6.3.2007 | 00:33
The Secret
Á meðan ég átti gott skokk í Laugum í gærkvöldi sá ég einn besta Opruh þátt sem ég hef séð lengi. Hann var allavegna það góður að hann vakti mig til hugsunar. Umræðuefni þáttarins var DVD diskur sem hefur víst farið eins eldur í sinu um heimsbyggðina og kallast The Secret upp á ameríska vísu. Innihaldið er ekki kannski eins og við var búist.. ekki kvikmynd... heldur kennslutæki í því hvernig á að verða farsæll og hamingjusamur. Nokkrir fyrirlesarar sem breiða út boðskap þessa disks voru staddir í sjónvarpssal. Kenningar þeirra snérust um það að með því að hugsa jákvæðar hugsanir laði maður að sér jákvæða hluti, hvort sem það væri ást, peningar, farsæld eða annað. Með því hafi maður stjórn á eigin örlögum og með því að hugsa neikvæðar hugsanir þá hamli maður framförum og auki á óhamingju. Ráðgjafarnir ráðlögðu nokkrum gestum sjónvarpssal með vandræði sem herjuðu á þeim. Þar af var ein kona sem var í talsverðum fjárhagskröggum. Einstæð móðir með takmarkaðar tekjur og komin í mikla skuldasúpu. Átti mann sem skildi hana eftir eina uppi með allar skuldirnar og var hún frekar bitur til hans vegna þess. Þeirra ráðleggingar voru: Hættu að hugsa bara um að skrimta fram að næstu mánaðarmótum, hugsaðu þér lífið eins og þú eigir næga peninga, hugsaðu þér lífið að þú sért hamingjusöm. Ekki vera alltaf að einblína á það að þú sért í skuldasúpu. Einblíndu frekar á hvað þú ætlar að gera til að betrumbæta ástandið. Lærðu að fyrirgefa manninum fyrrverandi og umfram það að fyrirgefa, hugsaðu hvað þú lærðir af þessari reynslu. Hvernig þessi reynsla gerir þig að betri manneskju, lífsreyndari og öruggari. Ein konan sem var ráðleggjandi þarna sagðist ekki vilja vita hvað hefði komið fyrir fólkið sem leitaði leiðsagnar hennar. Það skipti hana engu máli hvort það hefði verið beitt ranglæti eða hvaða óhöppum manneskjan hefði lent í á ævinni. Það eina sem skipti hana máli var hvert mannsekjan ætlaði sér og hvað hún ætlaði að gera til að komast þangað. Nauðsynlegt til að komast áfram í lífinu væri að geta fyrirgefið það gamla og hugsa um það sem reynslu í gagnabankann. Mér fannst þetta góður hugsunarháttur.
Einn góður punktur sem hún kom með og ég hef haft ómeðvitað að leiðarljósi í mörg ár er : Fólk lærir hvernig það á að koma fram við þig eftir því hvernig þú kemur fram við þig sjálfur. Þannig að með því að tala fallega um sjálfan sig og hugsa góðar hugsanir um sjálfan sig þá kennir maður fólkinu í umhverfi sínu að þannig eigi það líka að gera. Þannig byggi maður upp gott sjálftraust og það sést augljólega utan á fólki ef það hefur gott sjálftraust. Fólk sem hefur gott sjálftraust er líklegra til að ná árangri og njóta farsældar.
