16.12.2007 | 00:25
Nörd
A.pancreaticaduodenale er greinilega ekki það sama og a.hepaticaduodenale.............. Ég var í prófi í morgun í iðraanatómíu.... ég átti að skrifa niður greinar a. mesenterica sup. Ég vissi nákvæmlega hvaða æðar ég átti að skrifa en alltaf kom þetta helvítis nafn upp í hugann á mér og jafnóðum skrifaði ég það niður.... þó ég hafi strokað það út skrifaði ég það alltaf aftur. Þetta er búið að vera að pirra mig í allan dag. Meira en ég get lýst.
Hver segir svo að maður verði ekki bara hreint geðveikur af svona miklum lærdóm?
Ég tók all-nighter á þetta í nótt svaf ekkert fyrir prófið. Hef ekki beinlínis gert það áður en oft verið ansi nálægt því. Ég reyndi að leggja mig í smá stund en ég fór þá bara að svitna ennþá meira af stressi. Ákvað þá að ég gæti alveg eins eytt orkunni í það að reyna að læra e-ð eins og að rembast við að sofna með púlsinn í 160. Ég er alveg búin með allar neglur... þær eru komnar upp í kviku. Það er bara ekkert sældarlíf að vera námsmaður, ég get alveg kvittað fyrir það.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Athugasemdir
Áfram Anna Heiða!! ...þetta er að verða búið!! ...styttist í jól og frí, át og hí...
Harpa (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.