Leita í fréttum mbl.is

Konfekt

VIð stelpurnar héldum stórskemmtilegan jóladag á sunnudaginn. Hittumst allar og gerðum konfekt saman. Að gefinni reynslu var mætt snemma. Rétt rúmlega 10 um morguninn. Við vorum svo að alveg til tæplega 10 um kvöldið. Þá vorum við allar orðnar vel klyfjaðar af súkkulaði af öllum tegundum með mismunandi fyllingum og góðgæti. Ég hugsa að ég hafi búið til e-r 3-4 kíló af dýrindisfallegu og ljúffengu konfekti. Það var svo ótrúlega glansandi flott og fullkomið alveg hreint. Þar sem ég ætlaði að baka meira um kvöldið var ég klyfjuð af fleiri innkaupapokum og dóti þegar ég kom heim......

Svo að ég missti dallinn með allt fína og flotta súkkulaðið mitt hérna fyrir utan á bílastæðinu heima!!!

Súkkulaðið brotnaði og beyglaðist allt saman meira og minna. Ég varð svo brjáluð að ég öskraði geðveikt hátt og stappaði niður fætinum! Þá kemur e-r maður hlaupandi út úr blokkinni og hélt að ég hefði slasað mig e-ð svakalega víst ég öskraði svona....... en það var víst ekki. Bara aumingja molarnir mínir sem ég ætlaði að gefa öllum í jólagjöf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æjæj,   skil þig vel eftir alla þessa vinnu.  Ég á það til að hegða mér svona við minni tilfelli.  Þú átt vorkun mín alla um þessar mundir. 

sísí (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 23:12

2 identicon

Ég samhryggist innilega! Varð sjálf pirruð við að lesa þetta :(
Ég er samt viss um að súkkulaðið er enn gott.

Dagbjört Helgadóttir (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 18:32

3 identicon

NEEIII!!!! Þvílík andstyggðar óheppni!! Ég fór næstum því að gráta þegar ég las þetta, lifði mig svo inn í hræðilegheitin.. Þú átt alla mína súkkulaðisamúð. ;-)

Björg (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband