Leita í fréttum mbl.is

Annríki

Æði strembin vika brátt að baki. Flutti fyrirlestur í fyrradag í skólanum sem er búinn að taka talsverðan tíma upp á síðkastið. Erfitt að standa í hópavinnu, oft erfitt að púsla saman lausum tíma hjá mörgum aðilum, sérstaklega þegar tímar eru til að verða kl.4-5 á daginn í skólanum. Búið að vera nóg að gera við þjálfun og vinnu líka og svo eru Gunni líka að klára lokaverkefnið sitt og ég hef reynt að hjálpa til við það. Ofan á þetta allt saman var fermingin hennar Betu systur á fimmtudaginn.

Ég sagði við mömmu fyrir athöfnina að ég ætlaði ekki að fara upp að altarinu og að ég ætlaði ekki að syngja.... við komum svo í kirkjuna og það fyrsta sem ég geri.... fara upp að altarinu og syngja!!! Séra Helgu Soffíu fannst svo sniðugt að þar sem við vorum svo fá sem vorum viðstödd að við myndum bara sitja öll upp við altarið og bað okkur um taka vel undir í söng. Hún má nú eiga það að hún gerði sérlega vel úr þessari athöfn. Hún náði á e-n hátt að gera athöfnina hátíðlega þrátt fyrir að það við værum bara 6 í kirkjunni eða svo. Veislan er svo á sunnudaginn. Það er nú talsvert umstang í kringum það. Veislan verður nú þó ekki stór, ca.30-40 manns.

Næsta vika verður ekki minna þéttsetin. Sérstaklega mánudagurinn. Það er margt sem er búið að sitja á hakanum upp á síðkastið. Þarf líka að klára mörg atriði og verkefni áður en ég fer út til Boston á miðvikudaginn. Hausinn á mér snýst eiginlega bara í hringi þegar ég fer að hugsa um það. Nýr kennari sem mætti í skólann í þessari viku, ákvað að setja fyrir ein þrjú verkefni, bæði einstaklings og hópaverkefni, og það á að skilast allt annað hvort núna fyrir páska eða daginn eftir páska... hell hole.....Þoli ekki svona asnaskap. Innan við mánuður í fyrsta próf og kennarar gera ekki annað en að dúndra á okkur verkefnum. Það er alltaf sama sagan. Ég er búin að vera núna þrjú ár í háskóla en maður virðist seint læra að svona er þetta alltaf.

 

En VVVVVÁÁÁÁÁÁÁ...... hvað ég hlakka til að fara út á miðvikudaginn W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband