Leita í fréttum mbl.is

Að lenda í hjólastól

Sumir eru í þannig námi að það krefst þess að þeir sitji allan daginn fyrir framan kennara, í sinni kennslustofu, með tölvuna sína og þeir hlusta og glósa allan daginn. Þeir mæta í skólann og geta verið algjörlega heilalausir allan daginn. Þurfa ekkert að leggja af mörkum til námsins eða taka þátt í kennslustundum að neinu leyti. Ég er EKKI í þannig námi. Í skólanum hjá mér þurfum við að svara spurningum kennara á hverjum degi og almennt vera á tánum varðandi námsefni og annað og fylgjast vel með nýjungum og vera vel lesin í fræðigreinum um námsefnið. Tímarnir geta oft orðið líflegir og umræður orðið heitar. Sem er auðvitað ekkert nema gaman. Enda uni ég mér líka oftast illa þegar ég lendi í tímum þar sem kennari mætir og ætlast ekki til að við leggjum neitt af mörkum til kennslunnar. Ég man mest eftir þeim tímum þar sem ég hef verið að tjá mig um það sem ég hef lesið. Enda geri ég það oft og mikið. Við mismikla ánægju bekkjarfélaga minna. Ég trúi því að nám þar sem þú þarft ekkert að gera annað en að vera þarna og jafnvel ekki það einu sinni sé nám sem þegar þú skilur ekki mikið eftir sig. Hvað muna menn sem þeir hafa bara lært í bókum en aldrei beitt??

En í aðra sálma. Þá er ég svo heppin að í náminu mínu erum við oft í verklegum tímum og brjóta þeir svo skemmtilega upp dagana hjá manni eins og t.d. í dag. Í starfi mínu og námi sem sjúkraþjálfara þarf ég oft að meðhöndla fólk sem þarf að fara ferða sinna í hjólastól. Þess vegna er talið sjálfsagt að við í skólanum lærum hvernig á að nota þessi tæki. Í dag t.d. vorum við í þriggja tíma prógrammi til að læra á þessi tæki. Ótrúlega gaman.... þegar maður þarf ekki að vera í honum lengur en einmitt þrjá tíma í einu!!! En hversu ótrúlega erfitt líka. Ég hefði aldrei trúað því að t.d. einfaldir hlutir eins og að komast upp á gangstétt í hjólastól væru svona erfiðir.... og hvað þá að fara upp stiga eða annað. Ég er nú almennt talin mjög sterk... en ég komst upp eina tröppu. Kraftarnir dugðu ekki í meira. Ótrúlegt alveg, og þá hafði ég handrið sem ég gat notað aðra hendina til að hífa mig upp á. Við æfðum okkur fyrst í að fara upp á planka. Fyrsti plankinn var c.a 5 cm hár. Fólk var bara á hausnum meira og minna, bara við það að reyna að koma sér upp á þennan litla planka, og við vorum öll heilbrigðir einstaklingar með góðan kraft. Hvernig ætli við hefðum staðið okkur ef við værum öll nýkomin af spítala eftir e-ð áfall??? Ég t.d. tók þarna góða byltu. Lenti beint á bakinu og er öll hálf krambúleruð á eftir. Stólinn þeyttist 10m áfram og lenti á næsta manni. Ég hló mig í gegnum sársaukann. Ég hlæ ekki núna........    

Næsti planki var ca 10 cm hár - flestir náðu upp hann á endanum þó það hefði þurft margar tilraunir til og margir duttu illa. Mar og sár staðfesta það. Á endanum var reynt við gagnstéttar hæðina - ca. 15 cm. Ég komst eftir 3 tilraunir en datt alltaf þegar ég þurfti að fara niður. Held að um helmingurinn hafi komist upp á endanum. ... og ég minni á að við erum öll fullfrískt fólk!!!

