23.12.2007 | 00:36
Næstum farin til Ítalíu....
Þegar þetta er skrifað eru 4 tímar þangað til ég þarf að fara að skella mér upp á völl. Ég er ekki búin að pakka, né klára allt sem ég þarf að gera áður en ég fer út eins og að finna ferðatöskur í geymslu sem er svo full að ég gæti drukknað í dóti ef ég dirfist að opna hana. Gunni er ennþá úti að keyra út pakka og jólakort sem gleymdist að senda. Ég er búin að vera að fatta hitt og þetta sem hefur gleymst í dag... en það verður bara að hafa það. Ég er að vona að ég nái kannski dúr í einn eða tvo tíma áður en við leggjum í hann. Flug kl.7:30 til 12:00 og svo aftur kl.16:00 til 18:00 og þá erum við loks komin á áfangastað, til Italíu. Þannig að þetta verður frekar langur dagur á morgun.
Ég ætla bara að segja við ykkur vini nær og fjær:
Það var ekki tími til að senda eða skrifa jólakort í ösinni seinustu daga. Þið sem hefðuð fengið jólakort þið vitið hver þið eruð. Ég lofa í staðinn að senda ykkur jólakort á næsta ári :) Þá verð ég ekki í jólaprófum alveg á seinasta snúningi. Mig langar bara að þakka ykkur vinum mínum sem eruð algjört æði og ógó skemmtileg fyrir seinasta ár sem var mjög skemmtilegt. Hefði ekki verið jafn skemmtilegt án ykkar. Margt skemmtilegt sem var brallað og vonandi verður næsta ár ennþá skemmtilegra. Vona að allir hafi það gott yfir jólin og áramótin. Hafið sem mest af ást og kærleik og yndisemdum í lífum ykkar á næsta ári.
Buon anno e buon natale. Auguri da Italia...
P.s. Þið stelpur sem eruð á leið aftur af landi brott í byrjun janúar (sem by the way eru allt of margar!!!!) Hvað segiði um að hafa þrettándapartý laugardaginn 5.jan? Ég er game ef þið eruð game???
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Sælar og gleðileg jól. Vona að ferðin út hafi gengið vel. Hvernig eru annars jólin búin að vera hjá þér á Ítalíu? Ertu búin að hitta marga gamla skólafélaga? Ertu kannski byrjuð að bruna niður brekkurnar í Madonna eins og enginn sé morgundagurinn? En mál málanna er hvort þú sért búin að fá margar gjafir, það er lykillinn að góðum jólum að mínu mati. Ég er búin að fá margar gjafir. Náði ekki að hitta þig áður en þú fórst svo að pakkinn þinn bíður spenntur eftir þér. Hann er lifandi, segi ekki meir. Hvenær kemur þú heim? Var það 3ja, 4ða, 7unda eða 8unda??? Ég bara man ekki :-/
Sísí Rut (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 14:06
Saelar vinkona. Er ekki enn bùin ad fara à skidi en tad verdur vonandi innan skamms. Er bùin ad vera dugleg i bùdunum i stadinn. ég kem annars heim 4ja janùar. Tad verdur tà haldid party...... En jà nàdi ekki ad hitta neinn adur en èg fòr ùt... of mmikid ad gera. Vid erum annars bùinn ad hafa vel ofan af fyrir okkur hèrna ùuti svo ekki sè meira sagt. Milanò,fenyejar, verona og hvad og hvad.... Segi tèr allt tegar heim er komid :)
Anna Heida (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.