættu á verða fyrir stórum skaða viðskiptalega með þessu uppátæki. Alveg eins á sama hátt er hægt að mótmæla gjaldskrárhækkunum í bönkum með því að hóta því að fara með viðskipti sín e-ð annað. Ef ekkert er gert í því þá stendur maður bara við stóru orðin. Öll þessi fyrirtæki eru upp á náð og miskunn kominn fólksins í landinu. Það eru ekki fyrirtækin sem stjórna landinu heldur fólkið. Þó að það virðist sem því hafi verið snúið við upp á síðkastið.  

Mér er sérlega minnistætt þegar ég var í menntaskóla á Ítalíu árið 1999. Þar sótti ég nám í almennan skóla en ekki sérskóla eins og svo margir. E-ð gramdist samnemendum mínum í almennu skólunum að fjárveiting sem ætluð var ríkiskólunum í landinu var svo gefin þessum einkaskólum. Ekkert rosalegt... annað eins hefur nú gerst. En það varð allt brjálað. Nemendur fluttu barátturæður og hópsöngva í íþróttasalnum, létu heyra í sér, töluðu við fjölmiðla og allt skólastarf í menntaskólum á Ítalíu lamaðist í heila viku. Ég var frekar nýlega flutt út og skildi því lítið í málinu og fannst erfitt að fylgjast með atburðarrásinni. En mér skildist á þeim að þessari fjárveitingu hafi verið skilað aftur á réttann stað í kjölfar þessara mótmæla. Í millitíðinni tókst mér reyndar að láta plata mig í e-a pínlegustu athöfn sem ég hef á ævi minni framkvæmt... ég flutti sérlega lélegt söng og dansatriði fyrir framan allan skólann... og beið mannorð mitt varanlegan skaða eftir þá athöfn. Sérstaklega vegna þess að strákur sem ég var nokkuð skotin í á þessum tíma var í salnum til að sjá herlegheitin. En á þessum tíma hefði mér aldrei dottið í hug sá möguleiki væri til að nemendur gætu tekið málin í sínar eigin hendur og kveikti það í mér neista sem ekki hefur enn slokknað.

Annars þá er ansi spennandi að fylgjast með Silfri Egils núna upp á síðkastið. Heitar umræður og fullt af æsingi og spennu. Ég hef lúmskt gaman af þessum þáttum þó ég sé nú ekki fræg fyrir annálaðan stjórnmálaáhuga. Greinilegt er að kosningaár er í uppsiglingu. Ég ætla að leyfa mér að spá því að hrun samfylkingarinnar haldi áfram, sjálfstæðisflokkurinn tapi einnig talsverðu fylgi, vinstri grænir bæti við sig á kostnað samfylkingarinnar og frjálslyndir og framsókn floppi. Jón Baldvin kom með ansi hressilega punkta í sinni umræðu og Þráinn Bertelson setti hlutina fram með skemmtilegum og alþýðlegum blæ. Í þessum þætti fékk ég sterka trú á mögulegu framboði Framtíðarlandsins sem myndi þá boða e-s konar miðjustefnu með náttúruverndar sjónarmiðum. Ef svo færi að þetta framboð yrði sett saman af menntuðu og vitsmunalegu fólki þá er nokkuð ljóst hvert mitt atkvæði færi í vor. Ég er nokkuð viss um að þetta framboð yrði vinsælt hjá unga fólkinu sérstaklega ef eitt af þeirra stefnumálum yrði að hætta við fyrirhugaða hækkun á skólagjöldum í HÍ. Það yrði vonandi til að hrista aðeins upp í ríkistjórninni og vonandi að mátturinn færist til fólksins en ekki enn lengra frá þeim eins og útlit er fyrir með áframhaldandi setu núverandi ríkisstjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha, las ég rétt? Þér hlítur að hafa farið mikið fram á sviði danslistarinnar síðan þá, því þú dansar eins og engill. Þú ert pottþétt á þess sviði!

Sísí (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 13:57

2 identicon

Hvað segiru vinkona um blóð, svita og tár um helgina. Rifja upp gamla takta og slá í gegn?

Sísí (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband