Leita í fréttum mbl.is

Handbendi djöfulsins

Sem endranær var ég með krakkana mína í frjálsum á æfingu á fimmtudaginn. Ég var með nýjan hóp af krökkum sem var einungis skipaður af tuttugu stykkjum af 7 ára strákum. Það er óhætt að segja að það var fjör Pinch Ærslagangurinn mikill og svona eins og vera ber. Krakkarnir sitja allir fyrir framan mig og ég er að segja þeim frá húsreglum og svona... Ég minnist á þagnarmerkið sem er útrétt hönd með ýmsum útfærslum. Sumir strákanna vildu hafa það á einn hátt og aðrir annan. Allt í góðu... ég fer svo að sýna ýmsar útfærslur en segi þeim að þetta þýði allt það sama hvernig sem ég geri það... hvort sem ég er með lokaðan hnefa eða einn putta úti eða hvað. Ein af þessum handbendingum var svo rokkaramerkið... eða kýr-merkið eins og ég kýs að kalla það:

 

rock´nroll

 

Þá segir einn strákurinn mjög alvarlegur:

Þetta er alveg bannað, þetta þýðir að þú sért að fucka guði!!!!!

 

Ég hef bara aldrei vitað annað eins.... við sprungum öll úr hlátri sem vorum þarna.... hvar læra börn svona hluti spyr ég nú bara?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha yndislegt!

Kata (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband