Leita í fréttum mbl.is

Heilhveitis ananas

Jæja.. þá fer að styttast í bæjarrúnt. Enda kominn tími til.. ég er farin að sakna Reykjavíkur!  Það er eiginlega soldið skrítið að mér líður eiginlega frekar eins og sé í útlöndum heldur en á Íslandi þar sem ég er umkringd útlendingum allan daginn og er alltaf að skrifa e-mail á ensku. Þannig að koma heim til mömmu er eins og að koma heim frá útlöndum. .. sem er alltaf ánægjulegt. Það er nú samt ótrúlegt hvað maður hittir mikið af fólki hérna.. eins og bara í gær þá var kærasti hennar Eyrúnar hérna og í seinustu viku var öll strollan af ættingjum mínum hérna og ég er alltaf að hitta e-ð fólk sem ég þekki. Ég er annars frekar löt að æfa hérna... en fékk smá áminningu í gær þegar tvær konur á skrifstofunni hjá mér spurðu mig hvort ég væri nokkuð ólétt....... Ég fór í gymmið á eftir og tók vel á því svo ekki sé meira sagt. !!!??! Ég ætla líka að taka World class með trompi þessa viku sem ég verð í bænum ef e-r vill koma með?..

Ég er annars farin að pæla í að kíkja e-ð út í haust... ef sumarið verður svona áfram þá er ekkert vit í því að hanga hérna áfram.. ef e-r rekst á e-ð gott tilboð þá er ég til!!!?!!.. Ég er annars með frekar limited budget.. ef maður á að kaupa e-a íbúð í haust þá er ekkert vit í því að fara í rándýra utanlandsferð.. því miður... Taíland verður bara að bíða lengur eftir mér!

Ottó er annars bara hress... fyrir utan það að hann var e-ð reiður við mig um daginn af því ég skildi hann eftir einan heima soldið lengi og drengurinn tók sig til og meig á alla skóna mína..... sem voru bæ the wei... uppi í skógrind! Hann var líka soldið furðulegur í nótt.. vaknaði með andköfum svona um 4 hljóp uppá eldhúsborð og byrjaði að gelta eins og óður maður... veit ekki alveg hvað hljóp í hann??!!!? Hann er samt töffari...

Ég er með góða reglu sem mætur kennari í MR kenndi mér.. í staðinn fyrir að segja helvítis andskotans...þá segir maður heilhveitis ananas... góð regla ef maður er með krakka nálægt :)

Annars velkomin heim Berglind ef þú sérð þetta :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband