16.6.2006 | 11:49
Byssuóður veðurfréttamaður.....
Þetta sumar er búið að vera alveg úber lélegt... rigning uppá hvern einasta dag. Ég bara man ekki eftir öðru eins. Vá hvað ég vorkenni greyið unglingunum að þurfa að vinna úti í þessu veðri. Ég svo sem þekki það af eigin raun.... vann í mörg sumur í kirkjugarðinum. En þar sem að sálarástand mitt er eitthvað svo nátengt veðrinu núna þá er ég stanslaust þreytt. Ég bara get ekki vaknað... ég snooza alltaf svona fimm sinnum... og bíð alltaf alveg fram á seinustu stundu með að fara á fætur og er þar af leiðandi alltaf frekar úldin og í illa samsettum fötum og með úfið hár... og ég sem í bjartsýni minni tók eiginlega bara með mér e-r sumarföt hingað... hélt að sumarið væri nú á næsta leyti.... en nei....
Þar af leiðandi er ég að finna sjálfa mig í undarlegum aðstæðum.. ég er komin með þráhyggju fyrir því að skoða veðurfréttirnar!!!! Ég hugsa að ég fari svona að meðaltali 10 sinnum á dag að skoða mbl.is og vedur.is... alltaf með bjartsýnina að vopni.. nú skal það sko gerast... nú kemur sól! En það bara gerist ekki og í hvert skipti missi ég alveg endanlega vonina á því að það komi e-n tímann e-ð sumar hérna.... hvað ef að núna er bara sumarið þar sem að enginn golfstraumur kemur til Íslands og það verður bara endalaus lægð og suðvestanátt og strekkingur með vaxandi vindi... og bara rigning í allt sumar og svo kemur bara vetur í ágúst..... maður veit aldrei.....það gæti alveg gerst!
Ég var annars að hugsa í gær hvað það er ofboðslega langt síðan það var e-ð almennilegt eldgos á Íslandi.. það er ekkert fútt í þessu hjá okkur! Það væri soldið spennó ef Hekla kæmi bara með risagos eða Katla eða e-r af þessum stóru fjöllum... og allir að koma til Íslands til að skoða og mega action í gangi.... ekki það að ég vilji að e-r meiði sig eða svoleiðis.. ég held að það sé bara kominn tími til að Ísland fari að standa undir nafni og geri e-ð til að koma okkur í fréttirnar erlendis fyrir e-ð annað en fjármálabrask.
Ég er annars alltaf að gera mitt besta til að skoða umhverfið á Snæfellsnesinu.. nafla alheimsins.. menningarsvæðið.. eins og yfirmaður minn segir. Fórum í Kolgrafarfjörð í gærkvöldi.. Gunni plataði mig til þess að prófa að skjóta... held ég geri það varla aftur. Ég datt næstum því aftur þegar byssan þrykktist í öxlina á mér... fattaði svo ekki að maður má víst ekki sleppa byssunni við svoleiðis högg... Gunni varð hræddur um að ég mundi óvart skjóta hann. Það gerðist nú samt sem betur fer ekki :) Fékk líka þessa svakalegu hellu fyrir eyrun.. var með hana í dágóðan tíma á eftir! Við skelltum okkur svo að labba upp að e-m foss þarna í firðinum. Ottó greyið vældi eins og kerling.. þorði varla yfir.. komum honum þó á endanum, kannski ekki skrítið.... strákurinn að synda í fyrsta skipti. Ég var rosa stolt af honum, gæti trúað að þetta sé svipuð tilfinning og að sjá barnið sitt labba í fyrsta skipti... mjög tilfinningaþrungið! Við ákváðum svo að henda honum ofan í e-n sæmilega lítinn hyl þarna á bakaleiðinni... héldum að hann yrði kannski hræddur en strákurinn bara stóð kyrr.. held að hann hafi kannski haldið að hann ætti að fara í bað þarna! Æ hann er e-ð svo vitlaus greyið... Létum hann svo hlaupa á eftir bílnum dágóðan spotta eftir gönguna... litla greyið var farið að froðufella eins og óður maður og það var farið að blæða úr loppunum á honum eftir það litla greyið mitt var alveg búið á því.. þegar hann kom heim borðaði hann tvær dollur af hundamat á innan við tveim mínútum... hlýtur að vera e-s konar met hjá hundi.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Athugasemdir
Fínt blog hjá þér vinkona. Það er hræðilegt að hafa þig út á landi. Þú munt missa af afmælisgleðinni hennar Laufeyjar á morgun. Við ætlum út að borða og hafa fjör. Annars er lítið af mér að frétta, var að klára vaktasyrpu sem er alltaf ljúft :-)
Sísí (IP-tala skráð) 17.6.2006 kl. 02:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.