Leita í fréttum mbl.is

Það er gaman að hlaupa

Hressileg helgi að baki. Mikið að gera við vinnu og tómstundir. Goggi galvaski, frjálsíþróttamót fyrir krakka í frjálsum var frá föstudegi til sunnudags í Mosfellsbæ og reyndi ég að nýta allan lausan tíma sem ég hafði til að vera þar hjá krökkunum sem ég er að þjálfa. Alþjóðleikar ungmenna voru líka um helgina en ég var að vinna þar sem sjúkraþjálfari, hellings tími sem fór í það og nokkuð mikið að gera... allavegna meira en ég bjóst við, nokkrar slæmar tognanir, ein sem varð meðvitundarlaus eftir 800m hlaup og svo týningur af hinu og þessu. Góð reynsla í bankann. Komst meira að segja á séns... Blush Ég keppti svo í fyrsta útihlaupinu mínu í sirka 10 ár á laugardaginn, Jónsmessuhlaupinu. Það var hlaupið í Laugardalnum í frábæru veðri um tíuleytið um kvöldið og farið svo í sund á eftir til að verða eitt um nóttina. Ég hljóp 10 km á bara þokkalegasta tíma, 48 mín, náði allavegna takmarkinu en það var að hlaupa undir 50 mín. Það besta við þetta er þó að ég stoppaði ég leiðinni til að kasta ælu... það hefur tekið allavegna eina mínútu giska ég. Þannig að kannski er það ekki svo óraunhæft að hlaupa 10 km á 45 mín í Reykjavíkurmaraþoninu. Sjáum til.... ef líkaminn leyfir.  Brósi hljóp með mér í hlaupinu á laugardaginn, fyrsta skipti sem við systkinin gerum það. Stolt af honum að láta slag standa. Held að hann hafi ekki farið áður í svona hlaup, enda fór hann alltof hratt af stað. Við enduðum allavegna ekki saman á marklínunni.....

Er búin að vera mjög þreytt núna eftir helgina enda var allt á fullu hjá mér og enginn tími til að jafna sig eftir vinnuvikuna. Þjáist af krónísku svefnleysi, tími e-n veginn aldrei að fara snemma að sofa þegar það er svona gott veður og sól næstum allan sólarhringinn.

Ég ætlaði annars að vera búin að skrifa inn hér nokkrar vísur sem kallarnir í Sóltúni eru að kenna mér... það kemur vonandi bráðlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband