17.8.2007 | 21:28
Íslenskir radíóamatörar
Í vikunni skelltum við Gunni okkur í nokkurra daga ferðalag á Vestfirði. Þangað hef ég ekki farið síðan ég var sex ára þó ég eigi ættir mínar að rekja þaðan. Gunni var að fara í fyrsta skipti. Mjög fínt ferðalag fyrir utan veikindi sem settu strik í reikningin. Strax á fyrsta degi fékk ég e-a kvefdrullu sem er ekki enn farin úr mér. Heldur leiðinlegt og óhentugt þar sem ég stefndi á bætingar í Reykjavíkurmaraþoni á morgun. Leiðinlegt það. En fyrir vestan er margt flott og hýrlegt að sjá. Við gistum fyrstu nóttina á Reykhólum á ágætasta gistihúsi, næstu nótt á Kirkjubóli í Korpudal, Önundarfirði en þaðan á ég ættir mínar að rekja og þar rekur Páll bróðir hans afa gistiheimili. Við gistum þar í góðu yfirlæti Þar sem mamma og amma voru búnar að panta slatta af aðalbláberjum að vestan (því þar eru þau víst best..) skellti mín bara slatta af paratabs og öllu þessu í sig og skellti sér í berjamó. Þar höfum við Gunni sennilega týnt e-r 30kg af aðalbláberjum. Svona líka stórum og flottum að frystikistur eru orðnar fullar. Seinustu nóttina gistum við svo á Tálknafirði. Fínasta pláss. Fengum okkur þar pizzu síðla kvölds, hún átti að vera með pepperoni, gráðosti og e-u fleiru... Eitt er víst og það er að þetta var hvorki gráðostur né pepperoni á pizzunni þó e-ð annað hafi verið á henni. Eigandi staðarins sat við borðið með okkur, þannig að það var ekkert annað að gera en að svolgra þessu í sig og vona það besta um nóttina... Ætluðum svo að taka Baldur til Stykkishólms á fimmtudaginn en hann var víst bilaður!%&## Þannig að við neyddumst til að keyra alla leiðina í Stykkis. Það er óhætt að segja að þegar við vorum hálfnuð langaði okkur mest að hætta við og synda bara yfir Breiðafjörðinn. Heilhveitis ananas malarvegirnir endalaust þarna. Það stórsér líka á bílnum eftir þessa vegi þarna á sunnanverðum kjálkanum. Svo mikið að við þurfum hugsanlega að láta sprauta alla vinstri hliðina á bílnum En þrátt fyrir það ákaflega hugguleg og góð ferð.
Á leiðinni í bæinn á fimmtudaginn vorum við svo að hlusta á Rás 2 í bílnum. Þar var e-r menningartengdur þáttur á dagskrá. Ég legg við hlustir. Þar er viðtal við mann sem sjálfviljugur kallar sjálfan sig radíóamatör. Í fyrstu held ég að þarna sé í gangi létt glens hjá Tvíhöfða. Ég hefði trúað þeim einum til að finna upp orð eins og radíóamatör. Allavegna.. Ég hlusta og reyni að komast til botns í þessu. Þá kemur upp úr krafsinu að um er að ræða hóp einstaklinga sem er saman í félagi Radíóamatöra á Íslandi og telur fjöldinn um 50 stykki í þessu félagi. Að vera radíóamatör er sem sagt að vera maður (meirihluti karlmenn, ótrúlegt!!) sem hefur gaman af að búa til útvarpssendi og senda skilaboð til annarra radíóamatöra víðsvegar um heiminn. Menn geta svo átt radíóamatöra vini erlendis og hérlendis sem senda skilaboð sín á milli reglulega líkt og pennavinir. Þessir menn hittast reglulega og ræða sitt áhugamál og halda jafnvel alheimsþing og keppnir. Til þess að verða radíóamatör þarf maður víst að fara á námskeið hjá smgönguráðuneytinu til að geta stundað þetta. Við að heyra þetta viðtal sem b.t.w. ég var nokkuð lengi að átta mig á að var ekki djók... setti þetta nýjan standard hjá mér hvað varðar að skilgreina nörd. Svo þið haldið að ég sé ekki að djóka þá er hérna linkur á heimasíðu radíóamatöra á Íslandi : http://www.ira.is/islensk.html Þeir sem misstu af þessu stórskemmtilega viðtali á fimmtudaginn bendi ég á að fara á vef rásar 2 og hlusta, það er jafnvel e-r þarna úti sem hefur leynilegan áhuga á að verða radíóamatör... hver veit?
Skilgreining radíóamatöra á sjálfum sér, fengið á vef þeirra:
- Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það.
- Margir halda að amatörradíó gangi einungis út á að hafa samband við Jóa í Ástralíu eða Sigga á Hornafirði. Þó að það sé einn hluti áhugamálsins þá fer því fjærri að það sé það eina sem radíóamatörar gera.
- Frá upphafi og þó sérstaklega fyrr á árum þá smíðuðu radíóamatörar flest sinna tækja sjálfir og er þá átt við senda, móttakara, loftnet og önnur þau tæki sem til þurfti til að komast í loftið. Og þó að smíðar á stærri tækjum hafi minnkað á seinni árum þá eru menn ennþá að. Það er ákveðið sport að smíða sendi sem passar inn í eldspýtustokk með sendiafli u.þ.b. ½ watt og sjá síðan hvað hann dregur langt. Á slíkan sendi hefur verið haft samband frá Íslandi til Nýja Sjálands sem er u.þ.b. 17.000 km. vegalengd. Einnig er nokkuð um að menn kaupi sér íhlutasett og setji síða saman sjálfir. Þar má m.a. telja senda, móttakara, morselykla og fleira.
- Smíði eigin loftneta hefur alltaf verið stór hluti af áhugamálinu.
- Margir hafa áhuga fyrir því að hafa samband við sem flest lönd og því sjaldgæfari því betra. Veit t.d. einhver hvar Bouvet eyja, sem hefur forskeytið 3Y, er og hver ræður yfir henni?
- Sambönd af þessu tagi eru oft notuð til að sækja um ýmiskonar Diplómur eða Awörd sem gefin er út af radíóamatörum og félögum þeirra í þúsundatali vítt og breytt um heiminn.
- Félagslegihlutinn af þessu áhugamáli er oft vanmetinn. Félagslíf er oft blómlegt og skiptir aldursmunur þar oftast litlu máli. Sextán ára og sjötugur geta rætt um þetta áhugamál sitt af sama áhuga.
- Radíóamatörar hafa smíðað fjölda fjarskiptagervitungla, sem svífa um himingeiminn og eru notuð til samskipta milli þeirra. Gervitungl þessi, sem nefnd eru OSCAR (Obiting Satellite Carrying Amateur Radio) fá gjarnan að fljóta með, sem aukahlutur þegar verið er að skjóta einhverju öðru upp.
- Keppnir af ýmsu tagi eru stór hluti af áhugamálinu en þær byggjast venjulega á því að hafa sem flest sambönd við aðra amatöra á ákveðnu tíma bili.
- Ýmsir frægir menn og þjóðhöfðingjar eru og hafa verið radíóamatörar og sá þekktasti er líklega Hússein heitinn Jórdaníukonungur en hann var nokkuð virkur sem radíóamatör.
- Fjöldi radíóamatöra í heiminum skiptir milljónum en á Íslandi eru í dag um 150 til 200 manns með radíóamatörleyfi.
- Til að öðlast slíkt leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst og Fjarskiptastofnun.
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Af mbl.is
Erlent
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
Athugasemdir
Hæhæ ;) Skemmtilegt ferðalag hjá ykkur Gunna :) Laaaaangt síðan síðast skvís, ekki allt fínt að frétta af ykkur?? Hvenær byrjar skólinn?
Gígja (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 05:03
já sælar skvís. Allt gott að frétta af okkur. Mikið að gera bara. Allt í gangi. Gunni að fara að vinna í bænum og á leiðinni í master í HÍ en ég á leiðinni á Stykkis í verknám.. smá klúður. Skólinn byrjar annars á morgun Bjallaðu endilega í mig við tækifæri skvísa. Það væri gaman að heyra í þér.
Anna Heiða Gunnarsdóttir, 19.8.2007 kl. 18:33
Nohh...alltaf lærir maður e-ð nýtt!! Radíómatör...MAGNAÐ!
Harpa (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.