Leita í fréttum mbl.is

Vavavúva...

Erfið helgi að baki. Fór með 25 stykki af 9-11 ára skrímslum á Laugarvatn í æfingabúðir um helgina. Það tekur á...  Sérstaklega þar sem við Þórey vorum bara tvær með einu foreldri. Þetta tókst samt furðu vel.  Gekk allt smurt fyrir sig, engin meiðsli og gráturinn í lágmarki.  Það er helst að krakkarnir voru svo óþægir að það tók extra á fyrir okkur Þóreyju.  Þurftum að byrsta okkur nokkrum sinnum. Stoppuðum í Eden á bakleiðinni og fengum okkur ís. Leiðinlegt að sjá að staðurinn hefur misst gamlan sjarma. Man þegar ég fór þangað í æsku þá var alltaf troðfullt um helgar hvort sem það var vetur eða sumar. Það voru nokkrar hræður þar núna og lítið um stemningu. 

Fór annars líka á sérlega vel heppnaða árshátíð KHÍ á föstudagskvöldið.  Skemmtiatriði góð, maturinn frábær og salurinn flottur. Björgvin Franz sá um skemmtiatriði og var ógleymanlegur í því hlutverki. Við Gunni vorum manna duglegust á dansgólfinu. Er ekki frá því að ég hafi séð nýja danshlið á honum Gunna. Hann var alveg að slá mig út í flottum múvum... og þá er nú mikið sagt Happy

Núna tekur við ansi þétt prógram fram að páskum í verkefnum í skóla, hjálpa Gunna við verkefnið sitt og undirbúningi fyrir fermingu Betu og fleira. Förum svo út til Boston 28.mars og verðum í 11 daga. Það er eins gott að ég taki með mér námsbækur af því að stuttu eftir heimkomu taka við verkleg próf og beint á eftir bókleg. Þetta er ansi stíf önn núna. Mikið af erfiðum kúrsum sem gilda mikið í einingum talið. Það er varla að það sé tími til æfinga og vinnu. Setti nýtt met í slökum fjölda æfinga í seinustu viku... allt í allt tvær æfingar! Enda líður mér frekar illa í skrokknum núna. Ætla að taka mig á... og ég held ég sé bara farin núna á æfingu. Bið að heilsaaaaaaa......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband