Leita í fréttum mbl.is

Mánudagur til mæðu..

Dagarnir fljúga frá mér þessa dagana. Mikið að gera í vinnu og skóla. Félagslífið situr á hakanum af þeim sökum. Ég sit ekki að auðum höndum á meðan allavegna.

Er núna í verknámi á Grensás sem gengur annars með ágætum. Fjórða vikan af átta nýbyrjuð. Klíník í næstu viku og svona þannig að það setur ennþá meiri pressu á mann. Ég er á Grensás frá átta til fjögur á daginn. Fer svo að þjálfa  frjálsarnar til rúmlega 18 eða í aðra vinnu og svo sjálf á æfingu til að verða 21-22  með sturtu og tilheyrandi og/eða heim að læra og út að ganga með hundinn. Svo er yfirleitt borðaður kvöldmatur á þessu heimili milli svona 22-24 á kvöldin. Ég veit... algjör firra... en svona verður þetta bara að vera. Svona er þetta líka bara alla daga. Það er varla að það sé frí um helgar. Ég er yfirleitt e-ð að vinna líka þá eða að vinna í skýrslum eða álíka. Ekki batnar það því ég var að lofa mér í enn meiri þjálfun núna í febrúar með tvö flokka í fótbolta tvisvar í viku.

Slíkt annríki verður líka til þess að mann fer að syfja oft á daginn vegna örþreytu. Ég átti slíkt móment einmitt í dag þegar ég var að rembast við að skrifa e-ð í þessar blessuðu sjúklingaskýrslur. Ég sem sagt dottaði yfir því þrátt fyrir að smiðir og aðrir iðnaðarmenn væru að berja og bora í herberginu sem ég var í. Ég lagðist fram á tölvuborðið og vaknaði ekki fyrr en ég fann fyrir slefinu renna niður handlegginn á mér. Þetta gerðist ítrekað fyrir mig í dag.... ég bara sofnaði á flestum stöðum og samt er mánudagur.. á maður ekki að vera úthvíldur eftir helgina þá???? Þetta er samt í lagi svo lengi sem ég sofna ekki á meðan ég er með sjúklingana í þjálfun eða meðferð.

 Ég er nú samt ekki að kvarta yfir þessu öllu saman, ég nýt mín ágætlega í annríki. Það er margt verra en að hafa nóg að gera.

 

 

Busy_Woman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss, hvað er að heyra Anna Heiða.  Það er svo þreytandi að vera þreyttur.  Sifja er ekki fyrir þig og hvað þá mig.  Það vita allir sem þekkja okkur!  Ég á það nú samt reyndar til að verða skyndi þreytt en það er allt annar handleggur.  Þessi skyndi þreyta dynur yfirleitt yfir á verstu tímum. T..d. í tímum, þ.e. fyrirlestrum og svo á fundum.  Var á fjögra manna fundi um daginn og gat bara ekki haldið mér vakandi.  Var alveg hress áður en fundur var settur.  Svo á ég það til að sofna í tveggja manna samræðum. Bara að koma því á framfæri að það er ekkert persónulegt.  Ég er bara þreytt!

Sísí (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Heiða Gunnarsdóttir
Hér er stuð, hér er fjör... hvað er um að vera?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband