25.3.2007 | 00:13
Fræðsla fyrir íþróttaiðkendur og þjálfara
Ég hef lengi gengið með þá hugmynd í hausnum á hvaða hátt fyrirbyggjandi fræðslu til íþróttamanna væri best á kosið. Margt sem mér hefur dottið í hug, þ.á.m. að á eftir hverri íþróttasamantekt á sunnudögum á Ríkissjónvarpinu væri hægt að hafa ca. 5 mín. innskot með fróðleiksmolum. Þetta er sama bara hugmynd en vel framkvæmanleg ef viljin er fyrir hendi. Það er þó margt sem ekki er hægt að kenna nema maður á mann en þó er líka ýmislegt sem hægt er að taka til í handraðanum. Það er t.d. hægt að kenna fólki ýmislegt um líkamstöðu og beitingu með sjónrænni kennslu. Ef það er e-ð sem ég hef lært í sjúkraþjálfuninni þá er það að vitlaus líkamsbeiting skilar sér í næstum 100% tilfella í e-s konar einkennum, ef ekki núna þá síðar. Manneskja sem er undir meira álagi líkamlega annað hvort tengdu vinnu eða íþróttum fær mjög fyrirséð meiðsli út frá því hvaða líkamstýpa hún er og hvernig hreyfingar eru í liðamótum hans. Allt sögð saga en ég held að fólk oft geri sér grein fyrir því að það er að beita sér vitlaust en er of latt til að gera e-ð í því. Nákvæmlega þetta sama fólk fer til sjúkraþjálfara, hnykkjara, nuddara eða annarra aðila og ætlast til að vandamálið sé lagað án þess að það þurfi að leggja e-ð af mörkum.
Manneskja sem er með skekkju í líkamanum lagast ekki með hnykkingu eða nuddi!!!! Þessar aðferðir eru tímabundin lausn á vandamáli sem lagast ekki með þessum aðferðum.
Það eina sem dugar til að rétta af skekkju er að teygja á of stífum vöðvum og æfa vöðva sem eru of stuttir. Einstaklingur sem fer alltaf í ræktinga 3x í viku og gerir alltaf nákvæmlega sömu æfingarnar styttist í sumum vöðvum en slappast í öðrum og niðurstaðan verður........ skekkja. Fjölbreytni í æfingum er gulli betri. Það er líka sögð saga að ef einstaklingur finnur verk.... og heldur áfram að hjakkast í honum endar í meiðslum.
Ein algengasta brenglunin sem sést í líkamsræktar stöðvum í dag er spegla-syndromið. Einstaklingar sem æfa bara vöðvana sem þeir sjá í speglunum. Mjög algengt!!!! Vöðvarnir sem sjást ekki í speglinum eru þó yfirleitt vöðvarnir sem þurfa hvað mesta umhyggju, aftanlærisvöðvarnir, rassvöðvarnir og bakvöðvarnir. Ég hef séð nógu mörg dæmi til að ég geti kallað þetta syndrome.
Oft sem áður þegar ég er stödd í Laugum, sé ég fólk sem annað hvort framkvæmir æfingar vitlaust, beitir sér vitlaust við æfingarnar, er með mjög ranga líkamsstöðu eða veit bara yfirhöfuð ekkert hvað það er að gera þarna. Ég þarf svo sannarlega að bíta á jaxlinn til að segja ekkert. Það myndi sennilega líka í flestum tilfellum bara fnussa við því ef ég myndi leiðrétta það. Ég hef óendanlega þrá til að ausa úr viskubrunni mínum. Það er þó vissara að halda sér á mottunni stundum. Ég vildi bara að fólk hefði almennt jafn mikinn áhuga á svona hlutum eins og ég.... en það fer því miður lítið fyrir því.
Ég hef hugsað mér þó að gefa vinum og vandamönnum nokkra punkta um líkamsbeitingu og þjálfun af og til á þessari síðu héðan í frá... svona til að fá útrás fyrir innbyggða spennu. Ég ætla að byrja á nokkrum punktum um ofþjálfun fyrst. Njótið :)
Ef grunur er um ofþjálfun skal einstaklingur undir eins draga úr álagi á æfingum, fara til læknis og athuga ástandið áður en þjálfun er haldið áfram. Ofþjálfun getur valdið meiðslum, sjúkdómum og síðast en ekki síst langvarandi afturför í getu. Einkenni hér fyrir neðan skal ávallt taka alvarlega og bregðast við af alvöru.
Hvað er ofþjálfun: Ofaukið álag vegna æfinga og hugsanlega annarra þátta sem orsakar langvarandi afturför í afkastagetu. Venjulega tengt lífeðlisfræðilegum og/eða sálrænum breytingum. Einkenni geta varað í margar vikur eða mánuði.
Nokkur einkenni ofþjálfunar:
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Af mbl.is
Erlent
- Ríkisstjórn Ísraels samþykkir vopnahlé
- Breytingar bera árangur: París verður hjólaborg
- Byggja geymslu fyrir kjarnorkueldsneyti
- Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið
- Verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna
- Sonja í fullu fjöri með gangráðinn
- Hæstiréttur staðfestir TikTok-bann
- Öryggisráð Ísraels samþykkir vopnahlé
- Fasísk öfl bak við innbrot í sendiráð
- Kennari stunginn í Svíþjóð
Athugasemdir
Heyr heyr Anna Heiða! Gott framtak!. Fékk einmitt að njóta fróðleiksmola sem usu úr þínum viskubrunni áðan í Klassanum:) P.s ég er með spegla-syndrome;)
Þórey (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.