Leita í fréttum mbl.is

Andrea Bocelli

Ohhhh....... ég er ennþá eins og í hálfgerðri vímu síðan í gærkvöldi. Fór á magnaða tónleika með Andrea Bocelli í Egilshöll. Salurinn næstum smekkfullur. Við létum það ekki aftra okkur að við þurftum að sitja næstum aftast enda ekki við öðru að búast þegar maður kaupir miða daginn fyrir tónleikana. Andrea tók þarna nokkuð klassíska stefnu á tónleikana en söng svo nokkur vel valin "gömul" lög í endann.

Honum til halds og trausts var Tékkneska sinfónían, sem stóð sig frábærlega, sem og þau Daniela Bruera sópransöngkona og Gianfranco Montresor baritón. Söngkonan var þó sérstaklega skemmtileg, hún hristi heldur betur upp í eyrnamergnum hjá manni á stundum.

Ég var alla tónleikana að bíða eftir því að hann myndi taka uppáhaldslagið mitt í endann, Caruso, en ég var víst ekki svo heppin. Þess í stað voru uppklappslögin, O sole mio, The prayer og Time to say goodbye. Tónleikarnir voru í hæsta gæðaflokki. Bæði kallinn sjálfur og hljómsveitin alveg frábær. Uppáhaldslög kvöldsins fannst mér vera Torna a Surriento, Mamma og Granada auk þess sem La traviata Brindisi var mjög flottur dúett. Ég get ekki talið upp skiptin í gær þar sem gæsahúðin hríslaðist alveg um mig.

Ég hefði viljað sjá meira af lögunum sem hann varð frægur fyrir, öll lögin sem ég var látin læra utan að af kennaranum mínum úti á Ítalíu. Henni fannst svo mikilvægt að ég lærði um ástríður og menningu Ítala og lét mig því læra gömlu ítölsku ástarlögin í hans flutningi. Ég á ennþá geisladiskinn sem hún gaf mér með honum að kveðjugjöf en hann hefur verið gjörsamlega spilaður í tætlur síðan þá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ooooooooúúú...

Sísí (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband