30.8.2006 | 16:32
Rapp skóla rapp...
Jæja þá er allt komið á fullt. Skólinn byrjaður aftur eftir ársleyfi.. það verður skrítið að eiga ekki almennilegan pening síðveturs. Hugsa að ég vinni mér þó inn eitthvern aur með aukavinnu. Annars eru þetta allt hinir ágætustu kennarar hjá mér. Skrítið samt hvað fólk er oft með hinu ólíkustu kæki. Einn kennarinn hjá mér núna er með svona kæk þannig að hann er alltaf eins og hann sé að klóra sér í gómnum reglulega með tungunni.. frekar skrítið! Man svo eftir stærðfræðikennara í MR sem gaf alltaf frá sér svona fnuss hljóð... sérlega óþægilegt þegar maður var í prófi. Annar kennarinn hafði svona kæk að horfa alltaf í hornið fjær vinstra meginn á kennslustofunni. Man eftir því að mér var sagt að strákar úr skólanum stríddu honum svo með því að setja mynd af e-i klámstjörnu í hornið svo hann kafroðnaði greyið. Það gengu líka sögusagnir um það að greyið maðurinn byggi ennþá hjá móður sinni kominn vel á fimmtugsaldur.
Annars líst mér held ég bara ágætlega á bekkinn minn nýja í sjúkraþjálfuninni. Maður er alltaf svo heimakær að ég gat varla hugsað mér að fara í nýjan bekk en þetta hefur allt reynst hið ágætasta fólk. Héldum kaffiboð fyrir fyrsta árið í dag og ber ekki á öðru en að krakkarnir séru dobbulítið feimnir. Við ætluðum að spjalla aðeins við þau en þau bara fengu sér köku og hlupu svo aftur í stofuna sína. Mikið er ég nú líka glöð að hann Jenni vinur minn hafi ákveðið að massa þetta og taka inntökuprófið aftur. Glansa svona á því og kominn bara á annað árið.
Við Gunni erum annars í remodelling á íbúðinni í vesturbænum núna. Neyðumst til að mála allt pleisið en það virðist ætla að vera e-ð erfiðara en við héldum. Komumst að því að veggirnir eru allir bara að molna í sundur og bara fúkkalykt og hroðbjóður. Annars er ítalskur maður í litla herberginu. Hann hefur þann leiðinlega vana að þurfa að blokkera alla glugga.... fyrsta daginn setti hann dagblöð fyrir gluggana... núna er hann farinn að setja handklæði.... veit ekki alveg hvað ég á að gera við hann! Held að hann sé á barmi þess að vera þroskaheftur.... Ákvað svo í gær að ég yrði bara að hjálpa honum að finna sér herbergi svo ég losni við hann... sagði við hann í gær að ég myndi kíkja á þetta fyrir hann eftir vinnu.. klukkan er ennþá bara þrjú en hann er nú þegar búinn að hringja nokkrum sinnum
Er búinn að vera að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að reyna að vera æfa frjálsar í vetur... er á báðum áttum. Veit ekki hvað ég má alveg og hvort það sé raunsætt. Ætla að ræða það við sjúkraþjálfarann minn í næstu viku. Held að á meðan mér finnst vont að sitja í skólanum þá sé það hæpið...
Fór í frábært partý hjá Árna og Kolbrúnu um seinustu helgi. Þau voru að halda uppá 25 (uhuhm...) og 30 ára afmæli sín, systkinin í Vesturberginu. Gaf þeim seríu eitt og tvö af Little Britain... Sé mikið eftir því að hafa ekki náð að sjá fyrstu seríu... dýrka þessa þætti. Endaði svo í bænum með Björgu vinkonu. Fór svo heim þar sem minn heittelskaði kom í óvænta heimsókn til mín.... laug að mér að hann væri í Ólafsvík þegar hann var í rauninni í Borgarnesi. Hann er svo frábær
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.