Annað sem ég hugsa líka oft er hvað það er svo auðvelt að lifa lífinu bara í e-i móðu. Vera stjórnlaus, án markmiða og vera almennt ómeðvitaður um hvað maður getur gert til að vera hamingjusamur. Að vera glaður er hugarástand. Í hvert skipti sem ég er pirruð eða leið eða upplifi slæman dag reyni ég að minna sjálfa mig á að ég hef val: Ég get annað hvort haldið áfram í því hugarástandi sem ég er eða þá tekið þá meðvituðu ákvörðun að ég ætli að vera glöð. Það er bara svo miklu skemmtilegra að lifa lífinu glaður. Að vera hamingjusamur er líka að vera ánægður með það sem maður hefur, ég þarf ekki að eiga fína hluti, fínan bíl, fullkomna íbúð eða fullkomna fjölskyldu. Ég ákveð minn stað í lífinu og get meðvitað breytt þeirri stöðu með framkvæmdum og hugsunum. Ég ætla að rækta þá fjölskyldu sem ég á. Ég ætla að leggja allt í að vera góður vinur vina minna og góð kærasta. Ég ætla að leggja áherslu á að rækta þá hluti sem eru jákvæðir í lífi mínu, vinir sem eru jákvæðir og hafa minn hag og hamingju fyrir brjósti. Forðast að umgangast það fólk sem er neikvætt og dregur úr gleði minni. Ég ætla ekki að alltaf að hlakka til helgarinnar heldur hlakka líka til virku daganna. Hugsa á hverjum degi hvernig ég get varið þeim degi eins vel og ég get. Reyna að láta e-ð gott af mér leiða, að koma e-m öðrum til að brosa eða líða betur er afrek út af fyrir sig. Muna líka að á hverjum degi er hægt að búa til e-a minningu sem getur orðið ógleymanleg. Hver dagur býður upp á nýja möguleika. Ég ætla ekki að kvarta undan því sem að betur gæti farið í lífi mínu heldur gera e-ð í því. Finna leiðir til að vinna úr því. Ég ætla ekki að eyða orku minni í að vera reið út í einn eða neinn. Með því að eyða orku í það er ég að stoppa sjálfa mig í því að vera hamingjusöm og það kemur verst niður á sjálfri mér.
Kjarninn í þessum þætti var þó helst um það að hugarfar skiptir öllu þegar hamingja er annars vegar. Jákvæð orka dregur að sér aðra jákvæða orku. Vera meðvitaður um líf sitt og þá staðreynd að hlutirnir verða ekki að vera eins og þeir eru. Þú hefur máttinn til að breyta, sama á hvaða sviði það er. Mæli með því að þeir sem eru í krísu með sjálfan sig kíki á annað hvort þáttinn eða diskinn. Þetta var ágætis áminning á því hvaða hlutir skipta máli í lífinu. Muna að hamingja er val.. ekki áfangastaður sem maður kemst á þegar þetta verkefni er búið, eða á næsta ári, þegar þú ert búinn með skólann, hitta rétta manninn eða álíka.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Athugasemdir
Ég er nýbúin að eignast þessa mynd og ég er sammála, boðskapurinn í henni er fínn og mannbætandi. Góður pistill, takk fyrir
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 00:43
Hæ...ég vildi sjá þennan þátt. Er búin að skoða What the bleep do we knoe og the secret hef ég átt í meira en ár. Er búin að stúdera fólk og samskipti í meira en tuttugu ár...og bara VEIT að akkúrat svona virkar þetta. Hef sko rekið mig á mína eigin veggi en lært sem betur fer að komast í gegnum þá og skilja að bara ég er ábyrg fyrir mínu. Takk aftur..fínn pistill.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 00:54
Eins og talað út úr mínu hjarta!! Ég tók eftir miklum breytingum frá örðum eftir að ég breytti mínu hugarfari sjálf...virkar ferlega vel!!
Harpa (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 13:02
Heyr heyr! Einfaldur boðskapur sem þarf að ítreka aftur og aftur þangað til hann síast inn..
Björg (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 14:06
Ég hef oft heyrt að það sem er ekki jákvætt, það er skrítið. Þú ert þá ekki skrítin er það?
Sísí (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 09:58
Sísí mín.. ertu á e-m lyfjum? Þessi setning hjá þér meikaði ekki neinn sens... Annað hvort var þetta e-r heimspekileg pæling... eða varstu að vísa í það að ég væri ekki jákvæð?...
Anna Heiða Gunnarsdóttir, 9.3.2007 kl. 11:14
Já maður spyr sig.. lyfjum... þú ert nú ekkert sértaklega jákvæð þarna. Ég held að ég sé ofur jákvæð, hélt að þú værir það líka.
Sísí (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 21:39
Mer fannst thessi setning alveg eiga vid herna... er ad lesa bunka af rannsoknargreinum nuna og thegar eg las thessa setningu mundi eg bara eftir bloggfaerslunni thinni
Studies of emotion regulation in older participants have consistently reported that forgetting the bad times and remembering the goo times are strongly associated with well being and overall life satisfaction.
Og thetta segja visindamennirnir svo that hlytur ad vera satt !!
kata (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.