Leita í fréttum mbl.is

Why don´t you do like the trees and - leave.....

Jæja, núna er ég búin að vinna næstum viku í nýju vinnunni. Gengur annars mjög vel og frábært hvað ég fæ að gera mikið. Er farin að bóka fólk á mig í meðferð og allt. Fékk meira að segja bók til að geta skráð alla sjúklingana á mig. Meðferðin er nú reyndar oft ekki mjög flókin - stundum ekki neitt nema bara göngutúr á mínus hraða í 10 mín. eða e-ð þannig en samt.... ég er orðin sjúkraþjálfari :)

Ég er núna á frekar stuttum tíma búin að breyta mjög mikið áliti mínu á gömlu fólki. Áður en ég fór að vinna þarna þá var ég eiginlega hrædd við gamalt fólk. Ég hélt alltaf að ég ætti eftir að eiga í vandræðum með að halda uppi samræðum við það af því að kynslóðabilið væri svo mikið. Gat ekki ímyndað mér að ég ætti eftir að eiga e-ð sameiginlegt með fólki fætt um byrjun seinustu aldar. Er núna búin að fatta að þetta voru bara fordómar í mér. Allt þetta gamla fólk var e-n tíman ungt eins og ég og upplifði sömu væntingar og þrár til lífsins og ég hef einmitt núna.

Mikið af fólkinu þarna er með e-s konar heilabilun, fengið slag eða er með hrörnunarsjúkdóm. Er nú þegar búin að lenda í nokkrum skemmtilegum aðstæðum. Lenti meðal annars í samræðum við konu á níræðisaldri um daginn sem hélt því fram að hún væri nýflutt til Reykjavíkur og að hún ætti kornabarn... óþarfi að segja það en hún er víst e-ð föst í gamla tímanum. Við áttum í löngu spjalli um það hvernig er að vera ung móðir í Reykjavík. Margt fyndið samt sem fólkið segir sem ég má sennilega ekkert vera að tala um og ætla ekkert að vera að blaðra hér.

Ótrúlegt hvað maður gerir sér grein fyrir því að svona sjúkdómar gera ekki mannamun. Hver sem er getur lent í því að fá heilaslag eða annan kvilla í miðtaugakerfi eins og öðru. Það skiptir engu máli hvort maður er fátækur eða ríkur í svoleiðis aðstæðum. Það er ekki hægt að tryggja sig fyrir svoleiðis aðstæðum né borga sig út út þeim. En það skiptir hins vegar öllu hvort maður er jákvæður eða neikvæður persónuleiki að eðlisfari þegar svoleiðis ágöll dynja á. Gamla fólkið segir að hinir eða þessir séu svo lífsglaðir. Það er sennilega rétt. Fólk sem er lífsglatt vegnar yfirleitt betur bæði fyrir og eftir veikindi. Það styrkir bara ennþá betur þá lífsskoðun mína að reyna að vera ALLTAF glöð.... ekki bara stundum og ekki bara e-ð tilfallandi. Heldur hafa það bara sem lífsmottó. Hætta að vera í fýlu út í hina eða þessa af því þeir gerðu eitthvað eða vera að pirra mig á einhverjum hlutum sem ég get ekkert gert í.

Ég ætla mér því ekkert annað frekar í lífinu en að vera lífslgöð.... má bjóða ykkur að njóta þess með mér????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hae, hae,

Eg verd ad vera sammala ther ad thvi leiti ad eg var ekkert allt of spennt ad fara ad vinna a elliheimili i upphafi... en nuna strax og eg byrjadi filadi eg thad i raemur og hlakka bara til ad byrja nuna i sumar :)

Kikti vid til ad saekja einhverja pappira tharna adur en eg for ut til Manchester og heilsadi upp a folkid... sumir mundu eftir mer adrir ekki... ae, thetta eru svo miklar dullur!!

Kata (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband