15.9.2006 | 12:23
Sparnaðarleið fátæka námsmannsins!!!
Hell ya... kominn tími á nýtt blogg. Sé samt ekki neinn rosalegan tilgang í því að vera blogga lengur.. þar sem ég er komin heim frá Stykkishólmi og ennfremur þar sem ég held að með því að vera með blogg þá finnist vinum mínum þeir geta fylgst með lífi mínu án þess að hitta eða hringja í mig og það veldur því að maður fjarlægist vini sína smátt og smátt.... þar sem að þeim finnist eins og þeir séu inni í öllu en hafa í raun og veru kannski ekki heyrt í þér í meira en mánuð... og smátt og smátt verður vináttan brota brot af forvera sínum þar sem einu samskipti milli þíns og vinar þíns er í gegnum comment hluta bloggsins. Ég segi NEI við þessari þróun og bið alla vini nær og fjær að taka heldur upp tólið eða kíkja í heimsókn.
Ég er annars flutt aftur í vesturbæinn þrátt fyrir yfirlýsingar um að þar myndi ég síst af öllu búa aftur. En svona fer heimurinn í hringi. Maður lendir alltaf aftur á byrjunarpunkti. Mömmu fannst e-ð tómlegt hjá mér og fór og keypti þessi forlátu amerísku húsgögn hjá sölu varnarliðseigna, þau höfðu víst verið í íbúð officera.... það vildi ekki betur til en svo að þegar úr greiðabílnum komin voru þau öll rispuð og brotin... skil ekki meðferðina hjá manninum... hann var greinilega ekki tryggður fyrir svona vandkvæðum því hann henti húsgögnunum út og stakk af.... þannig að fínu húsgögnin sem mamma keypti dýrum dómum fyrir dóttur sína voru bara halfónýt. Leiðinlegt þegar svona gerist.
Anað merkilegt var að það var keyrt á mig á föstudaginn síðasta... ég í sakleysi mínu stoppaði á rauðu ljósi á Hringbrautinni, kom ekki ung stúlka sem enn hafði meyjarylinn í sér og keyrði aftan á mig svo stórsá á bílnum. Ég sá mér auðvitað leik á borði og heimtaði staðgreiðslu á skemmdinni sem metin var á tæpar 70 þús. krónur. Ekki var það nú verra.. þar sem bíllinn kostaði nú ekki nema fáeinar 130 þús. krónur. Ein önnur svona ákeyrsla og ég er bara búin að borga bíllinn. Það mætti benda fátækum stúdentum á leika þetta eftir til að fá aur í vasann. Þetta gefur ágætlega í aðra hönd ef þú átt bíl sem liggur vel undir höggi....
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Af mbl.is
Erlent
- Ríkisstjórn Ísraels samþykkir vopnahlé
- Breytingar bera árangur: París verður hjólaborg
- Byggja geymslu fyrir kjarnorkueldsneyti
- Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið
- Verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna
- Sonja í fullu fjöri með gangráðinn
- Hæstiréttur staðfestir TikTok-bann
- Öryggisráð Ísraels samþykkir vopnahlé
- Fasísk öfl bak við innbrot í sendiráð
- Kennari stunginn í Svíþjóð
Athugasemdir
Já gott að vera á druslu, sultukrukkan mín má sko ekki við neinu hnjaski
Sísí (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 17:21
af hverju er myndin? ekki alveg að ná henni...
Kata (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 22:24
Myndin er af bíl sem er búið að keyra aðeins of oft á...
Anna H (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.