Leita í fréttum mbl.is

Ég vissi að ég gæti veðsett ömmu mína uppá að það yrði gott veður í dag!

Það var ekki að spyrja að því.... auðvitað er besta veðrið á landinu á afmælisdaginn minn.... hitamet slegin um alla Evrópu og glampandi sólskin um allan heim! Ég tek þessu auðvitað persónulega og skil það sem svo að heimurinn sé að þakka mér fyrir að vera til. Enda er ég búin að vera í naflaskoðun uppá síðkastið og komist að því að enginn maður er eyland og hverjum þykir sinn fífill fegurstur og að brennt barn forðast eldinn og að hæst bylur í tómri tunnu og komist að því að ég er skemmtilegasta og besta manneskja í heimi.

Annars væri ég nú alveg til í að geta notið gjaflyndi heimsins í mínar hendur á þessu dýrðarinnar drottins degi eins og allir í heiminum eru greinilega sáttir um.... en eins og sannur víkingur þá er ég að vinna til 10 í kvöld. Fór reyndar og skellti mér í sund í hádeginu svona til hátíðarbrigða, það var ágætt. Ég býst svo fastlega við því að Gunni eldi nú e-ð skemmtilegt fyrir mig þegar ég kem heim í kvöld og aldrei að vita nema við skellum okkur að veiða eða í golf í kvöld eftir matinn því eins og NIetzche sagði einu sinni þá eru verðmæti heimsins falin í því fábrotna og allir ættu að prófa það að eyða tíma með sjálfum sér uppí sveit í dágóðan tíma til að kynnast sínum innri manni.

Annars má benda á það að hann faðir minn blessunin hefur ekki enn áttað sig á ástæðunni fyrir góða veðrinu og óskað henni dóttur sinni til hamingju með afmælið....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjáumst á morgun!! Vúhú, loksins færðu gesti :)

kata (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband