Leita í fréttum mbl.is

Ég er sem sagt komin heim :)

Við Gunni komum heim 4.jan aftur frá Italia.

Við lentum í ýmsu skemmtilegu á leiðinni ef svo má segja.

Ferðalagið byrjaði á því að við sem sagt sváfum yfir okkur þann 23.des... áttum flug snemma og við ákváðum að LEYFA okkur að sofa í tæpa tvo tíma fyrir flugið svo við yrðum ekki algjörlega útkeyrð á leiðinni út. Það endaði sem sagt á því að við sváfum yfir okkur og sváfum í tæplega þrjá tíma. Við höfðum því rúmlega klukkutíma til að henda okkur í föt og með dótið út í bíl og af stað.

En allavega.. við komumst í tæka tíð. Þá tók þó ekki betra við. Við vorum sem sagt með rúmlega 15 kg í yfirvigt og þurftum að borga um 15 þús kr fyrir það. Kellingin á deskinu var ekki beinlínis í jólaskapi og vigtaði meira segja handfarangurinn minn helv... beyglan. Við hentumst upp í vél bæði frekar skúffuð að þurfa að byrja ferðalagið á þessu. Við flugum til Frankfurt og þurftum svo að bíða í e-a fimm tíma eftir tengifluginu okkar til Verona. Þar komumst við að því að við máttum setja jólasteikina í handfarangur, þannig að yfirvigtin var ekki jafn mikil þarna úti en þurftum samt að punga út e-m fimm þúsund kalli í viðbót Crying 

Mamma kom svo og sótti okkur til Verona og keyrði með okkur í íbúðina hennar við Garda vatnið. Íbúðin er svaka fín, stór frekar, e-ð um 120-130 fm. Með einkabílskúr, risagarði, stórri sundlaug, arni í stofunni og risasvölum með útsýni yfir Garda vatnið. Verður svaka fínt þegar við förum í vor Cool

Við byrjuðum svo ferðina úti á að fara á uppáhalds vetingastaðinn okkar þarna úti, Kínastaðinn flotta. Hann klikkar aldrei.

Aðfangadagur var frekar óvenjulegur þar sem að við skelltum okkur í mall-ið og fórum að versla fram eftir degi. Jólin voru svo haldin um 7 leytið í mestu rólegheitum. Frekar skrítið að fá bara örfáa pakka, bara það sem ég fékk frá Gunna og mömmu. Við skildum allt hitt eftir heima.

Á annan í jólum skelltum við okkur til Feneyja eldsnemma. Þar var allt pakkað af túristum og röltum við þar um í rólegheitum ( og nota bene: Ekkert verslað!!!)

Daginn þar á eftir fórum við til Veróna. Sú ferð átti að vera meira túristaferð en raunin varð. En þar sem allt var meira og minna lokað af túristapleisunum þá enduðum við auðvitað bara á því að versla.... nema hvað?? Ef þið farið e-n tímann til Veróna þá skulið þið fara í búð sem heitir Lazzari.... geðveik búð á enda aðalgötunnar til vinstri. Ég næstum tapaði mér þar inni og er að spá í að láta mömmu kannski kíkja á útsölurnar þar fyrir mig þegar ég er búin að sjá hvað VISA er hátt... Blush

Næsta dag skelltum við okkur svo til Milanó. Þar var talsvert verslað en þó ekkert óhóf. Fórum og skoðuðum Duomo kirkjuna sem er mjög flott. Við sóttum svo vinkonu systur minnar sem býr líka úti og var hún hjá okkur í nokkra daga

Á þessum tímapunkti var Gunni orðinn ansi þreyttur á verslunaræðinu í okkur mæðgum. Þannig að við tókum okkur einn dag í pásu og skelltum okkur bara tvö í rúntferð um Garda vatnið. Stoppuðum í flestum bæjum og kíktum á miðbæina og menninguna. Var mjög skemmtilegt og rómó InLove Það vildi líka svo skemmtilega til að það voru e-ar bæjarhátíðir í mörgum bæjanna þarna þannig að það voru allskonar markaðir og tónlist úti á götu og svona og ekki skemmdi fyrir æðislega veðrið, sól og 13°C. Við ætluðum líka að fara í rosalega skemmtilegan safarí dýragarð sem er þarna nálægt en hann var því miður lokaður.

Áramótin voru svo róleg framan af. Vorum heima fyrripart kvölds en skelltum okkur svo niður í miðbæinn í bænum þar sem mamma býr. Þar var æðimargt fólk út á götu, sennilega flestir bæjarbúar eða um 20 þús. manns. Í bænum var búið að setja upp tvö svið á sitthvoru torginu og þar voru e-ir DJar að spila og e-ar dansmeyjar að dansa Macarena eða e-ð annað álíka hallærislegt. Víð létum okkur þó hafa það og stigum trylltan dans við. Gunni var þó sérlega liðtækur á því sviðinu..... Við vorum svo auðvitað eins og Íslendingum sæmir trylltust í flugeldunum þarna. Mamma hafði fundið e-a búð þarna þar sem seld voru stjörnuljós, innisprengjur og e-ir aðrir smálegir flugeldar þarna. Við gerðum gott úr því með því að sprengja bara eiginlega allt sem við vorum með í einu. Það kom ágætlega út :)

Næstu dagar fóru svo að mestu í rólegheit og e-a verslun. Mall-ið rétt hjá þarna var að gera góða hluti í þeim efnum.

Einn daginn gerðum við heiðarlega tilraun þar sem að við ætluðum að fara og skoða Lago di Iseo sem er næsta vatn við Garda vatnið. Við komumst hálfa leið þangað til ég í sakleysi mínu horfði út frá götunni á leiðinni þangað til hliðar og sá þar stórt skilti frá NIKE OUTLET FACTORY STORE ... ég nátturulega öskraði upp yfir mig við mömmu að beygja í snarhasti út af götunni í algjörri geðshræringu... æstist öll upp yfir slíkt eins og sannri verslunaróðri konunni sem ég er. VIð uppgötvuðum þá að við vorum komin í e-s konar outlet þorp með afsláttarbúðum frá öllum helstu merkjunum þarna úti. Þetta þorp var alveg á stærð við Seyðisfjörð eða e-ð álíka. Við enduðum allavegna á því að eyða öllum deginum þarna þannig að við komumst aldrei til Lago di Iseo..... Whistling

Daginn fyrir brottför var svo að mestu eytt í að hugsa hvernig í ósköpunum við áttum eiginlega að komast heim með allt draslið sem við keyptum og verða svo e-n veginn það mikið sama um það að við fórum bara og versluðum MEIRA... 

Lykilorð ferðarinnar er klárlega: ÓHÓF.......... bæði í verslun og mat. En yndislegt þrátt fyrir það W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahahaha...sé fyrir mér atburðinn í bílnum þegar þú sást skiltið!!! Þú ert æði Anna mín

Harpa (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband