23.7.2007 | 01:48
TIl hamingju þið sem að...
.... þekkið mig. Gaman að segja frá því að ég átti afmæli á fmmtudaginn síðastliðin, þið sem munduð eftir því takk fyrir mig... þið hin ættuð að skammast ykkar! Bauð í afmæliskaffi þar sem mætingin var betri heldur en ég hafði nokkurn tíman þorað að vona. Íbúðin var alveg smekkfull, það voru vandræði að finna sæti og pláss fyrir allt fólkið. Fékk margar góðar gjafir, tyrkneskt nudd í Laugum, allskyns heimilisvörur, snyrtivörur, perlueyrnalokka og e-ð fleira. Frumlegasta gjöfin hlýtur þó að vera tréð sem hún vinkona mín Sísí gaf mér til að kolefnisjafna drusluna þar sem hún hefur greinilega áhyggjur af að hún mengi talsvert og orsaki þessa hækkun í hitastigi á landinu upp á síðkastið. Plantan fær að dafna úti á svölum hjá mér.
Fyrir margt löngu síðan var ákveðið að vinahópurinn ætlaði að ganga Laugaveginn núna um helgina. Makar og alles. E-ð breyttust þó plönin þegar líða fór að ferðalagi. Við ákváðum þá að fara í Skaftafell í staðinn og ganga þar talsvert. Á brottfarardag kom þá í ljós að við vorum orðin bara þrjú pörin sem ætluðum að fara. Þá voru góð ráð dýr. Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að fara á föstudaginn á Stykkishólm og eyða þar helginni þar sem að við Gunni erum með þar á leigu þetta fína hús með potti og öllu. Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið sérlega góð helgi í góðra vina hópi, með tlheyrandi blöndu af afslappelsi og afþreyingu. Set kannski e-ar myndir inn síðar. Við keyrðum meðal annars allt nesið á Laugardeginum með göngustoppi í Hraunsfirðinum, skotfimiæfingum í Kolgrafarfirði og fjöruferð á Djúpalónssand áður en við brunuð á Stykkishólm í mat á Narfeyrarstofu, enduðum svo á að fara í pottinn heima og Tarotlestri fram eftir nóttu.
Gönguferðin í Hraunsfirðinum tók þó heldur lengri tíma heldur en áætlað var þar sem að hundurinn týndist í miðri göngunni. Við vorum orðin ansi hrædd um að hann hefði slasað sig eða þá að hann væri komin e-ð lengst upp á Vatnaleið, eða e-ð álíka. Við dreifðum okkur því og hófum að leita að honum. Klukkutíma eða svo og mikilli leit síðar fór hluti af hópnum þangað sem bílarnir voru geymdir og viti menn þar stóð minn maður, kyrr við bílinn og urraði á þau. Hann er þá ekki vitlausari en það að hann fatti að við förum ekki langt án bílsins....
P.s. Ég verð annars að minnast á hvað ég dýrka birtustigið sem er núna svona seint í júlí, ennþá svolítið bjart en samt líka farið að rökkva aðeins á næturna, ótrúlega rómantísk og kósý stemning.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.