Leita í fréttum mbl.is

Skrumskæling á vísindum

Mér finnst oft ansi áhugavert að sjá auglýsingar frá hinum og þessum sjálfskipuðum brautryðjendum í hreyfingu og heilbrigði. Oft æði stórtækar yfirlýsingar á krafti æfinganna og útkomunni. Oft svo gapandi yfirlýsingagleði að maður bara skilur ekki miðað við fögur fyrirheit af hverju það hafi ekki bara allir stokkið til og keypt sér kortið eða tækið. Oft brennur það við að áhrifin ná svo langt út fyrir svið æfinganna að halda mætti að um eitthvers konar undralyf væri að ræða. Það bókstaflega bara lagar allt og bætir allt, hvort sem það eru sjúkdómar, vanlíðan eða annað. Skiptir ekki máli hvort um er að ræða þá andlega hluti eða líkamlega. Oftast fylgir svo ekki sögunni að áhrif hreyfingarinnar, meðhöndlunarinnar eða hvað það er sem er verið að auglýsa hefur aldrei verið rannsakað með vísindalegum hætti heldur er einungis um að ræða skáldlegan texta skrifaðan af manni sem hefur bara "persónulega reynslu" af áhrifamætti umtalins fyrirbrigðis.

Eitt af því fyrsta sem ég lærði sem nemi í sjúkraþjálfun var gagnrýnin hugsun. "Evidenced based" hugsun. Það felur í sér að taka ekki öllu sem sagt er sem gefnu. Kanna bakferilinn. Skoða rannsóknir. Hvað er það sem styður það að þetta sé að virka. Svona fyrir utan bara almenna líðan. Er þetta að breyta e-u lífeðlisfræðilega. Oftast er það þannig að þegar ég hef spurt einstaklinga sem mér þykir vera að alhæfa einum of mikið um ágæti e-s tækis eða meðhöndlunar eða hvað það nú er, um hver lífeðlisfræðilegu áhrifin séu, hvort það séu rannsóknir sem styðja það, eða bið bara um einhverja röksemdarfærslu fyrir áhrifunum...... þá er það nú yfirleitt þannig að maður kemur að tómum kofanum eða þá að rökin sem færð eru til sönnunar standast ekki vísindalegan grunn. Einkennandi fyrir meðferð sem ekki er byggð á vísindum er að hún segist geta lagað allt. Slíkt fólk grípur oft til stórra orða, orða sem það þekkir kannski ekki nógu vel og skilur ekki meiningu þess en notar þau af því þau hljóma svo vel, svona eins og: efnafræðileg orkuframleiðsla, bættur blóðrásarhringur og fl.

Í flestum eru þetta illa þenkjandi fólk sem hefur gripið e-a vísindalega staðreynd og skrumskælt hana sjálfum sér til bóta.

Ég ætla ekki að fara að nefna dæmi hérna. Enda kannski ekki rétti staðurinn til þess. Oft hef ég þó lent í rökræðum við ýmsa aðila bæði fagaðila sem og bara almenna leikmenn um ágæti hinnar og þessarar meðferðar eða hvað það nú er. Ítrekað hef ég lent í því að fólk sem hefur ekki skilning eða grunnþekkingu á hvorki starfsemi líkamans né almennri lífeðlisfræði skilur bara ekki röksemdarfærsluna. Það er fólkið sem tautar fram í rauðan dauðann um hvað hitt og þetta "virki nú svo svakalega vel á sig" og neitar að taka sönsum. Það bara vill ekki hlusta og vill ekki skilja. Ég er hætt að eyða orkunni í að reyna að rökræða við slíkt fólk. Það má eyða peningunum sínum í þessa hluti fyrir mér.....

Nú er ég hinsvegar svo heppin að þekkja mikið af kláru og almennt vel þenkjandi liði sem skilur hvað ég er að segja. Ég ætla að leyfa textanum sem hér fylgir á eftir að dæma sig sjálfan og hvern þann sem skrifaði hann án þess að ég komi með sleggjudóma um ágæti ropeyoga. Þetta er fengið á www.ropeyoga.is 

ROPE YOGA EYKUR BLÓÐSTREYMI TIL MELTINGARFÆRANNA
Þegar blóðstreymi eykst í meltingarfærunum þá eykst brennslan í sama hlutfalli.

ROPE YOGA EYKUR SÚREFNISTÖKU Í KVIÐARHOLI
Meðvituð öndun í Ropeyoga kerfinu flytur aukið súrefni um kviðarholið, sem síðan eykur og bætir flesta starfsemi líkamans.

ROPE YOGA BÆTIR MELTINGU NÆRINGAREFNA
Súrefni og aukið blóðstreymi bætir úrvinnslu nauðsynlegra næringarefna. Blóðið flytur öll helstu næringarefni til líkamsfrumana á meðan súrefnið heldur frumunum gangandi. Ropeyoga hvetur upptöku næringarefna og eykur meltingu/brennslu.

ROPE YOGA MINNKAR EITURÁHRIF
Aukin blóðhringrás, meira súrefni og Ropeyoga, sem í raun "nuddar innri líffæri," valda því að líkaminn á auðveldara með að losa sig við og brjóta upp eiturefni.

ROPE YOGA BÆTIR BRENNSLU
Ropeyoga eykur fitubrennslu og uppbyggingu vöðva, ekki aðeins í kviðarholinu heldur um allan líkamann. Þetta verður til við samvirkni blóðrásarinnar, öndunnar, hormónastöðu og efnarfræðilegrar orkuframleiðslu.

ROPE YOGA EYKUR VÖÐVASKIPAN INNRI LÍFFÆRA
Maginn, jafnt sem stór og smá innri líffæri, eru gerð úr vöðvum sem þurfa reglubundna hreyfingu og vöðvasamdrátt til að geta starfað. Ropeyoga styrkir þessa vöðva sem svo bæta upplausn fæðunnar og hreyfingu meltingarveggjanna, sem er besta leið fæðunnar um meltinga kerfið.

Þess má geta að ekki fundust neinar upplýsingar um rannsóknir eða annað á síðunni sem staðfestu þessar kenningar...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var búin að skrifa nokkra punkta hérna...svo ákvað ég að fólk myndi líklega halda því fram að ég væri hrokafull...ég ætla því að bíða með að tjá mig um þetta í bili 

Harpa (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 16:41

2 identicon

Sæl vinkona! Kem heim á morgun og ég er að segja þér það að húð mín er er eins og kaffi... með mikilli mjólk

Sísí (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband