Leita í fréttum mbl.is

Ertu geimfari eða geimvera?

Greinilega ekki margir sem létu glepjast af fyrirsögninni hé að neðan. Enginn nema pabbi sem hringdi úi mig um helgina í ótrúlegri geðshræringu og spurði hvort ég væri á leiðinni til Hollywood!! Ég benti honum vinsamlegast á að lesa aðeins lengra....

Bikar í frjálsum fór annars fram um helgina. Fjölnir/Ármann í öðru sæti sem er vel viðunandi árangur miðað við fáránlega uppsetningu ( að mínu mati..)  á liðsmönnum oft á tíðum. Svenni setti nokkur met að venju.. ekkert nýtt þar á ferð!... ekki var ég heldur með að venju... ekkert nýtt þar á ferð!. Hefði gjarnan viljað leggja mitt af mörkum en svona verður þetta bara að vera í bili. Bakið á mér er ótrúlega sveiflukennt núna... stundum í lagi... stundum slæmt.. og það heldur líka víst þannig bara áfram um sinn. Ég er samt alltaf að geta farið að gera meira og meira með tímanum.. fór í gærkvöldi með Gunna og Ottó út að skokka í klukkutíma.. leið þokkalega á eftir. Þannig að þetta þokast í áttina. Verra var formið, var eiginlega alveg búin á því eftir þetta. Það er ekki alveg það sama að geta skokkað í klassanum í klukkutíma á bretti eins og að skokka úti í talsverðum gaddi. Ég verð að fara að vinna í þolinu, er búin að setja mér markmið að hlaupa 10km í Reykjavíkurmaraþoninu á innan við 50 mín. Ég ætla líka að reyna að hætta bara að hugsa um það að það sé e-ð að mér, reyna bara að ignora þetta og hugsa eins og það sé ekkert að... ég er bjartsýn á að það komi mér ansi langt Smile

Er að vinna í því á fullu að redda mér e-i sumarvinnu. Það gengur heldur brösulega, er búin að sækja um á yfir tuttugu stöðum og þar af bara búin að fá svör frá tveimur.. ótrúlega pirrandi! Ef e-r veit um e-ð sniðugt fyrir mig þá má hann endilega hafa samband.

Gunni er búin í verknáminu í Versló og farin aftur á Laugarvatn.. það verður því einmanalegt í búinu! Sérstaklega eftir að leigjendurnir fara líka en þeir eru allir búnir að segja upp og fara út eftir mánuð!... Ekki alveg besti tíminn, þannig að sparnaðurinn okkar Gunna fer beint í að borga af íbúðinni og þar með minna til að eyða úti í Boston....GetLost Helv... Vona bara að við finnum e-a aðra fljótlega!

Sísí vinkona sagði eina bestu ice-braker línu sem ég hef heyrt lengi um helgina: Ertu geimfari eða geimvera???... Algjörlega samhengislaust og við ókunnugan mann.. Snilld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er e-ð sérstakt í uppsetninguna sem þú undrar þig á?? Ef svo er, hvað þá? Djók ég er að vinna að e-m b#"&/% spurningalista. Hélt annars að það kæmi þér ekkert á óvart lengur...

Gunni bara hættur í Verzló, ég ver viss um að hans sé sárt saknað þar. Enda heitur teitur þar á ferð ;-)

Sísí (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 16:15

2 identicon

Hæhæ vinkona,

ertu game í hitting næsta fimmtudag, 8. mars? það er svona eiginlega síðasti séns til að hittast allar áður en ég yfirgef landið. Endilega kommentaðu á bloggið mitt um hvort þú kemst!

B.t.w. þá mæli ég með Sóltúni í sumar! væri gaman að hafa þig í húsinu

Verðum í bandi 

Kata (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband