15.11.2007 | 00:22
Stórir hugsuðir tala um stór verkefni, meðal menn tala um atburði, smáborgarar tala um aðra smáborgara - Fróðleikur dagsins úr Leiðarljósi.
Ég vaknaði ótrúlega þreytt í morgun. Skellti mér á tojarann, fór inn í eldhús og hitaði mér hafragraut og tók til föt sem ég ætlaði að fara í, byrjaði að klæða mig og taka saman skóladótið. Fór svo út að glugga og ætlaði að opna út af því það var svo þungt loft í herberginu - fannst e-ð hálf furðulegt að það var allt svo ótrúlega stillt úti og mikill friður. Lítið af bílum á ferðinni og enginn á gangi.
Upgötvaði svo að það var ekki skrítið.... klukkan var fjögur um nótt.
Ég held ég hafi vaknað við að dreyma að klukkan mín væri að hringja. Það hlýtur allavegna að vera af því e-ð hringdi.... hvort sem það var í draumi eða í veruleikanum. Mikið er nú samt gott á svona stundu að hugsa... jess.. ég get sofið í þrjá tíma í viðbót!
(Dagurinn byrjaði reyndar ekkert betur hjá Gunna heldur. Hann hélt að hann ætti að flytja fyrirlestur uppi í KHÍ klukkan 14:30 .... hið rétta var að fyrirlesturinn átti að vera klukkan 10:30 um morguninn. Frekar vont að fatta svona hluti þegar klukkan er þegar orðin 13.... )
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Athugasemdir
Ég brenni mig stundum á því að vera komin langleiðina upp í skóla (HÍ) þegar ég er á leiðinni á æfingu. Þetta getur verið hvimleitt!
Sísí Rut (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.