Ég vona að ég þurfi aldrei að lenda í hjólastól. En ef svo verður e-ð tímann vona ég að fólk átti sig á því að það er nógu mikil fötlun að vera í hjólastól og að fólk í þeirri stöðu þarf ekki á því að halda að umhverfið beinlínis ýti undir fötlun þeirra og geri færniskerðinguna miklu meiri heldur hún þarf að vera. Ímyndið ykkur t.d. að geta ekki:

  • farið út að borða með vinum sínum af því að inn á veitingastaðinn eru svo margar tröppur, það er svo þröngt á milli borða og þú kemst t.d. ekki á klósettið þar ef náttúran kallar.
  • farið í bíó af því það er svo mikið vesen að koma þér upp tröppurnar og svo blokkarðu gangveginn ef e-r þarf að fara fram auk þess að klósettin þar eru oft ekki fyrir fatlaða.
  • þegar þig langar til útlanda þarftu að kaupa tvö sæti auk alls vesenisins við að komast á milli staða.
  • geta ekki unnið þá vinnu sem þig langar kannski að vinna við.
  • geta ekki séð um eigið hreinlæti og kannski ekki klætt sig.
  • getur ekki farið að skemmta þér um helgar.
  • átt erfitt með að fara t.d. út í einfaldan góðviðristúr... af því gangstéttarkantarnir eru svo háir.
  • getur ekki farið neitt út sjálfur á veturna ef það er snjór út af hættunni á að detta.
  • geta ekki keyrt bíl
  • getur ekki farið út ef þig langar fyrir utan þá tíma sem að þjónusta fatlaðra keyrir af því þú færð ekki bíl heim.
  • getur ekki farið í útilegu
  • það eru ekki margir sem vilja verða kærustur eða kærastar fólks í hjólastól
  • þú getur kannski ekki heimsótt vini þína af því þeir búa í blokk eða aðstæðum þar sem hjólastólaaðgengi er ómögulegt.

og þetta er nú bara e-ð fátt sem þarna er talið. Þurfum við að gera þeim þetta erfiðara fyrir heldur en það er nú þegar?? Fólk sem er í hjólastól er fólk sem hefur alveg jafn miklar væntingar um framtíðina og lífið eins og hver annar. Þeim langar til að gera nákvæmlega sömu hluti og þig langar til að gera. Eiga þeir ekki rétt á því líka?? Þeir völdu þetta ekki sjálfir... Fötlunin er ákvörðuð af umhverfinu og þjóðfélaginu en ekki af hjólastólnum sjálfum og manneskjunni í honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er nokkuð ljóst að fötlun auðveldar fólki ekki lífð.  Betra er að hafa tvær hendur heldur en eina svo ekki sé minnst á að skárra er að hafa eina hönd heldur en ekki neina. Það er nú bara eins og það er.

Sísí (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:55

2 identicon

Góður pistill vinkona.

Það þarf stundum (kannski oftast) nokkuð beina reynslu af hlutunum til að átta sig almennilega á þeim.

Og svo verð ég að gefa strætisvögnum hér í Muncie kredit fyrir eitt besta aðgengi fyrir fólk í hjólastól sem ég hef séð, Allir vagnar með "skábretti" sem er skutlað niður fyrir fólk sem ætti annars erfitt með að komast inn eða út og gott pláss fremst til að hafa hjólastól og jafnvel setja hann í belti.

Hilsen fra udlandet.

Björg (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 20:46

3 identicon

Nei, nú ert þú bara farin út á land, ég var ekki alveg að fatta þetta í gær.  Hvernig leggst þetta í þig nú þegar þú ert mætt á svæðið ???

Sísí Rut (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 14:08

4 identicon

Hæ hæ,

takk fyrir síðast, mikið svakalega er gaman að koma gjörsamlega í svitabaði af djamminu :)

Sá Sollu og einhverjar stelpur uppi á Lansa í morgun, það hefði nú verið ágætt að hafa þig í húsinu...  

Verðum í bandi sætust.

Kata (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband