24.7.2006 | 14:12
Allsber maður með einn hanska að hlaupa á strönd.... hver man???
Ég verð bara að þakka Kötu og Magga fyrir að koma í heimsókn um helgina. Alveg frábært að fá þau. Við fórum í ótrúlega vel heppnaða hvalaskoðun í Ólafsvík. Sáum ekkert smá mikið af hval, fullt af búrhval, hrefnum, háhyrningum og höfrungum. Mæli með því að allir fari í svona ferð. Ég var ekki með miklar væntingar til ferðarinnar en það er svo gaman þegar manni er komið svona á óvart. Ég alveg hoppaði af spenningi þegar ég sá háhyrningana hoppa í kringum okkur. Svona eins og maður gerir þegar maður er fimm ára. Varð alveg brjáluð og ætlaði að taka myndir á fínu myndavélina sem ég fékk í semi-afmælisgjöf. En í öllum æsingnum náði ég bara einni af svona 200 af actually hvölunum sjálfum, hinar voru flestallar af bakpökum samferðamanna minna eða þá bara sjónum.
Við grilluðum okkur svo pylsur og grænmeti. Ég hefði alveg viljað geta gert miklu meira með þeim en ég varð að vinna frá 2-10 um kvöldið. Greyið Gunni var fastur í e-u rosa máli alla helgina og gat lítið sem ekkert verið með okkur. Held að hann hafi samtals um helgina sofið í tvo tíma alla. Svona er þetta alltaf.... aldrei tími til að gera neitt! Skrítið að eiga bara eitt vikufrí eftir í allt sumar og svo er bara skólinn.... Það verður samt frábært að hætta að vinna.
Fór í siglingu í gæt í vinnunni. Hitti Guðbjart gamla efnafræði kennarann minn úr MR. Spjallaði heilmikið við hann. Man alltaf eftir samlíkingunum hans í efnafræði um jóneindir og allsbera manninn með einn hanska... klasssík... Er samt alltaf jafn hissa þegar gamlir kennarar þekkja mann..... en allavega... Alltaf í enda hverrar siglingar er veiddur ferskur skelfiskur og borðaður um borð. Ég er náttúrulega búin að fara í svo margar ferðir að ég þykist nú kunna handtökin á þesu og ætlaði að sporta fyrir e-m kínverja hvernig ætti að opna ígulker til að ná hrognunum úr... það heppnaðist ekki betur en svo að ég er með milljón ígulkersnálar í þumalfingrinum á mér og það er ekki hægt að ná þeim úr... þær verða bara að vaxa úr og ojjj þetta er ógeðslegt! Það kemur gröftur í þetta með tímanum og þá er hægt að kreista nálarnar út með honum..... held að ég hætti mér ekki til að vinna nokkurn tímann í skelfiskvinnslu.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Athugasemdir
oj oj.. ekki gott að fá ígulkersnálar í puttann.
Ekkert smá heppin með að fá að sjá alla hvalina og fengu gott veður að auki. og mikið er típíst þegar maður ætlar að taka billjón myndir og aðeins 1 nothæf að eitthverju leyti.. þvílíka pirrið það . kv Guðrún Svana gudda.bloggar.is
Guðrún Svana (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 13:14
Hæhæ!!
Takk sömuleiðis, þetta var frábær helgi.
Ég skal taka niður punkta fyrir þig um verslunarmannahelgina hjá Hörpu í kvöld... hringi svo í þig á morgun.
C-ja Kata
kata (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 13:21
Svona ef þú sérð þetta Kata.. þá er allt í eiu orðið e-ð svaka hrefnu-ættarmót á nesinu og strákarnir eru búnir að vera að sjá svona frá 200-300 hrefnur í hverri ferð og þær eru bara að stökkva og með læti.... sem er víst mjög sjaldgæft! Manstu þegar við fórum þá sást bara alltaf rétt í uggann á þeim (eða þetta á bakinu:) en núna eru þeir bara að láta eins háhyrningarnir og stökkva og splassa!!! :)
Anna H (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.