7.8.2006 | 14:31
Af gáfuðum hundum og ferðalögum
OH, ég átti alveg frábæra viku. Við Gunni vorum saman í fríi frá þriðjudegi svo við ákváðum að gera e-ð skemmtilegt. Stoppuðum í Reykjavík eina nótt. Vorum stórhuga og ætluðum að kaupa nýtt klósett og flísar fyrir baðherbergið á kapló. Það varð víst að bíða betri tíma. Greyið systir hans Gunnar var lögð aftur inná spítala með þessa rosalegu sýkingu í brjóstinu þannig að Egill litli fær víst ekki meiri brjóstamjólk og við vorum e-ð eftir kvöldi að stússast fyrir þau. Skellti mér í saumaklúbb hjá Lilju um kvöldið. Skemmtilegt hvað maður heyrir alltaf svona kaflabundið frá henni :) Fórum svo á kapló að þrífa langt fram eftir kvöldi. Vöknuðum svo eldsnemma og ætluðum að bruna af stað á Seyðisfjörð... nema að þegar við ætlum að fara að leggja í hann heyrum við e-r svona ískur í hjólabúnaðinum... með tilheyrandi væli og bilun í tölvubúnaðinum í bílnum... en þeir gátu ekkert gert fyrir okkur þannig að við ákváðum að leggja bara af stað og krossuðum fingurna að allt yrði í lagi. Vorum svo kominn seint um kvöldið til mömmu hans Gunnar á Seyðis. Gistum þar eina nótt. Vorum svo á Egilsstöðum daginn eftir í rosa fínu veðri í sundi og bústað hjá vinafólki Gunna. Fórum svo um kvöldið á Laugar á Unglingalandsmót og tjölduðum þar til tveggja nátta. Það var auðvitað bara alveg æði... 25 stiga hiti og sól og logn. Hjálpuðum krökkunum okkar í frjálsum á mótinu fyrsta daginn. Kíktum aðeins á Akureyri á föstudaginn... var ekki að sjá þessi 18.000 manns sem áttu að vera þar... fannst frekar að bærinn væri hálftómur... keyrðum svo til Stykkishólms á laugardaginn og komum um fjögur leytið.
Ég ætlaði að fara svo á Ísafjörð til MR stelpnanna en var svo alveg úrvinda að ég var ekki alveg að geta keyrt í 3-4 tíma. Enda báðir bílarnir okkar Gunna e-ð pínu laskaðir og mér tókst að eyðileggja símann minn þannig að hefði e-ð gerst á leiðinni hefði ég verið sambandslaus.... heyrði samt á þeim að þær hafi bara verið í rólegheitunum. En þetta var alveg æði skemmtileg vika. Án efa skemmtilegasta vika sumarsins.
Sem endaði þó ekki jafn skemmtilega... litli strákurinn minn varð e-ð veikur á ferðalaginu og þegar ég vaknaði í gær... mætti mér heldur óskemmtileg lykt.... þá var labbakútur búinn að æla og skíta um alla íbúð... heldur óskemmtilegt að þrífa þetta upp.. fékk netta klígju... skildi svo ekkert í því að ég fann ennþá lyktina eftir að ég var búin að klára heilan ajax brúsa á blettina... fór svo inn á bað... þá var strákurinn svo vinsamlegur að sprengja stærstu sprengjuna í sturtunni.... hver segir svo að hundar séu ekki klárir. Hann skammaðist sín svo mikið eftir þetta að hann faldi sig á bak við eldhúsborðið allan tímann á meðan ég þreif þetta. :)
ég gat e-n veginn verið reið við hann eftir það
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Athugasemdir
Hæhæ, leiðinlegt að þú skyldir ekki hafa komist um helgina. Verðum endilega í bandi í vikunni... ertu ekki að vinna út 25.ágúst? eða hvernig var það?
Kv. Kata
Kata (IP-tala skráð) 9.8.2006 kl. 14:50
Blessuð, gott að heyra að ferðalagið hafi verið gott:) Söknuðum þín á Ísafirði;)
Hvernig er það, ertu að vinna á sunnudaginn og mánudaginn?
Hrefna
Hrefna Þorbjörg (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 15:11
Ég er alltaf að vinna núna :( Ég verð á 10-18 vakt út sunnudaginn og byrja svo á 8-16 vakt á mánudaginn. En þið eruð auðvitað alltaf velkomnar :) Ég fæ kannski að hætta fyrr í vinnunni á mánudaginn ef þið ætlið að koma?!
Anna Heiða (IP-tala skráð) 12.8.2006 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.