Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðing....

Þeir sem mig þekkja vita að ég er harður trúleysingi af verstu sort og hef verið síðan stuttu eftir fermingu. Ég á því bágt með mig núna þegar litla systa er að fara að fermast næstu helgi. Hún þylur trúarjátninguna í hvívetna af slíkri áfergju að mér sundlar við, fyrir utan að það skortir alla innlifun og meiningu í upplestrinum hjá henni. Hún les hana til minnis en ekki meiningar. Enda ekki við öðru að búast, kornung stúlkan sem ekki hefur ennþá myndað sér almennilega skoðun á lífinu og tilverunni. Ég man hvernig var að vera í þessari stöðu. Þegar maður er 14 ára veit maður lítið. Lífið hjá mér snérist um íþróttir, vini og sæta stráka, skólann, félagslíf og hugsanlega e-a tónlist líka. Það var enginn tími eða þroski til að hugsa um það hvað að vera trúaður er í raun og veru og hvort að það væri yfirhöfuð skynsemi í því að trúa á guð. Ég er sjóaðri í lífinu og tilverunni núna og tel mig vita betur. Systa veit afstöðu mína til þessara mála en samt reyndi ég ekki að troða skoðun minni upp á hana. Ég man að lífið var auðveldara þegar maður trúði því í raun og veru að allir færu til himnaríkis eftir dauðann og að það væri í raun og veru e-ð til sem heitir sál og guð. Það er dapulegra að vita að svo er ekki. Talsverður kvíði og óþægindi fylgja hugsunum um dauðann. Vissulega leiðinlegri kosturinn af tveimur. Ég tengi hugsanir um tilvist eftir dauðann við barnslega einlægni. Svipað því að trúa á jólasveininn sem barn. E-ð sem getur verið ágætt að segja börnum til að forðast spurninguna um dauðann en á ekki að vara mikið lengur en það. E-ð sem fullorðið fólk með viti ætti ekki að stunda. En þetta er vissulega bara mín skoðun. Þess vegna eins og áður sagði hef ég ekki lagt í það að telja systur minni hughvarft. Ég er nokkuð viss um að hún vex upp úr þessu. Enda klár stelpa.

Það versta þykir mér þó að þessar fermingar eru tímaskekkja. Það á að gefa þessum krökkum færi á að vaxa upp úr þessu. Mér sýnist þetta vera ansi gamalt samsæri innan kirkjunnar. Hafa ferminguna nógu snemma svo að  krakkkarnir átti sig ekki á því hvað þau eru að gera. Ég efast stórlega að þessi ca. 95% allra 14 ára barna á landinu (mín ágiskun) myndi ferma sig ef ferming yrði við 18 ára aldurinn í staðinn. Ég hugsa að það yrði frekar um 15% eða svo. Til að vera ekki að hvetja systu til að ferma sig bauð ég henni að hún fengi nákvæmlega sömu gjöf frá mér hvort sem hún myndi ferma sig eða ekki. Til að hvatinn til fermingar yrði ekki til staðar vegna gjafanna. Ég veit að mamma gerði hið sama. Það hafði greinilega lítil áhrif. Hún stóð við áætluð plön.

Annað sem ég hef áhyggjur af. Ef ég myndi vilja gifta mig e-n daginn. Hvers konar athöfn gæti það orðið? Ég vildi að það væri til e-s konar aðili sem gæti talað um ástina, lífið og skuldbindingu á fallegan hátt án þess að e-s konar guðlegt tal komi við sögu. E-ð sem væri samt hátíðlegra heldur en að gifta sig á einhverri skrifstofu. Meira svona einhvers staðar á fallegum stað í náttúrunni eða stað sem væri brúðhjónunum hjartanu nær. Ábendingar vel þegnar. Sé fyrir mér fullorðna manneskju sem er vel sjóuð í lífinu og ástinni og gæti talað af reynslu á fallegan hátt um hvað það er fallegt þegar tvær manneskjur hafa ákveðið að eyða lífinu saman.  Ég held að það sé ekki til slíkt embætti. Það mætti þó vel vera fyrir okkur sem erum trúlaus í heimi þar sem trú er jafn sjálfsögð og ristað brauð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sýslumaðurinn sem gefur fólk saman getur farið á "einhvern fallegan stað í náttúrunni". Ég veit ekki hvort hann haldi
ræðu, en vonandi gæti einhver ættingi tekið það að sér.

Hvað ferminguna varðar þá er það auðvitað hárrétt að með hverju árinu myndi hlutfallið fækka. Í fyrra sá ég einmitt viðtal við prest í einhverju blaði þar sem hann viðurkenndi þetta. Skal setja hana hingað inn ef ég finn hana.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.3.2007 kl. 01:32

2 identicon

Ég finn til með þér, ég myndi líka örvænta ef litla systir mín hefði samþykkt að láta nauðga á sér höfðinu í heyranda hljóði. Mikið er þetta ljótt að heyra. Bróðir minn fermdi sig borgaralega og ég hef sjaldan verið eins stoltur af kauða þó hann hafi gefið mér mörg önnur tilfelli til. Þessi borgaralega ferming var einfaldlega algjör snilld, Siðmennt félaginu til mikils sóma.

nerdumdigitalis (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 00:58

3 identicon

Til hamingju með litlu systur, ertu ekki stolt!

Sísí (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband