2.6.2007 | 22:23
Gott líf..
Mér finnst ástæða að segja öllum frá því hvað ég er glöð. Ég er búin að vera í svo góðum fílíng síðan ég kláraði prófin að það er alveg með ólíkindum. Gæti hugsanlega verið af því að:
- Ég sef núna ein í rúmi (Gunni erlendis). Svefninn verður því talsvert vandaðri þar sem ég sef oft mjög svo laust.
- Ég borða líka svo hollt núna af því það er heilsumánuður í vinnunni og hef ég varla borðað annað en grænmeti og fisk í þrjár vikur núna þannig að það gæti haft áhrif. Finn að ég er miklu orkumeiri á daginn.
- Sumarið er komið og það er svo frábærlega yndislegt að ég get varla lýst því.
- Ég á frábæra vini (þó sumir séu búnir að vera óeðlilega lengi fastir í skólavinnu!!!!!)
- Ég er alheilbrigð og get gert allt sem mig dettur í hug.
- Bakið á mér er orðið gott sem er þvílíkur léttir. Búið að vera ansi leiðinlegt vesen allt of lengi.
- Allir vinir mínir og fjölskylda er heil heilsu sem er mikilvægara en allt annað.
- Ég er svo heppin að hafa fæðst á Íslandi, maður gleymir oft að þakka fyrir það!!!.
- Ég náði öllum prófunum og gott betur en það.
- Ég er að vinna með svo skemmtilegu fólki.
- Ég á frábæran kærasta og tengdafjölskyldu
- Ég og bróðir minn erum loksins orðin sátt við hvort annað eftir marga ára deilur.
Ég hef svo margt jákvætt og gott í lífinu að ég held að ég gleymi oft að þakka fyrir það. Maður á það til að einblína oft á það sem betur mætti fara heldur en að hlúa að öllu því góða. Ég trúi því að framtíðin mín beri svo marga góða hluti í skauti sér. Það er svo gott fyrir sálina að minna sjálfan sig á það reglulega hvað maður hefur margt að þakka fyrir.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Bíddu...hvaða lúðar eru ennþá í skólanum núna???? (ég hló upphátt af sjálfri mér...HERREGUD! Það vottar fyrir smá sýru hérna)
Harpa, Heiðdís, Helga, Helga Björk og Inga Rós, 3.6.2007 kl. 22:26
Já...þetta var ég...bíllinn Hörby
Harpa, Heiðdís, Helga, Helga Björk og Inga Rós, 3.6.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.