Leita í fréttum mbl.is

AFMÆLI..... og pirri-pirr!

Jæja vinir nær og fjær þá fer að líða að því að ég fari að halda uppá stærsta og merkilegasta dag ársins... afmælið mitt, sem er á þeim alflottasta degi ársins......19. júlí... en þar sem ég er að vinna þá er búið að ákveða( í samráði við Kötu.. :)  að halda það þann 15. í staðinn sem er næsti laugardagur... og það er bara öllum boðið! Er ekki alveg búin að ákveða hvað verður gert en það verður pottþétt e-ð alveg ótrúlega skemmtilegtHlæjandi eins og mín er von og vísaUllandi... hver man ekki eftir tvítugs afmælinu mínu???.... alveg megas stuð....  ætlunin er að gera betur núna!... þið sem vitið að ykkur er boðið endilega látið vita ef þig komist ekki....   ætlunin er að þetta verði skemmtilegasti dagurinn á árinu. Ég er búin að leggja inn beiðni um gott veður... man ekki eftir einum einasta afmælisdegi þar sem var vont veður. Allavegna takið daginn frá Koss Ef þið verðið í góðum fílíng og skemmtilegum fötum þá er aldrei að vita nema að ég splæsi á vín og kannski mat... Hissa

Er annars á leiðinni á Ólafsvík eftir vinnu.. sem er reyndar ekki fyrr en eftir kl.22:00 enda er fjörið rétt að byrja þá. Ég og Ottó ætlum að hella í okkur :) Gunni er á vakt þar alla helgina svo er aldrei að vita nema maður heilsi uppá pabba sem er staddur þarna með frú og börn.

Sportfræðsla

 Ég framkvæmdi ljótan glæp í morgun................... gegn bakinu mínu! Fór út að skokka ætlaði að skokka í tuttugu mínútur í fjórum hollum.... svo var bara svo helvíti hvasst að ég ákvað að taka þetta bara í einum rykk!!!!!!!! Fór illa að ráði mínu... og er að gjalda fyrir það núna! Það er víst erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og sama á víst við um mig..... virðist aldrei ætla að læra af mistökum mínum!

 Var að hugsa um daginn... af hverju í ósköpunum hefur aldrei verið svona fræðslumyndband í sjónvarpinu fyrir íþróttamenn: Hvernig á að forðast íþróttameiðsl, meðhöndlun og bati. Svona eins og óhöpp í umferðinni... eða snjóflóðavarnir... eða slys á heimilinu! Það væri fræðsla sem gæti alveg actually komið e-m að notum. Er að spá í að gera e-ð svona þegar ég er útskrifuð úr sjúkraþjálfun. Það má enginn stela þessari hugmynd!!!!!  Held að það væri alveg tilvalið að sýna þetta á RÚV á eftir helgarsportinu. Gæti verið sponsorað af Lyfju eða actavis. Ég er samt ábyggilega ekki að finna upp hjólið í þeim efnum en e-n veginn verður að koma þessu til almennings!!!!

Var að hugsa þetta um daginn þegar ég fór að hugleiða hversu margt sem ég er búin að læra í skólanum sem ég hefði viljað vita fyrir nokkrum árum... t.d. þegar maður var 16 ára og æfði eins og brjálæðingur og eyðilagði allt sem hægt er að eyðileggja í líkamanum og ég er ennþá að borga fyrir það í dag....... Held að íþróttafólk viti ekki almennilega hvað það er hægt að fyrirbyggja mörg meiðsli með réttri þjálfun. Held að það sé líka ótrúlega mikill skortur á fræðsu fyrir þjálfara um öll svona meiðsli, einkenni og hversu mikið álag er hæfilegt fyrir ungt fólk í íþróttum. Ég held að það eigi til að gleymast soldið þegar fólk er efnilegt og tilbúið að leggja mikið á sig til að vera best hvað er hæfilegt álag fyrir aldur þeirra! Ég verð svo reið alltaf þegar ég hugsa um þetta af því að í svona 85% tilvika í mínum meiðslum hefði verið hægt að koma í veg fyrir það mjög snemma hefði þjálfarinn minn vitað hvað væri í gangi og getað þekkt byrjunareinkennin. Það er e-ð sem maður á ekki að læra af biturri reynslu. Ég er náttúrulega ekki að taka ábyrgðina af sjálfri mér en hvað veit maður þegar maður er ákafur og ætlar sér stóra hluti! Ég þoli líka ekki allt þetta tal um að afreksíþróttafólk sé fólkið sem gerði aukaæfingar og lagði extra mikið á sig...... stundum er bara allt þetta extra óþarfi og beinlínis hættulegt og því má ekki gleyma! Það á að gera ráð fyrir því að krakkar taki þetta fólk sér til fyrirmyndar og geri allt sem það segir að sé nauðsynlegt til að ná árangri. Þið getið rétt svo ímyndað ykkur ef að Eiður Smári myndi segja í viðtali að til þess að ná árangri í fótbolta þyrfti maður að æfa að minnsta kosti 6 tíma á dag af áköfum æfingum. Allir pollar eldri en sex ára myndu taka sér þetta til fyrirmyndar og fara eftir þessu.....

Svo ég sleppi mér nú alveg í pirringnum!

 

P.s. Björn Ásgeir þú ert sætastur Koss

Ætla annars að reyna að skella inn skemmtilegri mynd af mér og Kolbrúnu í góðum fíling á Spáni

 

 


_seatour_users_kristin_my_documents_my_pictures_anna_h.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gastu ekki haft myndina aðeins minni anna mín!? :þ

Björg (IP-tala skráð) 2.7.2006 kl. 14:30

2 identicon

Ég reyndi... kann ekki alveg nógu vel á þetta myndaforrit hérna :) Byrjendamistök!

Anna Heiða (IP-tala skráð) 2.7.2006 kl. 16:53

3 identicon

Mjög sæt skilaboð og bara sömleiðis.

kveðja BÁS

Björn Ásgeir (IP-tala skráð) 2.7.2006 kl. 19:01

4 identicon

Ég er hrædd um að ég sé að vinna 15.júlí á kvöldvakt og svo morgunvakt daginn eftir... annars hefði ég nú pottþétt mætt í góðum fíling, en það verður víst að bíða betri tíma :)

Inga Rós (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 19:29

5 identicon

Ég verð bara á Spáni 15.júlí þannig að ég kemst ekki heldur...:( En samt:) því ég verð á Spáni.....
Kveðja Oddný

Oddný (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband