Leita í fréttum mbl.is

Blöðruselir í umferðinni.... þeirra réttur eða okkar?

Mér finnst nokkuð merkilegt hvað lögreglan og yfirvöld eru alltaf e-ð svo úrræðalaus þegar kemur að því að stemma stigu við hraðakstri bifhjólamanna. Ég er á því að helsta hættan sem skapast af bifhjólamönnum sé þegar þeir eru að stinga lögregluna af. Þá gefa þeir vel í og lenda í aðstæðum sem eru ekki bara þeim, heldur öllum sem verða á vegi þeirra, hættulegar. Þar sem ég hef nú talsverða innsýn í þessi mál af því Gunni er lögreglumaður þá sló það mig talsvert þegar hann sagði mér að frá sjónahóli þessara bifhjólamannna þá er alveg eins gott fyrir þá að reyna að stinga lögguna af þegar þeir eru komnir með sekt á annað borð þar sem að sektin fyrir að stinga lögguna af sé rétt um 10 þús. krónur aukalega!!! En nái þeir að stinga lögregluna af geta þeir hugsanlega sloppið algjörlega við sektina, þeir hafa því tíu þúsund að tapa en kannski 100 og e-ð þúsund að vinna. Það finnst mér ansi lágt gjald að greiða fyrir að leggja hugsanlega mörg líf í hættu. Ég skil bara ekki í ósköpunum af hverju þetta gjald fyrir að stinga lögregluna af er ekki hærra.....

Ég skil líka ekki af hverju menn sem keyra á þessum hraða og svona glannalega eru ekki ákærðir á svipaðan hátt og menn sem gera tilraun til morðs þar sem að svona akstur og hegðun finnst mér vera svipað alvarleg og álíka mikil siðblinda og firring sem gerist í hausnum á slíkum einstaklingum.  Ég sé því alveg fyrir mér að akstur yfir 200 km/klst hraða jafngildi 2 - 3 ára fangelsi og kannski 150 - 200 km/klst jafngildi hálfu ári í fangelsi. Ef viðurlögin væru svona hörð myndu þessir blöðruselir hugsanlega ekki taka sénsinn með slíkum hraðakstri. Fyrir mér er þetta ekki spurning um rétt þessara manna til að keyra heldur um rétt okkar til að vera laus við svona lýð í umferðinni.


mbl.is Lögreglan fái búnað til að stöðva hraðakstur bifhjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá. Fara í fangelski í 6 mán fyrir að keyra á 150 km hraða. En fyrir að fara yfir á rauðu ljósi? það skapast mikil hætta við það líka. Eigum við að setja 3 mán í fangelsi fyrir það?

Sumir eiga ekki að vera blogga hérna á mbl 

Boggi (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 21:55

2 identicon

er þá með sömu rökum ekki hægt að dæma mig fyrir morðtilraun ef ég hleyp með skæri?

amj (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 01:19

3 identicon

Ég er mótorhjólamaður,,

 Við mótorhjólamennn erum að gantast með það þessa dagana að hætta að keyra mótorhjólin okkar og fara að snúa okkur bara að ofbelisglæpum og nauðgunum. Það eru einfaldlega minni refsingar fyrir að stunda slíkt en að eiga mótorhjól í dag. Dóur fjölmið'la og götunnar er allavegana farin að hljóma þannig.

 Ein spurning, er ekki orðið í lagi með fólk þegar að það er farið að tala um margra ára fangelsi, naglamottur eða jafnvel skjóta okkur á færi fyrir "umferðalagabrot" eitthvað sem að ég leifi mér að fullyrða að allir sem hafa ökuréttindi hafa eitthverntíman gert.

 Er fólk eins og þú alveg að missa í að dæma náungan?,, veltu þessu aðeins fyrir þér.

Friðgerir Sveinsson (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 01:27

4 identicon

Ég held að enn betri lausn sé einfaldlega að ef menn ekki virði ítrekaðar stöðvunartilraunir lögreglu verði hjólið (eða bíllinn ef svo er) einfaldlega gert upptækt. Einfalt mál. Þeir sem nota kraftmikil ökutæki til að stinga lögguna af hafa ekkert með þau að gera.

Zero (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 07:30

5 identicon

Friðgerir ég held að þið móturhjólamenn þurfið að hætta að gantast með að snúa ykkur að ofbldisglæpum og nauðgunum heldur fylgja umferðarreglunum og þá verðið þið ekki dæmdir í margra ára fangelsi eða hjólið tekið.

Mér virðist þið gleyma aðalatriðinu í þessu sem er EF ÞIÐ FARIÐ EFTIR LÖGUM OG REGLUM ÞÁ ÞURFIÐ ÞIÐ EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF ÞESSU.

Börnin mín hafa meiri rétt til að vera örugg á götunum en þið þessir brjálæðingar sem keyra um eins og hálvitar

Lási (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband