9.8.2007 | 00:36
já út á gólfið,ekkert stress... því nú er kominn tími til að dansa!
Ég átti mín slökustu móment í djammlífinu síðan ég varð klúbbfær um seinustu helgi þegar við Gunni skelltum okkur í Skaftafell með litlu systur og vinkonu hennar á sjálfa verslunarmannahelgina. Ég skil ekki alveg hvað mér gekk til að fara á þennan annars ágæta stað um verslunarmannahelgi.. Þrátt fyrir það var bara nokkuð gaman. Fyrir utan annars nokkuð kaldar og hávaðasamar nætur. Þetta er einhver ládeyða sem ég þarf að rífa mig upp úr sem fyrst. Til þess að blása smá lífi í tuskurnar er ég að spá í að skella mér á dansnámskeið hjá ,,So you think you can dance,, kallinum (Karaty e-ð...)í WC eftir tvær vikur. Ég læri þá kannski e-r ný spor sem yrði gaman að sýna í bænum við vonandi góðar undirtektir. Finn að ég þarf að rifja upp gamla neistann sem hefur verið hálfslökktur síðan Hverfisbarinn fór að verða staður fyrir kjötbollur og gríska gæja sem heita Helios. Ég er að vona að hún vinkona mín hún Sísí sýni kannski áhuga á að koma með mér?.... Aðrir eru einnig velkomnir. Kostar held ég bara e-n 6000 kall fyrir heila helgi. Þrátt fyrir gífurlega sannfæringu um eigin getu á danssviðinu er ég samt að spá í að fara á byrjendanámskeið... Það er betra að vera stjarna innan um meðalljón heldur en kjáni innan um atvinnumenn.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Athugasemdir
Bara að leiðrétta smá, það var Stelios, hótelið heitir Helios
Oddný (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 16:04
Þetta er eins og talað frá mínu hjarta...þetta sumar hefur einmitt verið það ALLRA lélegasta í djammlífi mínu...þetta er til háborinnar skammar! ...ég hef ekki dansað síðan á diskótekinu á Lamu!! ...og það var nú ekki mikið hægt að dansa þar sökum dónalegra Lamupilta.
Man ég sakna þess að fara niðrí bæ að djamma...
Harpa (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 21:21
Já, þú segir nokkuð... Dansnámskeið hljómar nokkuð vel í mínum eyrum!
Leiðilegt að heyra að þig hafið ekki djammað mikið í sumar. Ég sjálf er búin að slíta nokkrum skóm í sumar og fæ ekki nóg af því!
Sísí (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 22:45
Vid erum klarlega ad taka ut djammid fyrir allt arid herna uti... held ad flestum skoporunum verdi hent adur en vid forum heim thar sem thau eru ekki innflutningshaef lengur.
Vaerum alveg manneskjur i dansnamskeid i vetur, hofum komist ad thvi ad vid erum verstu salsadansarar ever... thad maetti halda ad thessir sudurevropubuar faedist med danshaefileika!
Kvedja fra Sikiley
Kata og Eyrun (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.