Leita í fréttum mbl.is

Af slitnum naflastreng...

Nú fer að síga í seinni helminginn af dvöl minni á Stykkishólmi. Ég er farin að sjá fyrir endann á þessu. Búið að vera ágætt. Byrjaði heldur brösuleg en gengur núna fínt. Er farin að taka meiri ábyrgð og láta ljós mitt skína. Bara rúmar tvær vikur eftir.

Margt sem er búið að vera í gangi hjá mér núna upp á síðkastið. Mamma seldi æskuheimili mitt núna í seinustu viku..... Crying ekki nóg með það heldur eru hún og Beta fluttar til Ítalíu...... CryingCrying þannig að ég verð eiginlega bara ein í heiminum næstu vikurnar af því Gunni verður áfram á Stykkishólmi eftir að ég kem í bæinn og svo er bróðir minn að fara að keppa í Tyrklandi og verður e-ð áfram úti í rúman mánuð núna eftir helgina. Mjög undarleg tilfinning verð ég að segja. Ég held að ég hafi aldrei verið lengur frá mömmu minni en í tvær, þrjár vikur síðan ég fæddist þannig að það verður MJÖG skrítið... en ég meina, hey, einhvern tímann verður að slíta naflastregnum. Þannig að næstu vikur verða án efa fullar af e-s konar heimþrá, bæði eftir mömmu og svo gamla húsinu okkar. Félagsskapur verður vel þeginn. Til að minnka verstu heimþránna bókuðum við Gunni okkur ferð til Ítalíu um jólin til að heimsækja mömmu, fara á skíði og versla og e-ð... þannig að það verður mjög fínt. Stefnan er að fara svo aftur í vor þegar við erum búin í prófum og vera í einn mánuð, bæði vera hjá mömmu og vera svo á flakkinu í nokkrar vikur. Verður án efa mjög svo hyggeligt. W00t

Stefnan hjá mér er að taka eina rólega helgi núna um helgina. Er búin að vera á svo miklum þeysingi, stressi, þrifum og flutningum að ég held að ég hafi gott af einni bússu núna. Ef einhverjum langar að heimsækja mig í Stykkishólm um helgina þá er það velkomið.

I will give you television, remote control, a very nice car and a stupid dog. But if you will cheat on me I will crush you....... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir að yfirgefa þig í einu, það er illt.  Kannast við þessa tómleika tilfinningu nema hvað að ég hef yfirgefið fólk og land.  Kannski ekki alveg saman að líkja en svipað samt.

Sísí Rut (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 23:31

2 identicon

Krúsan mín! Hvað er að heyra. Ég vona að þetta líði fljótt og vel og að þú fáir engan frið til að vera ein í heiminum :-)

Get víst illa komið í heimsókn, því miður, hugsa bara til þín í staðinn ;-)

Björg (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband