17.6.2007 | 19:42
I like.....
Stórskemmtileg helgi að baki verð ég að segja. Gunni að útkrifast úr Háskólanum og Sísí vinkona líka. Stórveisla var haldin heima hja pabba Gunna á Selfossi með fjölskyldu og vinum um miðjan daginn, seinna um kvöldið var svo veisla hjá Sísí vinkonu. Ég skemmti mér svo alveg frábærlega í þéttum dansi á Vegamótum og fleiri stöðum í góðra vina hópi. Ég var í það góðu skapi að ég lét ekki allavegna klukkutíma biðröð inn á staðinn aftra mér. Á Vegamótum var þvotturinn þveginn, nautið mjólkað og boltunum haldið á lofti fyrir þá sem skilja hvað ég á við. Ég var líka í það góðum fílíng að ég lét nokkur glerbrot í fætinum og snúinn ökkla ekki aftra mér frá því að dansa frá mér allt vit. Fór óvenju seint heim líka eða rétt um 6 leytið. Rölti svo með Hrefnu heim á sárum fótum þangað til að ég sá Gunna í aftursæti merkts lögreglubíls við Melatorgið þar sem hann hafði fengið far sökum ölvunar :) Við létum svo eins og fífl á leiðinni heim og vöktum sennilega hálfan Vesturbæinn. Ógó gaman....
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.