Leita í fréttum mbl.is

Lyfjabruðl

Það er skemmtilegt að segja frá því að ég var búin að skrifa skemmtilegan pistil um óþarfa lyfjaát - sem  datt svo bara út. Helvíti leiðinlegt. Hef ekki lent í þessu áður. Hef þó ekki nennu í mér til að skrifa hann aftur

Mergur málsins : ekki taka verkjalyf, bólgueyðandi, pensillín, hormón og vítamín og slíkt að óþörfu.

Það er í óþökk líkamans og gerir ekkert annað en að trufla innra jafnvægi hans (homestasis) og upplifun á t.d. sársauka. Sársauki eru skilaboð líkamans um misþyrmingu og skemmdir. Það er eðlilegt og ef við deyfum þá tilfinningu þá erum við um leið að blekkja sjálf okkur um að ástandið sé í raun betra en það er.

Ástæðan fyrir því að ég skrifaði upphaflega þennan pistil er sú manngerð sem tekur bara þau lyf sem eru þeim næst og taka sénsinn á að það sé í lagi að borða þau. Mamma á þetta til - þekkir ekki nafnið á lyfinu en heldur að þetta eins og íbúfen - þá er það í raun kannski vökvalosandi eða e-ð álíka. Tekur bara sénsinn. - Gunni átti svipað móment áðan. Við ætluðum upp í skóla og læra massívt í kvöld. Taka þéttan læridag á þetta. Hann sér eitthverjar töflur í hanskahólfinu sem eru merktar koffínatín. Hann heldur eðlilega að þetta séu koffíntöflur. Spyr engan - bara borðar nokkrar - hugsar sér að nú verði sko tekið á því. Hann sýnir mér svo hylkið og segist hafa tekið nokkrar koffín töflur til að halda sér vel vakandi. Hann skildi svo ekkert í því að hann var e-ð svo þreyttur og slappur. Ég náttúrulega spring bara úr hlátri þegar hann sýnir mér þetta af því að ég átti þessar töflur og koffínatín eru sjóveikitöflur og valda syfju og sljóleika. - til að gera langa sögu styttri - þá liggur Gunni núna á e-m stólum hérna uppi í skóla, steinsofandi og hrjótandi og búinn að vera það í góða 2 tíma....... Sumir læra bara aldrei!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahahahahahahaha...shit!! Þetta finnst mér fáránlega fyndið!!  ...minnir mig á manna sem lennti á spítala vegna þess að hann var að taka magnyl (blóðþynnandi) og ibufen (bólgueyðandi og getur haft valdið magasári við langvarandi notkun) í gríð og erg því hann hafði heyrt það að magnyl væri svo gott fyrir mann og ibufenið hjálpaði honum að sofna!! ....maðurinn lennti svo á spítala vegna blæðandi magasárs!!

Harpa (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 23:18

2 identicon

...já! Eða manninn sem lenti inn á spítala með hjartabilun...hann hafði haft of háan blóðþrýsting og verið á lyfjum við því...nema hvað að hann fór að taka birkiösku (sem hefur víst svipaða verkun og lyfjakol) í gríð og erg því það átti að vera svo gott fyrir mann og því hættu blóðþrýstingslyfin að virka!!

Harpa (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 23:22

3 identicon

Uss! Hann hefur vonandi sofid vel drengurinn :-D

Bjorg (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband