6.2.2007 | 11:18
loksins, loksins, loksins
Ég hef oft haldið því fram á seinni árum að ég sé ansi sleipur dansari. Ég er sjálfsagt ókrýnd drottning vondu-dansa-keppnanna ásamt vinkonu minni Sísí. Það krefst nefnilega talsverðar tækni að get dansað illa. Eiginlega meiri heldur en að geta dansað eins og engill. Eða við skulum ekki segja illa, heldur frjálslega. Við erum ansi plássfrekar þegar við förum á gólfið og dönsum af innlifun og innri takti. Leggjum vinnu í sporin okkar og reynum að hafa þau samhæfð. Þar sem að við Sísí erum bestar í samhæfðum dönsum þá hélt ég að ég ætti ekki í vandræðum með að fara í hóptíma í Salsa í Laugum. Ég var orðin svo þreytt á brettinu í gær að ég ákvað að gerast frökk og fara í fyrrnefndan tíma. Ég veit ekki hvort truflaði mig meira, allir speglarnir þarna inni, eða ofurdansstelpan sem var fyrir framan mig með tilheyrandi handasveiflum og geiflum. Mér hefur sjaldan liðið jafn kjánalega og þegar við vorum að endurtaka sömu rútinuna í ca. 35.skipti og ég var ekki ennþá að ná henni og fyrrnefnd stelpa fer að hlæja að mér. Ég gekk út skömmu síðar. Ég hef ákveðið að danshæfileikar mínir njóta sín meira á dansgólfi heldur en í líkamsræktarsal og held mig því við það. Ég held að ég hefði rúlað ef það hefðu verið diskóljós og myrkur...
Gunni er annars kominn í bæinn í tæpan mánuð. Er í verknámi við Versló. Allt gott um það að segja. Nema hvað allt heimilishald verður talsvert flóknara þegar tveir eru saman á heimili heldur en einn. Við höfum rekið okkur á það að okkar eigin vanar og siðir eru að krossast. Hann vill sjóða matinn en ég steikja, hann vill hafa hlutina þarna en ég annars staðar, hann vill fara á æfingu á einum tíma og ég öðrum og svo framvegis. Þetta getur skapað talsverða togstreitu þegar hvorugur vill bakka undan. Við erum bæði sátt við okkar eigin vana. Hann verður líka pirraður á að klukkan mín er ekki í takt við aðrar. Mér er bara e-n veginn ómögulegt að vera alltaf að flýta mér til að vera komin heim eða í hitting á ákveðnum tíma og forðast því eins og heitan eldinn að segja við fólk að ég komi á e-m nákvæmum tíma. Það er alveg dæmt til að mistakast. Mér leikur forvitni á að vita hvernig vinir að vandamenn í svipaðri stöðu leysi svona deilur eða hvort við Gunni séum e-ð einsdæmi hvað þetta varðar???
P.S. LOKSINS, LOKSINS, LOKSINS, er pían að fara að skella sér til New York. Systa fær NY ferð í staðinn fyrir að fermast og ég ákvað að skella mér með. Förum um páskana í 10 daga... SWEET! Ef e-r veit um tiltölulega ódýra gistingu í NY má hann endilega láta vita.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Athugasemdir
Ég er viss um að þú hefðir litið betur út ef ég hefði verið fyrir framan þig ;-) Þú ert freestylemeistari í mínum augum!
Sísí (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 00:26
Úúú... NY er æði!
En í sambandi við togstreitu ykkar Gunna mæli ég með soðnum mat annan hvorn daginn og steiktum hinn... :)
Kata (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 10:05
Tékkaðu á þessu:
http://vids.myspace.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&videoid=617158881
Svona dansa ég :-/
Sísí (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 23:38
Ég held að þetta sé bara þú og Gunni;) Þetta gengur alla vega upp hjá mér og Samma. Með tíma og mat;)
En mér finnst þú líka meistari í dönsum;)
Oddný (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 14:03
Sísí: Ég sé þig alveg fyrir mér vera að dansa með þessu fólki:) Þið eruð frábærar saman að dansa, þú og Anna Heiða
Oddný (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 14:05
Sísí.. mynbandið er gott en við erum ennþá betri. Sé það að við erum klárlega nógu færar til að gefa út kennslumyndband í dansi. Kannski að við ættum að láta verða af því???
Anna Heiða Gunnarsdóttir, 8.2.2007 kl. 14:45
http://www.youtube.com/watch?v=dMH0bHeiRNg þessi er líka góður... sérlega flottur ormurinn hjá honum í miðjunni.
Anna Heiða Gunnarsdóttir, 8.2.2007 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.